Festu særðan Palestínumann á húdd herjeppa Lovísa Arnardóttir skrifar 23. júní 2024 09:09 Ísraelski herinn segir hermenn sína hafa brotið reglur þegar þeir festu særðan Palestínumann á húdd jeppa síns í miðju áhlaupi hersins í Jenín á Vesturbakkanum í gær. Myndband af atvikinu er í mikilli dreifingu og er fjallað um málið á mörgum stórum erlendum fréttamiðlum. Atvikið átti sér stað snemma á laugardagsmorgun. Á vef BBC segir að ísraelski herinn, IDF, hafi staðfest að atvikið hafi átt sér stað. Í yfirlýsingu frá IDF segir að maðurinn hafi særst í átökunum og að hann væri grunaður um hryðjuverk. Málið er til rannsóknar hjá ísraelska hernum. Myndbandið er hægt að sjá á vef Reuters. Í tilkynningu segir að hryðjuverkamenn hafi byrjað að skjóta á hermenn ísraelska hersins þegar þeir voru staddir í Jenín við handtöku. Einn þeirra grunuðu hafi særst í átökunum og verið handtekinn. Þá segir í yfirlýsingu IDF að það samræmist ekki gildum IDF að taka mann til handtöku með þessum hætti. Fjölskylda mannsins segir að þegar þau hafi óskað eftir því að kallað yrði á sjúkrabíl hafi hermenn tekið manninn, fest hann við húdd bílsins og ekið burt. Í myndbandinu má sjá þá aka fram hjá tveimur sjúkrabílum palestínska Rauða krossins. Í frétt CNN er haft eftir starfsfólki Rauða krossins að ísraelsku hermennirnir hafi neitað þeim um að sinna manninum Maðurinn var að enda fluttur til Rauða krossins þar sem hlynnt var að honum. Ísraelski herinn segir að atvikið verði rannsakað. Í frétt Reuters um málið er rætt við vitni að atvikinu. Þar kemur fram að maðurinn sé frá Jenín og að hann heiti Mujahed Azmi. Tilkynnt hefur verið um aukningu í ofbeldi á Vesturbakkanum allt frá því að stríðið hófst á Gasa í október. Sameinuðu þjóðirnar segja allt að 480 Palestínumenn hafa verið drepna á Vesturbakkanum frá því í október. Það eru hermenn og almennir borgarar. Af þeim eru um 100 börn. Á sama tíma hafa tíu Ísraelar verið drepnir á Vesturbakkanum. Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Tengdar fréttir Tugir látin í sprengingu við skrifstofu Rauða krossins á Gasa Skrifstofur Rauða krossins á Gasa urðu fyrir miklum skemmdum í sprengingum seint í gær. Alls létust 22 Palestínumenn í árásinni samkvæmt tilkynningu Rauða krossins. Um var að ræða Palestínumenn sem bjuggu í nálægð við skrifstofurnar í tjöldum. 22. júní 2024 08:37 Stjórnvöld á Kýpur ítreka hlutleysi eftir hótanir Hezbollah Stjórnvöld á Kýpur hafa neyðst til að ítreka að þau eigi ekki þátt né muni þau eiga þátt í neinum stríðum eða átökum eftir hótanir af hálfu Hezbollah samtakanna í Líbanon. 21. júní 2024 07:32 Segir blekkingu að halda því fram að hægt sé að tortíma Hamas Ísrael getur ekki sigrast á Hamas án þess að sjá til þess að ný stjórnvöld taki við á Gasa, segir talsmaður Ísraelshers. Ummæli hans í gær virðast benda til þess að upp sé kominn ágreiningur milli hersins og stjórnvalda um framhald átaka á Gasa. 20. júní 2024 07:53 Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Innlent Fleiri fréttir Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Sjá meira
