Innlent

Beit stóran bita úr eyra eftir orða­skak á skemmti­stað

Tómas Arnar Þorláksson skrifar
Líkamsárásin átti sér stað innandyra á skemmtistað í miðbæ Reykjavíkur.
Líkamsárásin átti sér stað innandyra á skemmtistað í miðbæ Reykjavíkur. Vísir/Vilhelm

Tveir karlmenn eru í haldi lögreglu eftir að hafa ráðist á annan mann inni á salerni á skemmtistað á Laugaveginum í miðbæ Reykjavíkur. Átök mannanna hófust með orðaskaki þeirra á milli en endaði á því að einn maðurinn beit hluta úr eyra hins.

Þetta staðfestir Unnar Már Ástþórsson, aðalvarðstjóri lögreglunnar á Hverfisgötu, í samtali við Vísi. Átökin áttu sér stað rétt fyrir klukkan fjögur í nótt. Unnar tekur fram að um líkamsárás sé að ræða þar sem tveir ráðast á einn en ekki slagsmál þeirra á milli.

„Það eru slagsmál þarna þar sem tveir ráðast að einum og enda á því að einn gerandinn bítur í annað eyra þolandans. Hann bítur talsvert stóran bita úr eyranu. Þeir virðist hafa verið að ráðast á hinn með höggum og spörkum sem endar með því að þetta gerist,“ segir hann.

Hann tekur fram að þolandinn sé ekki alvarlega særður fyrir utan á eyra en bætir við að hann sé marinn og aumur. Málið er nú til rannsóknar. 

Veistu meira um málið? Hvar atvikið átti sér stað? Hverjir eiga í hlut? Ertu með myndir af svæðinu? Fréttastofa tekur við ábendingum á netfangið ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×