„Fólk er bara orðið hrætt um börnin sín“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 24. júní 2024 21:04 Helga Björg Heiðdal, íbúi í Laugardal og eigandi kattarins Lítils sem fannst dauður um helgina. Hún telur víst að hundar hafi banað honum. Vísir/bjarni Íbúi í Laugardal, sem telur að veiðihundar í hverfinu hafi drepið köttinn hennar, segir íbúa dauðhrædda við hundana og langþreytta á lausagöngu þeirra. Hún var fyrir tilviljun á vettvangi í gær þegar Dýraþjónusta Reykjavíkur sótti hundana, sem þá gengu lausir enn einu sinni. Hundarnir, veiðihundar af ungversku tegundinni Viszla, komust í fréttir nú um helgina vegna gruns um að þrír þeirra hefðu drepið kött. Myndin sem fylgir fréttinni, þar sem kötturinn Litli sést liggja dauður í götunni, er tekin á horni Sundlaugavegar og Laugarnesvegar á fimmtudag. Við hittum Helgu Björgu Heiðdal, eiganda kattarins Litla, þar á horninu í dag. Hvernig varð þér við að sjá þessa mynd? „Konan sem tók hana varaði mig við henni. Hana langaði ekkert að senda mér hana. Og maður veit ekkert hvað gerðist eða hvað hann þurfti að upplifa áður en hann drapst,“ segir Helga. Dýraþjónusta Reykjavíkur sótti hundana sem gengu lausir í Laugardalnum í gær.Tinna Bjarnadóttir Ógnandi hegðun Rétt er þó að taka fram að ekki er sannað að hundarnir hafi drepið köttinn. Vitni segist einungis hafa séð þá með hann dauðan í kjaftinum. En Helga telur að hundarnir eigi sannarlega sökina, ekki síst í ljósi þess að grunur hefur áður kviknað um að hundar sömu eigenda hafi ráðist á og drepið ketti. Íbúar í hverfinu hafa lýst miklum áhyggjum af lausagöngu hundanna, á samfélagsmiðlum og í samtali við fréttastofu, og segja hana langvarandi vandamál. Sumir lýsa því að hundarnir hafi sýnt af sér ógnandi hegðun í garð fólks, annarra hunda og katta. Aðrir hafa beinlínis bannað börnum sínum að ganga götuna sem hundarnir búa við eða leika sér þar í nágrenninu. „Fólk er bara orðið hrætt um börnin sín og önnur dýr sem er náttúrulega bara ógeðslega leiðinlegt,“ segir Helga. Rauk á eftir hundunum Hundarnir þrír fóru svo enn einu sinni á flakk í gær og Dýraþjónusta Reykjavíkur er nú með tvo þeirra í haldi, eftir að vegfarendur handsömuðu þá. Þar á meðal var Helga sjálf. Þú ert bara heima hjá þér í gær þegar þú sérð hundana út um gluggann? „Ég sé þá lausa út um gluggann fyrir einhverja fáránlega slysni og ákveð bara að fara á eftir þeim,“ segir Helga. „Þeir voru mjög æstir. Við hefðum ekki náð þeim ef við hefðum ekki verið með mat. Þeir hlupu út um allt og fundu einmitt einhverja kisu, eltu þarna einhvern kött. Og bara greyið þessir hundar, því miður þá litu þeir ekki vel út.“ Dýraþjónustan fer nú með mál hundanna, í samstarfi við MAST og Heilbrigðiseftirlitið. Eigandi hundanna vildi ekki tjá sig um málið við fréttastofu í dag. Dýr Dýraheilbrigði Reykjavík Hundar Tengdar fréttir Tveir veiðihundar í haldi Dýraþjónustunnar Dýraþjónusta Reykjavíkur sótti í gær tvo hunda sem gengu lausir í Laugardalnum í Reykjavík. Hundar af sömu tegund og frá sama eiganda eru grunaðir um að hafa drepið kött í hverfinu í síðustu viku. 24. júní 2024 12:54 Veiðihundar í Laugardal grunaðir um að hafa banað ketti Dýraþjónusta Reykjavíkur er nú með til skoðunar mál þriggja veiðihunda, ungverskra viszla, í Laugardal í Reykjavík. Hundarnir eru grunaðir um að hafa drepið heimiliskött á fimmtudaginn síðasta. Sömu hundar eru grunaðir um að hafa drepið tvo ketti áður. 23. júní 2024 11:28 Mest lesið „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Erlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Innlent Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Innlent Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Festist undir þili milli klósettbása en slapp með sært stolt Innlent Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Innlent Fleiri fréttir Fundu heitt vatn á Kjalarnesi og Geldingarnesi Sá hvítt eftir árás með járnkarli Brugðist við vaxtalækkun: „Ævintýralegur halli“ og „verðbólga í frjálsu falli“ Samþykktu að strætó stoppi við Egilsstaðaflugvöll Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Festist undir þili milli klósettbása en slapp með sært stolt „Það var reitt hátt til höggs“ Skallaði lögreglumann sem hugðist hafa af honum afskipti Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Segist vita hver vó Geirfinn Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Vita ekki hvað fór úrskeiðis Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands „Klassískt dæmi“ um sérhagsmunagæslu Framsóknar og Sjálfstæðisflokks Sérhagsmunagæsla, lykildagar og bókaormar í beinni Málglaðasti þingmaðurinn talaði í þrjá og hálfan sólarhring Bein útsending: Kosningafundur Flugmálafélags Íslands Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Ólíklegt að gjósi í nóvember Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Sjá meira
