Fótbolti

Mörkin: Enn þarf Lukaku að bíða eftir lög­legu marki

Siggeir Ævarsson skrifar
Lukkan leikur ekki við Lukaku á EM en alls hafa þrjú mörk verið dæmd af honum
Lukkan leikur ekki við Lukaku á EM en alls hafa þrjú mörk verið dæmd af honum vísir/Getty

Þrír leikir fóru fram á EM karla í knattspyrnu í dag. Belgar náðu í sinn fyrsta sigur í E-riðli og þá gerðu Georgía og Tékkland jafntefli í F-riðli.

Fyrsti leikur dagsins var viðureign Georgíu og Tékklands sem lyktaði með 1-1 jafntefli. Georgía fékk dauðafæri í lokin til að taka öll þrjú stigin en jafntefli er sennilega vonbrigði fyrir báðar þjóðir.

Þá var komið að leik Portúgals og Tyrklands þar sem Portúgalir fóru með frekar þægilegan 3-0 sigur af hólmi. Enn eitt sjálfsmarkið á mótinu leit dagsins ljós í leiknum og var það af skrautlegri gerðinni.

Í síðasta leik dagsins mættust Belgía og Rúmenía í hinum hnífjafna E-riðli. Belgar fóru að lokum með nokkuð sanngjarnan 2-0 sigur af hólmi og eru öll liðin með þrjú stig í riðlinum að loknum tveimur umferðum.

Romelu Lukaku skoraði sitt þriðja mark á mótinu en það var dæmt af líkt og fyrri tvö en rangstaðan gat sennilega ekki verið tæpari.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×