„Gjörsamlega óboðlegt og eitthvað sem ég sætti mig bara alls ekki við“ Siggeir Ævarsson skrifar 22. júní 2024 20:03 Davíð Smári Lamude, þjálfari Vestra, var jafnvel enn daufari í dálkinn eftir leik í dag en þegar þessi mynd var tekin Visir/ Hulda Margrét Davíð Smári Lamude, þjálfari Vestra, var sótillur þegar hann mætti til viðtals eftir að lið hans var kjöldregið 1-5 af Val í dag. Hann var sérstaklega ósáttur með frammistöðu markvarðar síns, William Eskelinen, sem færði gestunum þrjú mörk á silfurfati að hans mati. „Mér fannst bara enginn munur á liðunum í fyrri hálfleik svo er náttúrulega bara einstaklingsgæði sem kosta okkur þennan leik. Menn sem voru fengnir hingað í stórt hlutverk til að hjálpa okkur að sækja stig en það hefur heldur annað gerst með það.“ Davíð var þarna að vísa í frammistöðu William Eskelinen og var spurður hvort hann myndi mögulega gera breytingar á liðinu fyrir næsta leik og jafnvel setja hann á bekkinn. „Það gefur augaleið. Mig langaði nú bara að gera breytingar í miðjum leik. Þetta er algjörlega óboðlegt og fyrir mann, komandi af þessu „level-i“ sem hann kemur frá. Hann verður bara að eiga það við sjálfan sig og bara sorglegt fyrir strákana sem lögðu sig alla í þennan leik. Bara gríðarlega svekkjandi fyrir þá því spilamennska liðsins var mjög góð.“ „Eðilega, undir lok leiks, eru menn farnir að missa trú þegar það er búið að gefa þrjú mörk á silfurfati. Þetta er bara gjörsamlega óboðlegt og eitthvað sem ég sætti mig bara alls ekki við.“ Þetta var annar tapleikur Vestra í röð og situr liðið í 10. sæti Bestu deildarinnar. Liðið á þrjá heimaleiki framundan og Davíð Smári vonast til að liðið nái vopnum sínum. „Mér fannst liðið spila hrikalega vel í dag og það eru einstaklings mistök sem kosta okkur þennan leik í dag. Ég held að það sé erfitt að rökræða það eitthvað. Enn og aftur, í stöðunni 2-1, þegar það er búið að gefa þeim eitt mark þá fannst mér við alveg eiga séns því við fengum fullt af sénsum hér í dag.“ „Við erum bara með vel spilandi lið og erum með góða liðsheild. Það er mjög eðlilegt þegar staðan er orðin 4-1 og þrjú af þessum mörkum eru gjafir að liðið missi dampinn. Sem betur fer höfum við smá tíma fram að næsta leik til að jafna okkur á þessu og gíra okkur aftur í gang og við ætlum okkur að vera erfiðir heim að sækja.“ Allir fimm miðverðir Vestra eru meiddir um þessar mundir en Davíð gat lítið gefið upp um hvenær þeir eru væntanlegir aftur á grasið. „Við vorum með engan, ef það mætti kalla það, hreinræktaðan „hafsent“ í liðinu í dag og þetta hefur verið mikið vandamál hjá okkur. Við erum með fimm „hafsenta“ og þeir eru allir meiddir. Hvenær þeir koma til baka, eins og með Jeppe, það er bara ekki alveg ljóst. Fótbolti Besta deild karla Vestri Mest lesið Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Fótbolti Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Fótbolti „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Handbolti Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Fótbolti Ágúst tekur við af Óskari hjá Val Handbolti „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti Í beinni: Króatía - Portúgal | Reyna að fylgja Portúgölum áfram Fótbolti Tóku mynd af sér með Ronaldo eftir stórt tap: „Af hverju er það ekki í lagi?“ Fótbolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Fleiri fréttir 27 þúsund miðar seldir á leikinn á morgun Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Í beinni: Króatía - Portúgal | Reyna að fylgja Portúgölum áfram Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Jóhann Berg um Aron Einar: Ég veit hvernig honum líður Kane í viðtali við nýju styttuna af honum Svona var blaðamannafundur Íslands í Wales Aron Einar ekki með á morgun Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Tóku mynd af sér með Ronaldo eftir stórt tap: „Af hverju er það ekki í lagi?“ Ekki útlit fyrir breytingar á hópnum fyrir stórleikinn gegn Wales Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Hin 38 ára Marta gerði tvær að fíflum með ótrúlegu marki Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Frakkar lögðu Ítali í Mílanó Haaland með þrennu og Norðmenn efstir Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Góður sigur U21-árs strákanna á Spáni Glódís kom Bæjurum á bragðið með hörkuskalla Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Birkir Valur yfirgefur HK Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður „Mjög sátt, spennt og stolt að vera hluti af þessu“ Sjá meira
