Öryrkjar í fjötrum fátæktar Svanberg Hreinsson skrifar 24. júní 2024 09:31 Enginn velur það hlutskipti í lífinu að veikjast alvarlega, slasast eða fæðast með fötlun sem hindrar fulla atvinnuþátttöku. Það er ómannúðlegt að dæma þá sem missa heilsuna til að lifa því sem eftir er ævinnar í fátækt. Hæstu mögulegu greiðslur almannatrygginga, 381.065 kr. eftir skatt, fær aðeins lítill hópur öryrkja. Meðalgreiðslur í apríl voru 328.000 kr. fyrir skatt samkvæmt TR. Ljóst er að tæpar 300.000 kr. í ráðstöfunartekjur eftir skatt duga engan veginn til framfærslu á Íslandi nú til dags. Samkvæmt nýrri skýrslu Vörðu, sem unnin var fyrir ÖBÍ, getur meiri hluti fatlaðs fólks ekki mætt óvæntum útgjöldum án lántöku, að minnsta kosti þeir sem hafa enn lánstraust. Leigumarkaðurinn líkist stríðssvæði þar sem barist er um hverja einustu íbúð og verðið hækkar um hver mánaðarmót. Þá hefur matvöruverð hækkað mjög mikið á undanförnu. Fólk getur ekki lifað endalaust á vatni og núðlum, ekki síst foreldrar með börn á framfæri sínu. Rannsóknir sýna að fatlað fólk neitar sér oft um nauðsynjar eins og heilbrigðisþjónustu og jafnvel lágmarksþáttöku í félagslífi vegna fjárskorts. Öryrkjar á Íslandi upplifa myrkan veruleika þar sem örvænting og svartnætti ríkir, ómöguleg fjárhagsstaða og samfélagsleg útskúfun virðist vera það sem framtíðin hefur upp á að bjóða. Fatlað fólk þráir ekkert heitar en að fá tækifæri til að vera virkir þátttakendur í samfélaginu, án þess að vera hlekkjað niður af skerðingum og takmörkunum sem kæfa drauma þeirra og þrár. Tímabært er að hætta þessu fjárhagslega ofbeldi sem fatlað fólk þolir dag eftir dag og tryggja þeim loks skilyrði til að lifa lífi þar sem reisn þeirra og mannhelgi er virt. Aðeins þannig getum við sagt að við búum í réttlátu og mannúðlegu samfélagi. Mahatma Gandhi sagði „sannasti mælikvarði hvers samfélags er hvernig það kemur fram við viðkvæmustu meðlimi sína.“ Höfundur er varaþingmaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svanberg Hreinsson Mest lesið Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Halldór 01.02.2025 Halldór Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Bókvitið verður í askana látið! Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Læknis- og sjúkraþjálfunarfræði fyrir alla Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Birtingarmynd fortíðar í nútímanum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Mun seðlabankastjóri standa við orð sín Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar Skoðun Þegar réttarkerfið bregst – hvað kostar það börnin? Anna María Ingveldur Larsen skrifar Sjá meira
Enginn velur það hlutskipti í lífinu að veikjast alvarlega, slasast eða fæðast með fötlun sem hindrar fulla atvinnuþátttöku. Það er ómannúðlegt að dæma þá sem missa heilsuna til að lifa því sem eftir er ævinnar í fátækt. Hæstu mögulegu greiðslur almannatrygginga, 381.065 kr. eftir skatt, fær aðeins lítill hópur öryrkja. Meðalgreiðslur í apríl voru 328.000 kr. fyrir skatt samkvæmt TR. Ljóst er að tæpar 300.000 kr. í ráðstöfunartekjur eftir skatt duga engan veginn til framfærslu á Íslandi nú til dags. Samkvæmt nýrri skýrslu Vörðu, sem unnin var fyrir ÖBÍ, getur meiri hluti fatlaðs fólks ekki mætt óvæntum útgjöldum án lántöku, að minnsta kosti þeir sem hafa enn lánstraust. Leigumarkaðurinn líkist stríðssvæði þar sem barist er um hverja einustu íbúð og verðið hækkar um hver mánaðarmót. Þá hefur matvöruverð hækkað mjög mikið á undanförnu. Fólk getur ekki lifað endalaust á vatni og núðlum, ekki síst foreldrar með börn á framfæri sínu. Rannsóknir sýna að fatlað fólk neitar sér oft um nauðsynjar eins og heilbrigðisþjónustu og jafnvel lágmarksþáttöku í félagslífi vegna fjárskorts. Öryrkjar á Íslandi upplifa myrkan veruleika þar sem örvænting og svartnætti ríkir, ómöguleg fjárhagsstaða og samfélagsleg útskúfun virðist vera það sem framtíðin hefur upp á að bjóða. Fatlað fólk þráir ekkert heitar en að fá tækifæri til að vera virkir þátttakendur í samfélaginu, án þess að vera hlekkjað niður af skerðingum og takmörkunum sem kæfa drauma þeirra og þrár. Tímabært er að hætta þessu fjárhagslega ofbeldi sem fatlað fólk þolir dag eftir dag og tryggja þeim loks skilyrði til að lifa lífi þar sem reisn þeirra og mannhelgi er virt. Aðeins þannig getum við sagt að við búum í réttlátu og mannúðlegu samfélagi. Mahatma Gandhi sagði „sannasti mælikvarði hvers samfélags er hvernig það kemur fram við viðkvæmustu meðlimi sína.“ Höfundur er varaþingmaður Flokks fólksins.
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun