Hefja könnun á nýjum flugvelli fyrir Færeyjar Kristján Már Unnarsson skrifar 23. júní 2024 10:52 Heðin Mortensen, borgarstjóri Þórshafnar. Egill Aðalsteinsson Borgarstjórn Þórshafnar hefur samþykkt að verja andvirði tíu milljóna íslenskra króna í að rannsaka nýtt flugvallarstæði á Glyvursnesi. Kanna á hvernig 2.700 til 3.000 metra langri flugbraut af nægilegri breidd til að uppfylla staðla alþjóðaflugvallar verður best komið fyrir á nesinu, sem er aðeins þrjá kílómetra sunnan við höfuðstað Færeyja. Tilgangurinn er sagður að skapa betri grundvöll fyrir frekari undirbúning, þar með talið skipulags- og fjárhagslega. Niðurstöðurnar verði lagðar fyrir borgarráð til pólitískrar stefnumörkunar. Í fréttamiðlinum Sósíalurin í gær kom fram að tillaga borgarstjórans Heðins Mortensen hafi verið samþykkt með níu atkvæðum fulltrúa Javnaðarflokksins, Sambandsflokksins, Fólkaflokksins og Framsóknar. Fjórir fulltrúar Þjóðveldis hafi greitt atkvæði á móti. Svona gæti upplýst flugbraut á Glyvursnesi litið út með byggðina í Þórshöfn í baksýn.Tórshavnar kommuna Heðin Mortensen tilkynnti í marsmánuði að hann hygðist setja flugvöll á Glyvursnesi aftur á dagskrá eftir að upplýst var um takmarkanir sem fraktflugfélagið FarCargo glímir við að nýta Vogaflugvöll til fiskflutninga. Flugbrautin þar, 1.800 metra löng, er of stutt til að Boeing 757-þota félagsins geti hafið sig til flugs fullhlaðin í langflug. Flugvélin neyðist af þeim sökum til að millilenda í Keflavík til eldsneytistöku í flugi með lax til New York. Heðin Mortensen hvatti svo til þess í viðtali við Stöð 2 í síðasta mánuði að rætt yrði við Atlantshafsbandalagið, NATO, um gerð flugvallarins. Þau ummæli komu sem sprengja inn í færeysk stjórnmál. Bæði lögmaður Færeyja, Aksel V. Johannesen, og utanríkisráðherrann Høgni Hoydal, brugðust hart við og sögðu þessa hugmynd ekki koma til greina. Þeir settu jafnframt ofan í við borgarstjórann og sögðu að öryggis- og varnarmál væru ekki á verksviði sveitarfélaga. Í viðtali við Dimmalætting segir Annika Olsen, borgarfulltrúi Þjóðveldis, að það sé algerlega óskiljanlegt að borgarstjórnin skuli hafa samþykkt að setja fjármuni í að kanna flugvöll á Glyvursnesi. Það að borgarstjórinn hafi í viðtali við íslenskan fjölmiðil blandað NATO í málið geri það bæði hlægilegt og sorglegt, en Þjóðveldi er systurflokkur Vinstri grænna á Íslandi. Samskipti við NATO séu utanríkis- og varnarmál og ekki eitt af verkefnum sveitarfélaga. Teikning að 3.000 metra langri flugbraut á Glyvursnesi við Þórshöfn.Landsverk Borgarstjórinn Heðin Mortensen segir að ef bíða ætti eftir því að Landsstjórn Færeyja gerði eitthvað í málinu yrði það löng bið. „Landsstjórnin getur ekki skipt sér af því hvað við gerum innan okkar lögsagnarumdæmis,” segir borgarstjórinn og kveðst ekki skilja í því að það hafi verið blásið upp að hann hafi nefnt NATO í viðtali við íslenskan fjölmiðil. Hér má sjá viðtalið umdeilda: Færeyjar Fréttir af flugi Samgöngur NATO Öryggis- og varnarmál Danmörk Tengdar fréttir Vill bjóða NATO að byggja nýjan flugvöll í Færeyjum Borgarstjóri Þórshafnar vill bjóða NATO að byggja nýjan alþjóðaflugvöll í Færeyjum. Hann segir núverandi flugvöll of lítinn til að geta þjónað Færeyingum til framtíðar. 14. maí 2024 22:22 Vill að Færeyjar fái nýjan flugvöll Bæjarstjóri Þórshafnar í Færeyjum, Heðin Mortensen, vill hefja undirbúning að gerð nýs alþjóðaflugvallar í Færeyjum. Ummælin féllu í viðtali við Kringvarpið í vikunni í framhaldi af vandræðum sem fraktflugfélagið FarCargo glímir við að nýta Vogaflugvöll til fiskflutninga með Eysturoy, Boeing 757-þotu félagsins. 29. mars 2024 08:48 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira
Tilgangurinn er sagður að skapa betri grundvöll fyrir frekari undirbúning, þar með talið skipulags- og fjárhagslega. Niðurstöðurnar verði lagðar fyrir borgarráð til pólitískrar stefnumörkunar. Í fréttamiðlinum Sósíalurin í gær kom fram að tillaga borgarstjórans Heðins Mortensen hafi verið samþykkt með níu atkvæðum fulltrúa Javnaðarflokksins, Sambandsflokksins, Fólkaflokksins og Framsóknar. Fjórir fulltrúar Þjóðveldis hafi greitt atkvæði á móti. Svona gæti upplýst flugbraut á Glyvursnesi litið út með byggðina í Þórshöfn í baksýn.Tórshavnar kommuna Heðin Mortensen tilkynnti í marsmánuði að hann hygðist setja flugvöll á Glyvursnesi aftur á dagskrá eftir að upplýst var um takmarkanir sem fraktflugfélagið FarCargo glímir við að nýta Vogaflugvöll til fiskflutninga. Flugbrautin þar, 1.800 metra löng, er of stutt til að Boeing 757-þota félagsins geti hafið sig til flugs fullhlaðin í langflug. Flugvélin neyðist af þeim sökum til að millilenda í Keflavík til eldsneytistöku í flugi með lax til New York. Heðin Mortensen hvatti svo til þess í viðtali við Stöð 2 í síðasta mánuði að rætt yrði við Atlantshafsbandalagið, NATO, um gerð flugvallarins. Þau ummæli komu sem sprengja inn í færeysk stjórnmál. Bæði lögmaður Færeyja, Aksel V. Johannesen, og utanríkisráðherrann Høgni Hoydal, brugðust hart við og sögðu þessa hugmynd ekki koma til greina. Þeir settu jafnframt ofan í við borgarstjórann og sögðu að öryggis- og varnarmál væru ekki á verksviði sveitarfélaga. Í viðtali við Dimmalætting segir Annika Olsen, borgarfulltrúi Þjóðveldis, að það sé algerlega óskiljanlegt að borgarstjórnin skuli hafa samþykkt að setja fjármuni í að kanna flugvöll á Glyvursnesi. Það að borgarstjórinn hafi í viðtali við íslenskan fjölmiðil blandað NATO í málið geri það bæði hlægilegt og sorglegt, en Þjóðveldi er systurflokkur Vinstri grænna á Íslandi. Samskipti við NATO séu utanríkis- og varnarmál og ekki eitt af verkefnum sveitarfélaga. Teikning að 3.000 metra langri flugbraut á Glyvursnesi við Þórshöfn.Landsverk Borgarstjórinn Heðin Mortensen segir að ef bíða ætti eftir því að Landsstjórn Færeyja gerði eitthvað í málinu yrði það löng bið. „Landsstjórnin getur ekki skipt sér af því hvað við gerum innan okkar lögsagnarumdæmis,” segir borgarstjórinn og kveðst ekki skilja í því að það hafi verið blásið upp að hann hafi nefnt NATO í viðtali við íslenskan fjölmiðil. Hér má sjá viðtalið umdeilda:
Færeyjar Fréttir af flugi Samgöngur NATO Öryggis- og varnarmál Danmörk Tengdar fréttir Vill bjóða NATO að byggja nýjan flugvöll í Færeyjum Borgarstjóri Þórshafnar vill bjóða NATO að byggja nýjan alþjóðaflugvöll í Færeyjum. Hann segir núverandi flugvöll of lítinn til að geta þjónað Færeyingum til framtíðar. 14. maí 2024 22:22 Vill að Færeyjar fái nýjan flugvöll Bæjarstjóri Þórshafnar í Færeyjum, Heðin Mortensen, vill hefja undirbúning að gerð nýs alþjóðaflugvallar í Færeyjum. Ummælin féllu í viðtali við Kringvarpið í vikunni í framhaldi af vandræðum sem fraktflugfélagið FarCargo glímir við að nýta Vogaflugvöll til fiskflutninga með Eysturoy, Boeing 757-þotu félagsins. 29. mars 2024 08:48 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira
Vill bjóða NATO að byggja nýjan flugvöll í Færeyjum Borgarstjóri Þórshafnar vill bjóða NATO að byggja nýjan alþjóðaflugvöll í Færeyjum. Hann segir núverandi flugvöll of lítinn til að geta þjónað Færeyingum til framtíðar. 14. maí 2024 22:22
Vill að Færeyjar fái nýjan flugvöll Bæjarstjóri Þórshafnar í Færeyjum, Heðin Mortensen, vill hefja undirbúning að gerð nýs alþjóðaflugvallar í Færeyjum. Ummælin féllu í viðtali við Kringvarpið í vikunni í framhaldi af vandræðum sem fraktflugfélagið FarCargo glímir við að nýta Vogaflugvöll til fiskflutninga með Eysturoy, Boeing 757-þotu félagsins. 29. mars 2024 08:48