Góð samskipti við börn besta forvörnin Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 24. júní 2024 21:03 Vísir/Bjarni Afbrotafræðingur segir að ákveðin hugmyndafræði sé ríkjandi meðal ungmenna sem virðist réttlæta það að beita ofbeldi við minnsta tækifæri. Góð samskipti við börn sé besta forvörnin. „Þetta er vönduð skýrsla og niðurstöðurnar eru að mörgu leiti jákvæðar“, segir Helgi Gunnlaugsson, prófessor í afbrotafræði við Háskóla Íslands, aðspurður um viðbrögð við nýúkominni skýrslu ríkislögreglustjóra um ofbeldi meðal ungmenna. „Við sjáum ekki aukningu ofbeldisbrota ungmenna á síðustu árum eða áratugum. En það eru ákveðin áhyggjumerki þegar við skoðum skýrsluna grannt, það virðist vera að það sé í yngsta aldurshópnum, merki um ítrekuð, alvarleg ofbeldisbrot meðal tiltölulegra fámennra hópa.“ Helgi segir að þarna virðist vera um hópa- eða jafnvel gengjamyndum að ræða, þar sem hugmyndafræðin sé á þá leið að ofbeldi sé réttlætanlegt við tilteknar aðstæður. „Jafnvel við minnstu ögrun þá sé réttlætanlegt að beita ofbeldi ef manni er að einhverju leiti ögrað eða virðingunni misboðið. Þá sé réttlætanlegt að beita ofbeldi, jafnvel alvarlegu ofbeldi.“ Ástæðan fyrir því að við höfum þessa hópa og sjáum merki um þetta ofbeldi er í raun fyrst og fremst einhverskonar vanræksla eða tengslaleysi. Áhyggjur eru uppi af ofbeldismyndböndum og aðgöngum sem eru í umferð á samfélagsmiðlum á Íslandi. Þar hafa verið birt myndbönd af grófum slagsmálum þar sem unglingar standa jafnvel aðgerðarlausir í kring eða hvetja gerendur til dáða. „Einstaklingar og hópar sem eru vanræktir eru mjög berskjaldaðir fyrir samfélagsmiðlum, fyrirmyndum þaðan og menningunni sem oft er þar á ferðinni og getur verið að setja ofbeldi í jákvætt ljós, segir Helgi. „ Það eru akkúrat þessir hópar sem eru kannski viðkvæmastir fyrir samfélagsmiðlunum og ofbeldisefni sem þaðan kemur.“ Það besta sem foreldrar og forráðamenn geti gert er að sögn Helga að eiga í góðum samskiptum við börn sín og eiga trúnaðarsamband. Að vita hvar börnin eru, fylgjast með þeim, vera með þeim. Það er þetta sem skiptir lykilmáli, að þekkja barnið þitt. Börn og uppeldi Lögreglumál Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Réttindalausir stútar á ferðinni Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Fleiri fréttir Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Sjá meira
„Þetta er vönduð skýrsla og niðurstöðurnar eru að mörgu leiti jákvæðar“, segir Helgi Gunnlaugsson, prófessor í afbrotafræði við Háskóla Íslands, aðspurður um viðbrögð við nýúkominni skýrslu ríkislögreglustjóra um ofbeldi meðal ungmenna. „Við sjáum ekki aukningu ofbeldisbrota ungmenna á síðustu árum eða áratugum. En það eru ákveðin áhyggjumerki þegar við skoðum skýrsluna grannt, það virðist vera að það sé í yngsta aldurshópnum, merki um ítrekuð, alvarleg ofbeldisbrot meðal tiltölulegra fámennra hópa.“ Helgi segir að þarna virðist vera um hópa- eða jafnvel gengjamyndum að ræða, þar sem hugmyndafræðin sé á þá leið að ofbeldi sé réttlætanlegt við tilteknar aðstæður. „Jafnvel við minnstu ögrun þá sé réttlætanlegt að beita ofbeldi ef manni er að einhverju leiti ögrað eða virðingunni misboðið. Þá sé réttlætanlegt að beita ofbeldi, jafnvel alvarlegu ofbeldi.“ Ástæðan fyrir því að við höfum þessa hópa og sjáum merki um þetta ofbeldi er í raun fyrst og fremst einhverskonar vanræksla eða tengslaleysi. Áhyggjur eru uppi af ofbeldismyndböndum og aðgöngum sem eru í umferð á samfélagsmiðlum á Íslandi. Þar hafa verið birt myndbönd af grófum slagsmálum þar sem unglingar standa jafnvel aðgerðarlausir í kring eða hvetja gerendur til dáða. „Einstaklingar og hópar sem eru vanræktir eru mjög berskjaldaðir fyrir samfélagsmiðlum, fyrirmyndum þaðan og menningunni sem oft er þar á ferðinni og getur verið að setja ofbeldi í jákvætt ljós, segir Helgi. „ Það eru akkúrat þessir hópar sem eru kannski viðkvæmastir fyrir samfélagsmiðlunum og ofbeldisefni sem þaðan kemur.“ Það besta sem foreldrar og forráðamenn geti gert er að sögn Helga að eiga í góðum samskiptum við börn sín og eiga trúnaðarsamband. Að vita hvar börnin eru, fylgjast með þeim, vera með þeim. Það er þetta sem skiptir lykilmáli, að þekkja barnið þitt.
Börn og uppeldi Lögreglumál Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Réttindalausir stútar á ferðinni Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Fleiri fréttir Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Sjá meira