Braut gegn tveimur konum og þremur unglingsstúlkum Jón Þór Stefánsson skrifar 24. júní 2024 18:08 Af þeim fimm brotum sem maðurinn hefur verið dæmdur fyrir á þessu ári áttu þrjú þeirra sér stað í miðbæ Reykjavíkur. Vísir/Vilhelm Karlmaður á fertugsaldri hlaut fjögurra mánaða fangelsisdóm í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrr í þessum mánuði vegna tveggja kynferðisbrota. Sami maður hlaut átta mánaða fangelsisdóm í apríl vegna kynferðisbrota í garð þriggja unglingsstúlkna. Brotin sem maðurinn var sakfelldur fyrir í þessum mánuði áttu sér stað í mars og október á síðasta ári. Annars vegar var hann ákærður fyrir að ganga að glugga, bera kynfæri sín og handleika þau. Kona varð vitni af atvikinu. Hins vegar var honum gefið að sök að spyrja aðra konu hvað klukkan væri og í beinu framhaldi bera kynfæri sín. Samkvæmt heimildum fréttastofu framdi hann fyrra brotið á Háskólatorgi í Háskóla Íslands, en seinna brotið við verslunina Corner Market á Laugavegi. Maðurinn þótti með athæfi sínu hafa sýnt af sér ósiðlegt og lostugt athæfi sem væri til þess fallið að særa blygðunarsemi þeirra sem urðu vitni af framgöngu mannsins. Á sér engar málsbætur Maðurinn neitaði sök, en dómnum þótti framburður hans ótruverðugur og óskýr. Hins vegar þótti framburður kvennanna tveggja trúverðugur. Í dómnum segir að maðurinn hafi brotið gróflega geng réttindum kvennanna tveggja sem voru einar á ferð og áttu sér einskis ills von. Brotavilji mannsins hafi verið sterkur og einbeittur og hann eigi sér engar málsbætur. Líkt og áður segir hlýtur maðurinn fjögurra mánaða fangelsisdóm, og er gert að greiða konunum tveimur 400 þúsund krónur hvorri um sig. Braut gegn þremur unglingsstúlkum Þessi sami maður hlaut dóm í apríl síðastliðnum í Héraðsdómi Reykjavíkur vegna þriggja kynferðisbrota gegn unglingsstúlkum. Eitt þeirra brota var framið í janúar 2021, en þar var manninum gefið að sök að áreita þrettán ára stúlku kynferðislega í anddyri kirkju í Reykjavík. Hann var ákærður fyrir að segja við stúlkuna að hún væri falleg, taka í hönd hennar og kyssa höndina. Þá kyssti hann stúlkuna á munninn, snerti og nuddaði kynfærasvæði hennar utankæða. Síðan spurði hann hana hvort þau ætluðu að gera „þetta“ á eftir. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í báðum málinum.Vísir/Vilhelm Hin tvö brotin áttu sér stað á sama degi í júní 2022, bæði fyrir utan verslun við Austurstræti í Reykjavík. Annars vegar var maðurinn ákærður fyrir að grípa um rass fjórtán ára stúlku og kreista. Og hins vegar fyrir að grípa um kynfærasvæði annarrar fjórtán ára stúlku utanklæða. Maðurinn neitaði jafnframt sök í þessu máli, en dómnum þótti framburður hans óskýr og ótrúverðugur. Maðurinn hlaut átta mánaða fangelsisdóm í því máli, og var gert að greiða stúlkunni í fyrstnefnda málinu sjöhundruð þúsund krónur. Ekki voru lagðar fram miskabótakröfur fyrir hönd hinna tveggja. Lét sér ekki segjast Þess má geta að maðurinn, sem er af erlendu bergi brotinn, hefur áður hlotið dóm á Íslandi fyrir kynferðisbrot. Árið 2022 hlaut hann þriggja mánaða skilorðsbundinn fangelsisdóm í Landsrétti fyrir að teygja sig inn um glugga bíls, strjúka konu sem var inni í bílnum um hendur, læri, baki, læri og mjaðmir, og kyssa hendur hennar. Í dómnum frá því í apríl er minnst á þennan dóm Landsréttar. Hann hafi skömmu fyrir brotin í júní 2022 verið dæmdur í skilorðsbundið fangelsi, lét sér ekki segjast. Dómsmál Kynferðisofbeldi Reykjavík Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Fleiri fréttir „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Sjá meira
