Í frétt breska ríkisútvarpsins segir að kínverskir vísindamenn hafi beðið spenntir eftir sýnunum, enda séu vonir bundnar við að þau geti varpað ljósi á það hvernig plánetur verða til.
Þá segir að lending á fjarhlið tunglsins sé tæknilega erfið vegna fjölda stórra gíga þar og skorti á flötu yfirborði.
Chang'e 6 hafi verið skotið á loft snemma í maí og lent í gíg nálægt suðurpól tungslins nokkrum vikum síðar.
Þar hafi bor og vélarmi verið beitt til þess að safna saman sýnum og steinum, myndir hafi verið teknar og kínverskur fáni auðvitað dreginn að húni.