„Mér fannst bara enginn munur á liðunum í fyrri hálfleik svo er náttúrulega bara einstaklingsgæði sem kosta okkur þennan leik. Menn sem voru fengnir hingað í stórt hlutverk til að hjálpa okkur að sækja stig en það hefur heldur annað gerst með það.“ Davíð var þarna að vísa í frammistöðu William Eskelinen og var spurður hvort hann myndi mögulega gera breytingar á liðinu fyrir næsta leik og jafnvel setja hann á bekkinn. „Það gefur augaleið. Mig langaði nú bara að gera breytingar í miðjum leik. Þetta er algjörlega óboðlegt og fyrir mann, komandi af þessu „level-i“ sem hann kemur frá. Hann verður bara að eiga það við sjálfan sig og bara sorglegt fyrir strákana sem lögðu sig alla í þennan leik. Bara gríðarlega svekkjandi fyrir þá því spilamennska liðsins var mjög góð.“ „Eðilega, undir lok leiks, eru menn farnir að missa trú þegar það er búið að gefa þrjú mörk á silfurfati. Þetta er bara gjörsamlega óboðlegt og eitthvað sem ég sætti mig bara alls ekki við.“ Þetta var annar tapleikur Vestra í röð og situr liðið í 10. sæti Bestu deildarinnar. Liðið á þrjá heimaleiki framundan og Davíð Smári vonast til að liðið nái vopnum sínum. „Mér fannst liðið spila hrikalega vel í dag og það eru einstaklings mistök sem kosta okkur þennan leik í dag. Ég held að það sé erfitt að rökræða það eitthvað. Enn og aftur, í stöðunni 2-1, þegar það er búið að gefa þeim eitt mark þá fannst mér við alveg eiga séns því við fengum fullt af sénsum hér í dag.“ „Við erum bara með vel spilandi lið og erum með góða liðsheild. Það er mjög eðlilegt þegar staðan er orðin 4-1 og þrjú af þessum mörkum eru gjafir að liðið missi dampinn. Sem betur fer höfum við smá tíma fram að næsta leik til að jafna okkur á þessu og gíra okkur aftur í gang og við ætlum okkur að vera erfiðir heim að sækja.“ Allir fimm miðverðir Vestra eru meiddir um þessar mundir en Davíð gat lítið gefið upp um hvenær þeir eru væntanlegir aftur á grasið. „Við vorum með engan, ef það mætti kalla það, hreinræktaðan „hafsent“ í liðinu í dag og þetta hefur verið mikið vandamál hjá okkur. Við erum með fimm „hafsenta“ og þeir eru allir meiddir. Hvenær þeir koma til baka, eins og með Jeppe, það er bara ekki alveg ljóst.
Fótbolti Besta deild karla Vestri Mest lesið Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Fótbolti Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Fótbolti „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Handbolti Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Fótbolti Ágúst tekur við af Óskari hjá Val Handbolti „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti Í beinni: Króatía - Portúgal | Reyna að fylgja Portúgölum áfram Fótbolti Tóku mynd af sér með Ronaldo eftir stórt tap: „Af hverju er það ekki í lagi?“ Fótbolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Fleiri fréttir 27 þúsund miðar seldir á leikinn á morgun Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Í beinni: Króatía - Portúgal | Reyna að fylgja Portúgölum áfram Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Jóhann Berg um Aron Einar: Ég veit hvernig honum líður Kane í viðtali við nýju styttuna af honum Svona var blaðamannafundur Íslands í Wales Aron Einar ekki með á morgun Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Tóku mynd af sér með Ronaldo eftir stórt tap: „Af hverju er það ekki í lagi?“ Ekki útlit fyrir breytingar á hópnum fyrir stórleikinn gegn Wales Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Hin 38 ára Marta gerði tvær að fíflum með ótrúlegu marki Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Frakkar lögðu Ítali í Mílanó Haaland með þrennu og Norðmenn efstir Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Góður sigur U21-árs strákanna á Spáni Glódís kom Bæjurum á bragðið með hörkuskalla Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Birkir Valur yfirgefur HK Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður „Mjög sátt, spennt og stolt að vera hluti af þessu“ Sjá meira