Hundarnir, veiðihundar af ungversku tegundinni Viszla, komust í fréttir nú um helgina vegna gruns um að þrír þeirra hefðu drepið kött. Myndin sem fylgir fréttinni, þar sem kötturinn Litli sést liggja dauður í götunni, er tekin á horni Sundlaugavegar og Laugarnesvegar á fimmtudag. Við hittum Helgu Björgu Heiðdal, eiganda kattarins Litla, þar á horninu í dag. Hvernig varð þér við að sjá þessa mynd? „Konan sem tók hana varaði mig við henni. Hana langaði ekkert að senda mér hana. Og maður veit ekkert hvað gerðist eða hvað hann þurfti að upplifa áður en hann drapst,“ segir Helga. Dýraþjónusta Reykjavíkur sótti hundana sem gengu lausir í Laugardalnum í gær.Tinna Bjarnadóttir Ógnandi hegðun Rétt er þó að taka fram að ekki er sannað að hundarnir hafi drepið köttinn. Vitni segist einungis hafa séð þá með hann dauðan í kjaftinum. En Helga telur að hundarnir eigi sannarlega sökina, ekki síst í ljósi þess að grunur hefur áður kviknað um að hundar sömu eigenda hafi ráðist á og drepið ketti. Íbúar í hverfinu hafa lýst miklum áhyggjum af lausagöngu hundanna, á samfélagsmiðlum og í samtali við fréttastofu, og segja hana langvarandi vandamál. Sumir lýsa því að hundarnir hafi sýnt af sér ógnandi hegðun í garð fólks, annarra hunda og katta. Aðrir hafa beinlínis bannað börnum sínum að ganga götuna sem hundarnir búa við eða leika sér þar í nágrenninu. „Fólk er bara orðið hrætt um börnin sín og önnur dýr sem er náttúrulega bara ógeðslega leiðinlegt,“ segir Helga. Rauk á eftir hundunum Hundarnir þrír fóru svo enn einu sinni á flakk í gær og Dýraþjónusta Reykjavíkur er nú með tvo þeirra í haldi, eftir að vegfarendur handsömuðu þá. Þar á meðal var Helga sjálf. Þú ert bara heima hjá þér í gær þegar þú sérð hundana út um gluggann? „Ég sé þá lausa út um gluggann fyrir einhverja fáránlega slysni og ákveð bara að fara á eftir þeim,“ segir Helga. „Þeir voru mjög æstir. Við hefðum ekki náð þeim ef við hefðum ekki verið með mat. Þeir hlupu út um allt og fundu einmitt einhverja kisu, eltu þarna einhvern kött. Og bara greyið þessir hundar, því miður þá litu þeir ekki vel út.“ Dýraþjónustan fer nú með mál hundanna, í samstarfi við MAST og Heilbrigðiseftirlitið. Eigandi hundanna vildi ekki tjá sig um málið við fréttastofu í dag.
Dýr Dýraheilbrigði Reykjavík Hundar Tengdar fréttir Tveir veiðihundar í haldi Dýraþjónustunnar Dýraþjónusta Reykjavíkur sótti í gær tvo hunda sem gengu lausir í Laugardalnum í Reykjavík. Hundar af sömu tegund og frá sama eiganda eru grunaðir um að hafa drepið kött í hverfinu í síðustu viku. 24. júní 2024 12:54 Veiðihundar í Laugardal grunaðir um að hafa banað ketti Dýraþjónusta Reykjavíkur er nú með til skoðunar mál þriggja veiðihunda, ungverskra viszla, í Laugardal í Reykjavík. Hundarnir eru grunaðir um að hafa drepið heimiliskött á fimmtudaginn síðasta. Sömu hundar eru grunaðir um að hafa drepið tvo ketti áður. 23. júní 2024 11:28 Mest lesið „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Erlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Innlent Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Innlent Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Festist undir þili milli klósettbása en slapp með sært stolt Innlent Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Innlent Fleiri fréttir Fundu heitt vatn á Kjalarnesi og Geldingarnesi Sá hvítt eftir árás með járnkarli Brugðist við vaxtalækkun: „Ævintýralegur halli“ og „verðbólga í frjálsu falli“ Samþykktu að strætó stoppi við Egilsstaðaflugvöll Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Festist undir þili milli klósettbása en slapp með sært stolt „Það var reitt hátt til höggs“ Skallaði lögreglumann sem hugðist hafa af honum afskipti Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Segist vita hver vó Geirfinn Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Vita ekki hvað fór úrskeiðis Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands „Klassískt dæmi“ um sérhagsmunagæslu Framsóknar og Sjálfstæðisflokks Sérhagsmunagæsla, lykildagar og bókaormar í beinni Málglaðasti þingmaðurinn talaði í þrjá og hálfan sólarhring Bein útsending: Kosningafundur Flugmálafélags Íslands Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Ólíklegt að gjósi í nóvember Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Sjá meira
Tveir veiðihundar í haldi Dýraþjónustunnar Dýraþjónusta Reykjavíkur sótti í gær tvo hunda sem gengu lausir í Laugardalnum í Reykjavík. Hundar af sömu tegund og frá sama eiganda eru grunaðir um að hafa drepið kött í hverfinu í síðustu viku. 24. júní 2024 12:54
Veiðihundar í Laugardal grunaðir um að hafa banað ketti Dýraþjónusta Reykjavíkur er nú með til skoðunar mál þriggja veiðihunda, ungverskra viszla, í Laugardal í Reykjavík. Hundarnir eru grunaðir um að hafa drepið heimiliskött á fimmtudaginn síðasta. Sömu hundar eru grunaðir um að hafa drepið tvo ketti áður. 23. júní 2024 11:28