Á vef BBC segir að ísraelski herinn, IDF, hafi staðfest að atvikið hafi átt sér stað. Í yfirlýsingu frá IDF segir að maðurinn hafi særst í átökunum og að hann væri grunaður um hryðjuverk. Málið er til rannsóknar hjá ísraelska hernum. Myndbandið er hægt að sjá á vef Reuters. Í tilkynningu segir að hryðjuverkamenn hafi byrjað að skjóta á hermenn ísraelska hersins þegar þeir voru staddir í Jenín við handtöku. Einn þeirra grunuðu hafi særst í átökunum og verið handtekinn. Þá segir í yfirlýsingu IDF að það samræmist ekki gildum IDF að taka mann til handtöku með þessum hætti. Fjölskylda mannsins segir að þegar þau hafi óskað eftir því að kallað yrði á sjúkrabíl hafi hermenn tekið manninn, fest hann við húdd bílsins og ekið burt. Í myndbandinu má sjá þá aka fram hjá tveimur sjúkrabílum palestínska Rauða krossins. Í frétt CNN er haft eftir starfsfólki Rauða krossins að ísraelsku hermennirnir hafi neitað þeim um að sinna manninum Maðurinn var að enda fluttur til Rauða krossins þar sem hlynnt var að honum. Ísraelski herinn segir að atvikið verði rannsakað. Í frétt Reuters um málið er rætt við vitni að atvikinu. Þar kemur fram að maðurinn sé frá Jenín og að hann heiti Mujahed Azmi. Tilkynnt hefur verið um aukningu í ofbeldi á Vesturbakkanum allt frá því að stríðið hófst á Gasa í október. Sameinuðu þjóðirnar segja allt að 480 Palestínumenn hafa verið drepna á Vesturbakkanum frá því í október. Það eru hermenn og almennir borgarar. Af þeim eru um 100 börn. Á sama tíma hafa tíu Ísraelar verið drepnir á Vesturbakkanum.
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Tengdar fréttir Tugir látin í sprengingu við skrifstofu Rauða krossins á Gasa Skrifstofur Rauða krossins á Gasa urðu fyrir miklum skemmdum í sprengingum seint í gær. Alls létust 22 Palestínumenn í árásinni samkvæmt tilkynningu Rauða krossins. Um var að ræða Palestínumenn sem bjuggu í nálægð við skrifstofurnar í tjöldum. 22. júní 2024 08:37 Stjórnvöld á Kýpur ítreka hlutleysi eftir hótanir Hezbollah Stjórnvöld á Kýpur hafa neyðst til að ítreka að þau eigi ekki þátt né muni þau eiga þátt í neinum stríðum eða átökum eftir hótanir af hálfu Hezbollah samtakanna í Líbanon. 21. júní 2024 07:32 Segir blekkingu að halda því fram að hægt sé að tortíma Hamas Ísrael getur ekki sigrast á Hamas án þess að sjá til þess að ný stjórnvöld taki við á Gasa, segir talsmaður Ísraelshers. Ummæli hans í gær virðast benda til þess að upp sé kominn ágreiningur milli hersins og stjórnvalda um framhald átaka á Gasa. 20. júní 2024 07:53 Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Innlent Fleiri fréttir Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Sjá meira
Tugir látin í sprengingu við skrifstofu Rauða krossins á Gasa Skrifstofur Rauða krossins á Gasa urðu fyrir miklum skemmdum í sprengingum seint í gær. Alls létust 22 Palestínumenn í árásinni samkvæmt tilkynningu Rauða krossins. Um var að ræða Palestínumenn sem bjuggu í nálægð við skrifstofurnar í tjöldum. 22. júní 2024 08:37
Stjórnvöld á Kýpur ítreka hlutleysi eftir hótanir Hezbollah Stjórnvöld á Kýpur hafa neyðst til að ítreka að þau eigi ekki þátt né muni þau eiga þátt í neinum stríðum eða átökum eftir hótanir af hálfu Hezbollah samtakanna í Líbanon. 21. júní 2024 07:32
Segir blekkingu að halda því fram að hægt sé að tortíma Hamas Ísrael getur ekki sigrast á Hamas án þess að sjá til þess að ný stjórnvöld taki við á Gasa, segir talsmaður Ísraelshers. Ummæli hans í gær virðast benda til þess að upp sé kominn ágreiningur milli hersins og stjórnvalda um framhald átaka á Gasa. 20. júní 2024 07:53