Fótbolti

Varga kinnbeinsbrotinn en líðan hans stöðug

Siggeir Ævarsson skrifar
Barnabas Varga fagnar marki sínu gegn Sviss
Barnabas Varga fagnar marki sínu gegn Sviss vísir/Getty

Óhugnalegt atvik átti sér stað í leik Ungverjalands og Skotlands fyrr í kvöld þegar Barnabas Varga lenti í harkalegu samstuði við Angus Gunn, markvörð Skotlands.

Dómari leiksins kallar á sjúkraliða, Varga liggur meðvitundarlaus á vellinumvísir/Getty

Um sjö mínútna hlé var gert á leiknum en Varga virtist rotast við höggið og lá algjörlega óvígur eftir. Liðsfélagar hans voru snöggir að átta sig á því að ekki væri allt með felldu og kölluðu eftir aðstoð, þó enginn á jafn afgerandi hátt og Dominik Szoboszlai sem dreif sjúkrabörurnar inn á völlinn.

Á meðan að hlúð var að Varga á vellinum var tjald sett upp í kringum hann og myndavélunum beint frá atvikinu. Mátti sjá að áhorfendur voru slegnir og áhyggjufullir en ungverska knattspyrnusambandið hefur staðfest að Varga sé með kominn á sjúkrahús í Stuttgart og líðan hans sé stöðug.

Í samtali við BBC sagði Marco Rossi, þjálfari Ungverjalands, að Varga væri kinnbeinsbrotinn og þyrfti að fara í aðgerð.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×