Eldri borgarar mótmæla gjaldtöku Rafn Ágúst Ragnarsson og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 23. júní 2024 19:58 Ingibjörg Sverrisdóttir er stjórnarformaður Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni. Stöð 2 Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni mótmælir harðlega hugmyndum um að innheimta gjald af eldri borgurum í sundlaugum Reykjavíkurborgar. Ingibjörg Sverrisdóttir, stjórnarformaður Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni, segir þetta bæði vera lýðheilsu- og prinsippmál. Fyrirhuguð gjaldtaka fyrir eldri borgara í sundlaugum Reykjavíkur verður gerð í þeim tilgangi að hirða gjald frá eldri ferðamönnum og bjóða íslenskum eldri borgurum þá upp á árskort á fjögur þúsund krónur. Ingibjörg segir þessar hugmyndir Reykjavíkurborgar afskaplega lélegar. „Sund er virkilega gott fyrir allflesta og þetta er algjört lýðheilsumál. Þetta hefur verið til þessa gjaldfrítt og það er mjög nauðsynlegt að eldri borgarar stundi þessa líkamsrækt og þetta er líka samfélagslega hagkvæmt,“ segir hún. „Svo mér finnst þetta bara afskaplega lélegt af sveitarfélaginu að láta sér það til hugar, við erum búin að hafa ferðamenn í tugi ára og alveg þvílíkan fjölda og það er ekki búið að rukka þá í öll þessi ár, og að láta sér detta til hugar að fara að nota eldri borgara núna til þess að ná inn einhverju gjaldi af ferðamönnum,“ bætir hún við. Fjögur þúsund krónur fyrir árskort kann kannski ekki að virðast há upphæð en Ingibjörg bendir á að á höfuðborgarsvæðinu séu sex sveitarfélög og ákveði hin sveitarfélögin að fara í sömu vegferð og Reykjavíkurborg hyggist gera þá getur upphæðin safnast upp. „Ef fólk er að stunda þetta og fara að hitta vini og vandamenn í öðrum sveitarfélögum og sundlaugum og þá spyr ég mig, hvað með hin sveitarfélögin, eru þau að fara að gera það sama og setja gjald á. Erum við þá að fara að kaupa árskort í sex sveitarfélögum til þess að geta farið og hitt vini,“ segir hún. „Þetta er mjög nauðsynlegt og ég tala nú ekki um fréttaveituna í pottinum,“ segir Ingibjörg. Eldri borgarar Sund Sundlaugar Reykjavík Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Fleiri fréttir Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Sjá meira
Fyrirhuguð gjaldtaka fyrir eldri borgara í sundlaugum Reykjavíkur verður gerð í þeim tilgangi að hirða gjald frá eldri ferðamönnum og bjóða íslenskum eldri borgurum þá upp á árskort á fjögur þúsund krónur. Ingibjörg segir þessar hugmyndir Reykjavíkurborgar afskaplega lélegar. „Sund er virkilega gott fyrir allflesta og þetta er algjört lýðheilsumál. Þetta hefur verið til þessa gjaldfrítt og það er mjög nauðsynlegt að eldri borgarar stundi þessa líkamsrækt og þetta er líka samfélagslega hagkvæmt,“ segir hún. „Svo mér finnst þetta bara afskaplega lélegt af sveitarfélaginu að láta sér það til hugar, við erum búin að hafa ferðamenn í tugi ára og alveg þvílíkan fjölda og það er ekki búið að rukka þá í öll þessi ár, og að láta sér detta til hugar að fara að nota eldri borgara núna til þess að ná inn einhverju gjaldi af ferðamönnum,“ bætir hún við. Fjögur þúsund krónur fyrir árskort kann kannski ekki að virðast há upphæð en Ingibjörg bendir á að á höfuðborgarsvæðinu séu sex sveitarfélög og ákveði hin sveitarfélögin að fara í sömu vegferð og Reykjavíkurborg hyggist gera þá getur upphæðin safnast upp. „Ef fólk er að stunda þetta og fara að hitta vini og vandamenn í öðrum sveitarfélögum og sundlaugum og þá spyr ég mig, hvað með hin sveitarfélögin, eru þau að fara að gera það sama og setja gjald á. Erum við þá að fara að kaupa árskort í sex sveitarfélögum til þess að geta farið og hitt vini,“ segir hún. „Þetta er mjög nauðsynlegt og ég tala nú ekki um fréttaveituna í pottinum,“ segir Ingibjörg.
Eldri borgarar Sund Sundlaugar Reykjavík Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Fleiri fréttir Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Sjá meira