FHL vann leikinn 6-0 eftir að hafa verið 1-0 yfir í hálfleik. Liðið er nú með sextán stig af 21 mögulegu og tveimur stigum á undan HK sem í öðru sætinu.
FHL og er sameiginlegt lið Fjarðabyggðar, Hattar frá Egilsstöðum og Leiknis frá Fáskrúðsfirði. Liðið gæti unnið sér sæti í Bestu deildinni í fyrsta sinn í sögunni haldi þær áfram á þessari braut.
Grindavík var aðeins þremur stigum á eftir FHL fyrir leikinn en það var bara eitt lið á vellinum í dag.
Emma Hawkins skoraði þrennu í leiknum en hún er markahæsti leikmaðurinn í deildinni og var þarna að skora sitt tíunda mark í sumar. Hún var líka að skora þrennu í öðrum leiknum í röð.
Deja Jaylyn Sandoval kom FHL yfir á 23. mínútu og þannig var staðan í hálfleik.
Samantha Rose Smith bætti við öðru marki í upphafi seinni hálfleiksins og svo var komið að Emmu.
Hún skoraði þriðja markið á 61. mínútu og bætti svo við mörkum á 66. mínútu og á 75. mínútu. Þrenna á korteri.
Siðan sjötta mark FHL var síðan sjálfsmark á 84. mínútu og stórsigur í jöfn.