Rahm brjálaður: „Djöfulsins drónar“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 24. júní 2024 14:00 Suðið í drónum truflaði Jon Rahm á LIV-móti um helgina. getty/Matthew Maxey Jon Rahm hefur ekki mikla þolinmæði fyrir drónunum sem er flogið yfir keppnisstöðum á LIV-mótaröðinni í golfi. Á móti í Nashville í gær fóru drónarnir sérstaklega mikið í taugarnar á spænska kylfingnum. Eftir að Rahm sló kúlunni út í vatn á sjöttu holu kenndi hann suðinu í drónunum um. „Á hverju móti. Þetta er óþolandi helvíti. Einmitt þegar ég er að sveifla,“ heyrðist Rahm segja í útsendingunni. „Alltaf þessir djöfulsins drónar,“ bætti Spánverjinn við. Rahm var tveimur höggum á undan forystusauðnum Tyrell Hatton þegar hann sló kúluna í vatnið. Hann lék sjöttu holuna á tveimur höggum yfir pari. Svo fór að Hatton hrósaði sigri á mótinu en Rahm varð að gera sér 3. sætið að góðu. Rahm lék samtals á tólf höggum undir pari en Hatton á nítján höggum undir pari. Mótið í Nashville var fyrsta mótið sem Rahm tekur þátt á eftir að hann dró sig úr keppni á Opna bandaríska meistaramótinu vegna sýkingar í fæti. Golf LIV-mótaröðin Mest lesið Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Handbolti Luke Shaw segist vera „algjörlega niðurbrotinn“ Enski boltinn Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Enski boltinn Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Handbolti Annar leikmaður liðsins sem missir barn á síðustu mánuðum Sport Draumabyrjun hjá Nistelrooy Enski boltinn Skýrsla Vals: Bölvaður Berlínarmúrinn Handbolti Neuer sá rautt og Bayern enn á ný úr leik Fótbolti Rondey rakaði af sér hárið til stuðnings Skúla Körfubolti „Langar svolítið að setja punktinn aftan við þetta mót“ Handbolti Fleiri fréttir Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira
Á móti í Nashville í gær fóru drónarnir sérstaklega mikið í taugarnar á spænska kylfingnum. Eftir að Rahm sló kúlunni út í vatn á sjöttu holu kenndi hann suðinu í drónunum um. „Á hverju móti. Þetta er óþolandi helvíti. Einmitt þegar ég er að sveifla,“ heyrðist Rahm segja í útsendingunni. „Alltaf þessir djöfulsins drónar,“ bætti Spánverjinn við. Rahm var tveimur höggum á undan forystusauðnum Tyrell Hatton þegar hann sló kúluna í vatnið. Hann lék sjöttu holuna á tveimur höggum yfir pari. Svo fór að Hatton hrósaði sigri á mótinu en Rahm varð að gera sér 3. sætið að góðu. Rahm lék samtals á tólf höggum undir pari en Hatton á nítján höggum undir pari. Mótið í Nashville var fyrsta mótið sem Rahm tekur þátt á eftir að hann dró sig úr keppni á Opna bandaríska meistaramótinu vegna sýkingar í fæti.
Golf LIV-mótaröðin Mest lesið Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Handbolti Luke Shaw segist vera „algjörlega niðurbrotinn“ Enski boltinn Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Enski boltinn Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Handbolti Annar leikmaður liðsins sem missir barn á síðustu mánuðum Sport Draumabyrjun hjá Nistelrooy Enski boltinn Skýrsla Vals: Bölvaður Berlínarmúrinn Handbolti Neuer sá rautt og Bayern enn á ný úr leik Fótbolti Rondey rakaði af sér hárið til stuðnings Skúla Körfubolti „Langar svolítið að setja punktinn aftan við þetta mót“ Handbolti Fleiri fréttir Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira