„Þetta er það leiðinlegasta sem maður gerir“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 23. júní 2024 22:04 Rúnar Páll Sigmundsson á hliðarlínunni í leik kvöldsins. Vísir/Diego Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Fylkis, segir að lokatölur í 3-1 tapi gegn FH í kvöld hafi ekki gefið rétta mynd af leik kvöldsins. „Nei, það er alveg hárrétt hjá þér. Bróðurpartinn af þessum leik fannst mér við vera mjög öflugir. Svo þegar við jöfnum í 1-1 hélt ég að við værum að taka þetta,“ sagði Rúnar í leikslok. „Við fáum mjög hættuleg færi sem við nýtum ekki nógu vel. Í fyrri hálfleik fannst mér við vera betri aðilinn og við mættum vel gíraðir í seinni hálfleikinn, gerum fjórar skiptingar og jöfnum leikinn. Fáum svo bara á okkur týpískt mark úr föstu leikatriði. Svo hélt leikurinn áfram og þeir skora þriðja markið og þá fjarar þetta út hjá okkur.“ „Heilt yfir var þetta bara ágætis frammistaða. En þetta er bara það leiðinlegasta sem maður gerir, að tapa fótboltaleikjum. Það venst seint.“ Hann segir það hafa verið eins og að fá blauta tusku í andlitið þegar FH-ingar komust yfir á nýjan leik, aðeins fjórum mínútum eftir að hans menn jöfnuðu metin. „Bara ömurlegt. Síðan kemur þetta þriðja mark bara í kjölsoginu. En það þýðir ekkert að vera að svekkja sig á þessu. Það er bara áfram gakk og næsti leikur.“ Þá segir hann vont að sjá færin sem Fylkismenn misnotuðu í kvöld. „Sindri varði allavega tvisvar sinnum einn á móti markmanni og gerði það vel, en við eigum auðvitað að klára þessi færi. En það er eins og það er, stundum kláraru þetta og stundum ekki. Svona er þetta sport. Þú þarft að nýta þessa möguleika sem þú færð og reyna að forða þessum boltadjöful frá markinu okkar.“ „En við finnum alltaf eitthvað jákvætt. Við reynum bara að byggja á því, það þýðir ekkert annað. Það þýðir ekkert að fara í eitthvað volæði. Það er stutt í næsta leik sem er á móti KR. Við jöfnum okkur á þessu í dag og síðan þurfum við að einbeita okkur að KR á morgun,“ sagði Rúnar að lokum. Besta deild karla Fylkir FH Tengdar fréttir Uppgjör: FH - Fylkir 3-1 | FH-ingar vöknuðu til lífsins á lokamínútunum FH vann sterkan 3-1 sigur er liðið tók á móti Fylki í 11. umferð Bestu-deildar karla í knattspyrnu í kvöld. 23. júní 2024 18:31 Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Fótbolti Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Dagskráin í dag: Fótbolti, körfubolti og keila Sport Martin í hópnum sem gæti skilað Íslandi á EM Körfubolti Amad líklega frá út tímabilið Enski boltinn Fleiri fréttir KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Devine til Blika og má spila í kvöld Fimmtán milljón króna hagnaður hjá KSÍ FH safnaði yfir tveimur milljónum fyrir Píeta samtökin Grótta laus úr banni FIFA Þorri mættur í Stjörnuna og ætlar að vinna titla Herra Fjölnir tekur við Fjölni „Púsluspilið gekk ekki upp“ Víkingar hættir í Lengjubikarnum Ætla að spila í Grindavík: „Ábyrgð mín að koma liðinu heim“ Sif Atla ráðin framkvæmdastjóri Leikmannasamtaka Íslands Andri Rúnar með þrennu fyrir Stjörnuna í kvöld Þorri sagður á heimleið: „Verð þakklátur alla ævina“ Úlfur óvænt rekinn frá Fjölni Framarar fundu strax leið úr skammarkróknum Tvær þrennur í níu marka stórsigri Hrannar með þrennu gegn Þór Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt Sjá meira
