Hafa áhyggjur af hópamyndun ungra karlmanna Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 24. júní 2024 10:28 Sigríður Björk Guðjónsdóttir er ríkislögreglustjóri. Vísir/Vilhelm Heilt yfir hefur ofbeldisbrotum ungmenna ekki fjölgað hér á landi frá árinu 2007. Hins vegar hefur tilkynningum til lögreglu um alvarleg ofbeldisbrot fjölgað og hafa þau aldrei verið fleiri. Þá hefur lögregla sérstakar áhyggjur af hópamyndun ungmenna og ungra karlmanna í ofbeldismálum. Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýrri skýrslu Embættis ríkislögreglustjóra um ofbeldi barna, stöðuna og áskoranir í málaflokknum líkt og þær birtast í gögnum lögreglu. Í skýrslunni er leitast við að varpa ljósi á ofbeldisbrot barna sem stunda ofbeldis- og áhættuhegðun með neikvæðum afleiðingum á velferð þeirra og þroska. Flest búi við jákvæðar aðstæður Þá er farið yfir tölfræðigögn lögreglu sem tengjast ofbeldi ungmenna auk þess sem rýnt er í önnur útgefin gögn og birtingarmyndir á hagnýtingu barna og ungmenna í skipulagðri brotastarfsemi skoðuð. Fram kemur að flest börn á Íslandi búi við jákvæðar og uppbyggilegar aðstæður og taki virkan þátt í tómstundum, íþróttum og félagsstarfi sem eykur lífsgæði þeirra og framtíðarmöguleika. Ungmenni að störfum í kirkjugörðum Reykjavíkur.Vísir/Vilhelm Meðal helstu niðurstaðna eru þær að tilkynningum um ofbeldisbrot hjá aldurshópnum þrettán til fimmtán ára hafi fjölgað frá 2007. Fjöldi ungmenna sem fremja brot hefur hlutfallslega ekki fjölgað. Fleiri fremja hinsvegar ítrekuð ofbeldisbrot. Börn í hóp með einstaklingum í skipulagðri brotastarfsemi Þá benda gögn lögreglu til þess að börn og ungmenni séu í félagahóp með hópum og einstaklingum í skipulagðri brotastarfsemi þar sem ólögleg starfsemi fer fram. Segir í skýrslunni að lögreglan hafi áhyggjur af hópamyndun ungmenna og ungra karlmanna sem tengjast ofbeldismálum og skipulagðri brotastarfsemi. „Greiningardeild embættis ríkislögreglustjóra bendir á að greiningar þeirra sýni vísbendingar um að ungmenni eru hluti af félagahóp með brotahópum og/eða einstaklingum sem eru virkir þátttakendur í skipulagðri brotastarfsemi,“ segir meðal annars í skýrslunni. Segir að einn áhættuþáttur þegar komi að brotahópum sé sú aðferðafræði að nálgast ungmenni, sem séu einn viðkvæmasti hópur samfélagsins, með það í huga að efla brotastarfsemina. Vegna smæðar þjóðfélagsins hér á landi sjáist afleiðingar af hagnýtingu ungmenna og þeirri aðferðafræði sem brotahópar nýti fyrr en ella. Megi sjá að ungmenni, átján ára og yngri, séu hagnýtt í sölu fíkniefna. Ofbeldi sé beitt gagnvart jafnöldrum og eldri einstaklingum sen tengist fíkniefnamarkaðnium og/eða skipulagðri brotastarfsemi. „Þegar fjallað er um hagnýtingu er átt við þá aðferðafræði brotahópa að þvinga, hóta, kúga eða beita sálrænum blekkingum til að fá sínu framgengt. Gögn lögreglu gefa til kynna að einstaklingar og hópar í skipulagðri brotastarfsemi nálgast börn og ungmenni þar sem líkamsárásir, ofbeldi, hótanir, fíkniefnasala og vopnaburður eru hluti af ólöglegri starfsemi hópana.“ Skýrslan í heild sinni inni á vef Embættis ríkislögreglustjóra. Börn og uppeldi Lögreglumál Vopnaburður barna og ungmenna Ofbeldi barna Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Erlent Fleiri fréttir Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Sjá meira
Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýrri skýrslu Embættis ríkislögreglustjóra um ofbeldi barna, stöðuna og áskoranir í málaflokknum líkt og þær birtast í gögnum lögreglu. Í skýrslunni er leitast við að varpa ljósi á ofbeldisbrot barna sem stunda ofbeldis- og áhættuhegðun með neikvæðum afleiðingum á velferð þeirra og þroska. Flest búi við jákvæðar aðstæður Þá er farið yfir tölfræðigögn lögreglu sem tengjast ofbeldi ungmenna auk þess sem rýnt er í önnur útgefin gögn og birtingarmyndir á hagnýtingu barna og ungmenna í skipulagðri brotastarfsemi skoðuð. Fram kemur að flest börn á Íslandi búi við jákvæðar og uppbyggilegar aðstæður og taki virkan þátt í tómstundum, íþróttum og félagsstarfi sem eykur lífsgæði þeirra og framtíðarmöguleika. Ungmenni að störfum í kirkjugörðum Reykjavíkur.Vísir/Vilhelm Meðal helstu niðurstaðna eru þær að tilkynningum um ofbeldisbrot hjá aldurshópnum þrettán til fimmtán ára hafi fjölgað frá 2007. Fjöldi ungmenna sem fremja brot hefur hlutfallslega ekki fjölgað. Fleiri fremja hinsvegar ítrekuð ofbeldisbrot. Börn í hóp með einstaklingum í skipulagðri brotastarfsemi Þá benda gögn lögreglu til þess að börn og ungmenni séu í félagahóp með hópum og einstaklingum í skipulagðri brotastarfsemi þar sem ólögleg starfsemi fer fram. Segir í skýrslunni að lögreglan hafi áhyggjur af hópamyndun ungmenna og ungra karlmanna sem tengjast ofbeldismálum og skipulagðri brotastarfsemi. „Greiningardeild embættis ríkislögreglustjóra bendir á að greiningar þeirra sýni vísbendingar um að ungmenni eru hluti af félagahóp með brotahópum og/eða einstaklingum sem eru virkir þátttakendur í skipulagðri brotastarfsemi,“ segir meðal annars í skýrslunni. Segir að einn áhættuþáttur þegar komi að brotahópum sé sú aðferðafræði að nálgast ungmenni, sem séu einn viðkvæmasti hópur samfélagsins, með það í huga að efla brotastarfsemina. Vegna smæðar þjóðfélagsins hér á landi sjáist afleiðingar af hagnýtingu ungmenna og þeirri aðferðafræði sem brotahópar nýti fyrr en ella. Megi sjá að ungmenni, átján ára og yngri, séu hagnýtt í sölu fíkniefna. Ofbeldi sé beitt gagnvart jafnöldrum og eldri einstaklingum sen tengist fíkniefnamarkaðnium og/eða skipulagðri brotastarfsemi. „Þegar fjallað er um hagnýtingu er átt við þá aðferðafræði brotahópa að þvinga, hóta, kúga eða beita sálrænum blekkingum til að fá sínu framgengt. Gögn lögreglu gefa til kynna að einstaklingar og hópar í skipulagðri brotastarfsemi nálgast börn og ungmenni þar sem líkamsárásir, ofbeldi, hótanir, fíkniefnasala og vopnaburður eru hluti af ólöglegri starfsemi hópana.“ Skýrslan í heild sinni inni á vef Embættis ríkislögreglustjóra.
Börn og uppeldi Lögreglumál Vopnaburður barna og ungmenna Ofbeldi barna Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Erlent Fleiri fréttir Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Sjá meira