Nýr leikmaður Chelsea sagður vera besti Brassinn síðan Neymar kom fram Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. júní 2024 12:10 Estevao Willian fagnar marki með Palmeiras í bikarleik á móti Botafogo. Getty/Marco Galvão/ Chelsea hefur keypt Estevao Willian frá brasilíska félaginu Palmeiras og það vantar ekki meðmælin úr herbúðum brasilíska félagsins. Chelsea borgar til að byrja með 29 milljónir punda fyrir leikmanninn en svo bætast við bónusar eftir því hvernig hann stendur sig. „Ég hef ekki séð svona leikmann áður,“ sagði Abel Ferreira, þjálfari Palmeiras eftir sigurleik í maí. Þessi virti þjálfari er ekki þekktur fyrir stórar yfirlýsingar en það var ljóst að hann hefur miklar mætur á stráknum. Breska ríkisútvarpið fjallar um strákinn. Chelsea Football Club has agreed a deal to sign teenage forward Estevao Willian from Palmeiras, with the Brazilian to officially join Chelsea next summer. 🤝 pic.twitter.com/SHLVRaD4gi— Chelsea FC (@ChelseaFC) June 22, 2024 Hinn sautján ára gamli Willian hafði þarna tryggt Palmeiras sigur á Botafogo á lokmínútunum í bikarleik félaganna og spilað frábærlega í leiknum. Þessi vinstri vængmaður hefur vakið mikla athygli en Chelsea var í baráttu um hann við Bayern München, Paris Saint-Germain og Manchester City. Chelsea gæti á endanum þurft að borga 52 milljónir punda fyrir hann. Hann kemur þó ekki á Stamford Bridge fyrr en eftir heimsmeistarakeppni félagsliða í júlí á næsta ári. Former World Cup winner with Brazil Branco believes that new Chelsea signing Estevao Willian is the best Brazilian born player he’s seen since Neymar 👊🇧🇷 pic.twitter.com/aDyZq5Ckhc— Talk Chelsea (@talkchelsea) June 21, 2024 Brasilískir táningar eins og Vinicius Jr og Rodrygo hafa farið til Evrópu fyrir stórar upphæðir á síðustu árum. Það var þó talað um hvorugan þeirra eins og er talað um Estevao Willian. Það er tilfinning manna í Brasilíu að þessi sveitastrákur frá Sao Paulo gæti verið sér á báti. „Estevao er besti leikmaðurinn sem hefur komið frá Brasilíu síðan Neymar kom fram. Þegar þú horfir á hann spila þá verður þú strax ástfanginn,“ sagði Joao Paulo Sampaio, yfirmaður knattspyrnuakademíu Palmeiras. „Hann hefur þegar hrifið alla með tækni sinni en eins og var með Neymar á sínum tíma þá á hann eftir að bæta við líkamlega þáttinn. Hann er ekki eins sterkur og Endrick og á því eftir langa leið á því sviði. Það er samt það sem fær fólk til að halda að þakið fyrr hann sé mjög hátt,“ sagði Sampaio. 🚨🔵 Here’s Willian Estevão with family and agent André Cury after signing his Chelsea contract until June 2033.“Congrats to Palmeiras for the biggest sale ever from South America to Europe”, Cury said.⤵️📸 pic.twitter.com/hBIoL1KeRd— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) June 22, 2024 Enski boltinn Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Fótbolti Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Körfubolti Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enski boltinn Fleiri fréttir Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Sjá meira
Chelsea borgar til að byrja með 29 milljónir punda fyrir leikmanninn en svo bætast við bónusar eftir því hvernig hann stendur sig. „Ég hef ekki séð svona leikmann áður,“ sagði Abel Ferreira, þjálfari Palmeiras eftir sigurleik í maí. Þessi virti þjálfari er ekki þekktur fyrir stórar yfirlýsingar en það var ljóst að hann hefur miklar mætur á stráknum. Breska ríkisútvarpið fjallar um strákinn. Chelsea Football Club has agreed a deal to sign teenage forward Estevao Willian from Palmeiras, with the Brazilian to officially join Chelsea next summer. 🤝 pic.twitter.com/SHLVRaD4gi— Chelsea FC (@ChelseaFC) June 22, 2024 Hinn sautján ára gamli Willian hafði þarna tryggt Palmeiras sigur á Botafogo á lokmínútunum í bikarleik félaganna og spilað frábærlega í leiknum. Þessi vinstri vængmaður hefur vakið mikla athygli en Chelsea var í baráttu um hann við Bayern München, Paris Saint-Germain og Manchester City. Chelsea gæti á endanum þurft að borga 52 milljónir punda fyrir hann. Hann kemur þó ekki á Stamford Bridge fyrr en eftir heimsmeistarakeppni félagsliða í júlí á næsta ári. Former World Cup winner with Brazil Branco believes that new Chelsea signing Estevao Willian is the best Brazilian born player he’s seen since Neymar 👊🇧🇷 pic.twitter.com/aDyZq5Ckhc— Talk Chelsea (@talkchelsea) June 21, 2024 Brasilískir táningar eins og Vinicius Jr og Rodrygo hafa farið til Evrópu fyrir stórar upphæðir á síðustu árum. Það var þó talað um hvorugan þeirra eins og er talað um Estevao Willian. Það er tilfinning manna í Brasilíu að þessi sveitastrákur frá Sao Paulo gæti verið sér á báti. „Estevao er besti leikmaðurinn sem hefur komið frá Brasilíu síðan Neymar kom fram. Þegar þú horfir á hann spila þá verður þú strax ástfanginn,“ sagði Joao Paulo Sampaio, yfirmaður knattspyrnuakademíu Palmeiras. „Hann hefur þegar hrifið alla með tækni sinni en eins og var með Neymar á sínum tíma þá á hann eftir að bæta við líkamlega þáttinn. Hann er ekki eins sterkur og Endrick og á því eftir langa leið á því sviði. Það er samt það sem fær fólk til að halda að þakið fyrr hann sé mjög hátt,“ sagði Sampaio. 🚨🔵 Here’s Willian Estevão with family and agent André Cury after signing his Chelsea contract until June 2033.“Congrats to Palmeiras for the biggest sale ever from South America to Europe”, Cury said.⤵️📸 pic.twitter.com/hBIoL1KeRd— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) June 22, 2024
Enski boltinn Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Fótbolti Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Körfubolti Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enski boltinn Fleiri fréttir Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Sjá meira