„Nei, það er alveg hárrétt hjá þér. Bróðurpartinn af þessum leik fannst mér við vera mjög öflugir. Svo þegar við jöfnum í 1-1 hélt ég að við værum að taka þetta,“ sagði Rúnar í leikslok. „Við fáum mjög hættuleg færi sem við nýtum ekki nógu vel. Í fyrri hálfleik fannst mér við vera betri aðilinn og við mættum vel gíraðir í seinni hálfleikinn, gerum fjórar skiptingar og jöfnum leikinn. Fáum svo bara á okkur týpískt mark úr föstu leikatriði. Svo hélt leikurinn áfram og þeir skora þriðja markið og þá fjarar þetta út hjá okkur.“ „Heilt yfir var þetta bara ágætis frammistaða. En þetta er bara það leiðinlegasta sem maður gerir, að tapa fótboltaleikjum. Það venst seint.“ Hann segir það hafa verið eins og að fá blauta tusku í andlitið þegar FH-ingar komust yfir á nýjan leik, aðeins fjórum mínútum eftir að hans menn jöfnuðu metin. „Bara ömurlegt. Síðan kemur þetta þriðja mark bara í kjölsoginu. En það þýðir ekkert að vera að svekkja sig á þessu. Það er bara áfram gakk og næsti leikur.“ Þá segir hann vont að sjá færin sem Fylkismenn misnotuðu í kvöld. „Sindri varði allavega tvisvar sinnum einn á móti markmanni og gerði það vel, en við eigum auðvitað að klára þessi færi. En það er eins og það er, stundum kláraru þetta og stundum ekki. Svona er þetta sport. Þú þarft að nýta þessa möguleika sem þú færð og reyna að forða þessum boltadjöful frá markinu okkar.“ „En við finnum alltaf eitthvað jákvætt. Við reynum bara að byggja á því, það þýðir ekkert annað. Það þýðir ekkert að fara í eitthvað volæði. Það er stutt í næsta leik sem er á móti KR. Við jöfnum okkur á þessu í dag og síðan þurfum við að einbeita okkur að KR á morgun,“ sagði Rúnar að lokum.
Besta deild karla Fylkir FH Tengdar fréttir Uppgjör: FH - Fylkir 3-1 | FH-ingar vöknuðu til lífsins á lokamínútunum FH vann sterkan 3-1 sigur er liðið tók á móti Fylki í 11. umferð Bestu-deildar karla í knattspyrnu í kvöld. 23. júní 2024 18:31 Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Fótbolti Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Dagskráin í dag: Fótbolti, körfubolti og keila Sport Martin í hópnum sem gæti skilað Íslandi á EM Körfubolti Amad líklega frá út tímabilið Enski boltinn Fleiri fréttir KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Devine til Blika og má spila í kvöld Fimmtán milljón króna hagnaður hjá KSÍ FH safnaði yfir tveimur milljónum fyrir Píeta samtökin Grótta laus úr banni FIFA Þorri mættur í Stjörnuna og ætlar að vinna titla Herra Fjölnir tekur við Fjölni „Púsluspilið gekk ekki upp“ Víkingar hættir í Lengjubikarnum Ætla að spila í Grindavík: „Ábyrgð mín að koma liðinu heim“ Sif Atla ráðin framkvæmdastjóri Leikmannasamtaka Íslands Andri Rúnar með þrennu fyrir Stjörnuna í kvöld Þorri sagður á heimleið: „Verð þakklátur alla ævina“ Úlfur óvænt rekinn frá Fjölni Framarar fundu strax leið úr skammarkróknum Tvær þrennur í níu marka stórsigri Hrannar með þrennu gegn Þór Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt Sjá meira
Uppgjör: FH - Fylkir 3-1 | FH-ingar vöknuðu til lífsins á lokamínútunum FH vann sterkan 3-1 sigur er liðið tók á móti Fylki í 11. umferð Bestu-deildar karla í knattspyrnu í kvöld. 23. júní 2024 18:31