Brotin sem maðurinn var sakfelldur fyrir í þessum mánuði áttu sér stað í mars og október á síðasta ári. Annars vegar var hann ákærður fyrir að ganga að glugga, bera kynfæri sín og handleika þau. Kona varð vitni af atvikinu. Hins vegar var honum gefið að sök að spyrja aðra konu hvað klukkan væri og í beinu framhaldi bera kynfæri sín. Samkvæmt heimildum fréttastofu framdi hann fyrra brotið á Háskólatorgi í Háskóla Íslands, en seinna brotið við verslunina Corner Market á Laugavegi. Maðurinn þótti með athæfi sínu hafa sýnt af sér ósiðlegt og lostugt athæfi sem væri til þess fallið að særa blygðunarsemi þeirra sem urðu vitni af framgöngu mannsins. Á sér engar málsbætur Maðurinn neitaði sök, en dómnum þótti framburður hans ótruverðugur og óskýr. Hins vegar þótti framburður kvennanna tveggja trúverðugur. Í dómnum segir að maðurinn hafi brotið gróflega geng réttindum kvennanna tveggja sem voru einar á ferð og áttu sér einskis ills von. Brotavilji mannsins hafi verið sterkur og einbeittur og hann eigi sér engar málsbætur. Líkt og áður segir hlýtur maðurinn fjögurra mánaða fangelsisdóm, og er gert að greiða konunum tveimur 400 þúsund krónur hvorri um sig. Braut gegn þremur unglingsstúlkum Þessi sami maður hlaut dóm í apríl síðastliðnum í Héraðsdómi Reykjavíkur vegna þriggja kynferðisbrota gegn unglingsstúlkum. Eitt þeirra brota var framið í janúar 2021, en þar var manninum gefið að sök að áreita þrettán ára stúlku kynferðislega í anddyri kirkju í Reykjavík. Hann var ákærður fyrir að segja við stúlkuna að hún væri falleg, taka í hönd hennar og kyssa höndina. Þá kyssti hann stúlkuna á munninn, snerti og nuddaði kynfærasvæði hennar utankæða. Síðan spurði hann hana hvort þau ætluðu að gera „þetta“ á eftir. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í báðum málinum.Vísir/Vilhelm Hin tvö brotin áttu sér stað á sama degi í júní 2022, bæði fyrir utan verslun við Austurstræti í Reykjavík. Annars vegar var maðurinn ákærður fyrir að grípa um rass fjórtán ára stúlku og kreista. Og hins vegar fyrir að grípa um kynfærasvæði annarrar fjórtán ára stúlku utanklæða. Maðurinn neitaði jafnframt sök í þessu máli, en dómnum þótti framburður hans óskýr og ótrúverðugur. Maðurinn hlaut átta mánaða fangelsisdóm í því máli, og var gert að greiða stúlkunni í fyrstnefnda málinu sjöhundruð þúsund krónur. Ekki voru lagðar fram miskabótakröfur fyrir hönd hinna tveggja. Lét sér ekki segjast Þess má geta að maðurinn, sem er af erlendu bergi brotinn, hefur áður hlotið dóm á Íslandi fyrir kynferðisbrot. Árið 2022 hlaut hann þriggja mánaða skilorðsbundinn fangelsisdóm í Landsrétti fyrir að teygja sig inn um glugga bíls, strjúka konu sem var inni í bílnum um hendur, læri, baki, læri og mjaðmir, og kyssa hendur hennar. Í dómnum frá því í apríl er minnst á þennan dóm Landsréttar. Hann hafi skömmu fyrir brotin í júní 2022 verið dæmdur í skilorðsbundið fangelsi, lét sér ekki segjast.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Reykjavík Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Fleiri fréttir „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Sjá meira