Ætla ekki að greiða lausnargjald og loka fyrir erlenda umferð Vésteinn Örn Pétursson skrifar 25. júní 2024 06:46 Morgunblaðið og fylgitungl þess eru til húsa í Hádegismóum. Vísir/Egill Lokað hefur verið fyrir erlenda umferð um vef Morgunblaðsins vegna tölvuárásarinnar sem framin var um helgina. Aðstoðarritstjóri segir ekki koma til greina að greiða árásarmönnunum lausnargjald fyrir gögn sem þeir hafa í gíslingu. Þetta kemur fram á vef Ríkisútvarpsins. Tölvuárásin var gerð síðdegis á sunnudag, og olli því að mbl.is, vefur Morgunblaðsins, lá niðri í nokkrar klukkustundir. Þá stöðvuðust útsendingar útvarpsstöðvarinnar K100, auk þess sem fleiri kerfi útgáfufélagsins Árvakurs lágu niðri. Ríkisútvarpið hefur eftir Guðmundi Arnari Sigmundssyni, forstöðumanni netöryggissveitarinnar Cert-is, að lokað hefði verið fyrir erlenda umferð um vefinn, sem væri algengt ráð til að verjast svokölluðum álagsárásum. Slíkar árásir ganga út á að búa til álag á vefsíður til þess að gera þær óvirkar. Þá er haft eftir Karli Blöndal, aðstoðarritstjóra Morgunblaðisins, að ekki komi til greina að greiða tölvuþrjótum á vegum rússneska hakkarahópsins Akira lausnargjald fyrir gögn í gíslingu. Hann hafi ekki viljað staðfesta hvort þrjótarnir hefðu haft uppi slíka kröfu. „Ég vil ekkert fara út í það. Það eina sem ég vil segja að þetta eru náttúrulega óþokkar og þrjótar,“ hefur RÚV eftir Karli. Fjölmiðlar Netöryggi Tölvuárásir Tengdar fréttir Ætla megi að gögn fórnarlamba rati til rússnesku leyniþjónustunnar Það er kraftaverki líkast að tekist hafi að gefa út Morgunblaðið í dag eftir alvarlega tölvuárás í gær að mati aðstoðarritstjóra. Hópurinn á bak við árásina er skæður á alþjóðavettvangi og ætla má að gögn sem þrjótarnir komast yfir í árásum sínum rati í hendur rússnesku leyniþjónustunnar að sögn lektors í tölvunarfræði við Háskólann í Reykjavík. 24. júní 2024 20:01 „Árás á frjálsan fjölmiðil er atlaga að lýðræðinu“ Stjórn Blaðamannafélagsins vill að yfirvöld rannsaki netárásar á miðla Árvakurs í gær. Gera þurfi ráðstafanir til að verja mikilvæga samfélagslega innviði á borð við fréttamiðla. 24. júní 2024 16:29 „Mikið þrekvirki“ að koma Morgunblaðinu út í morgun Árvakur er fjórða fórnarlamb rússneska netglæpahópsins Akira á Íslandi á skömmum tíma. Hópurinn virðist komast upp með að stunda glæpastarfsemi sína óáreittur í Rússlandi að sögn netöryggissérfræðings. Árásin sem gerð var á Árvakur í gær er litin grafalvarlegum augum og litlu mátti muna að Morgunblaðið kæmi ekki út í morgun, sem sjaldan eða aldrei hefur gerst í yfir hundrað ára sögu blaðsins að sögn aðstoðarritstjóra. 24. júní 2024 12:48 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Fleiri fréttir Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Sjá meira
Þetta kemur fram á vef Ríkisútvarpsins. Tölvuárásin var gerð síðdegis á sunnudag, og olli því að mbl.is, vefur Morgunblaðsins, lá niðri í nokkrar klukkustundir. Þá stöðvuðust útsendingar útvarpsstöðvarinnar K100, auk þess sem fleiri kerfi útgáfufélagsins Árvakurs lágu niðri. Ríkisútvarpið hefur eftir Guðmundi Arnari Sigmundssyni, forstöðumanni netöryggissveitarinnar Cert-is, að lokað hefði verið fyrir erlenda umferð um vefinn, sem væri algengt ráð til að verjast svokölluðum álagsárásum. Slíkar árásir ganga út á að búa til álag á vefsíður til þess að gera þær óvirkar. Þá er haft eftir Karli Blöndal, aðstoðarritstjóra Morgunblaðisins, að ekki komi til greina að greiða tölvuþrjótum á vegum rússneska hakkarahópsins Akira lausnargjald fyrir gögn í gíslingu. Hann hafi ekki viljað staðfesta hvort þrjótarnir hefðu haft uppi slíka kröfu. „Ég vil ekkert fara út í það. Það eina sem ég vil segja að þetta eru náttúrulega óþokkar og þrjótar,“ hefur RÚV eftir Karli.
Fjölmiðlar Netöryggi Tölvuárásir Tengdar fréttir Ætla megi að gögn fórnarlamba rati til rússnesku leyniþjónustunnar Það er kraftaverki líkast að tekist hafi að gefa út Morgunblaðið í dag eftir alvarlega tölvuárás í gær að mati aðstoðarritstjóra. Hópurinn á bak við árásina er skæður á alþjóðavettvangi og ætla má að gögn sem þrjótarnir komast yfir í árásum sínum rati í hendur rússnesku leyniþjónustunnar að sögn lektors í tölvunarfræði við Háskólann í Reykjavík. 24. júní 2024 20:01 „Árás á frjálsan fjölmiðil er atlaga að lýðræðinu“ Stjórn Blaðamannafélagsins vill að yfirvöld rannsaki netárásar á miðla Árvakurs í gær. Gera þurfi ráðstafanir til að verja mikilvæga samfélagslega innviði á borð við fréttamiðla. 24. júní 2024 16:29 „Mikið þrekvirki“ að koma Morgunblaðinu út í morgun Árvakur er fjórða fórnarlamb rússneska netglæpahópsins Akira á Íslandi á skömmum tíma. Hópurinn virðist komast upp með að stunda glæpastarfsemi sína óáreittur í Rússlandi að sögn netöryggissérfræðings. Árásin sem gerð var á Árvakur í gær er litin grafalvarlegum augum og litlu mátti muna að Morgunblaðið kæmi ekki út í morgun, sem sjaldan eða aldrei hefur gerst í yfir hundrað ára sögu blaðsins að sögn aðstoðarritstjóra. 24. júní 2024 12:48 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Fleiri fréttir Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Sjá meira
Ætla megi að gögn fórnarlamba rati til rússnesku leyniþjónustunnar Það er kraftaverki líkast að tekist hafi að gefa út Morgunblaðið í dag eftir alvarlega tölvuárás í gær að mati aðstoðarritstjóra. Hópurinn á bak við árásina er skæður á alþjóðavettvangi og ætla má að gögn sem þrjótarnir komast yfir í árásum sínum rati í hendur rússnesku leyniþjónustunnar að sögn lektors í tölvunarfræði við Háskólann í Reykjavík. 24. júní 2024 20:01
„Árás á frjálsan fjölmiðil er atlaga að lýðræðinu“ Stjórn Blaðamannafélagsins vill að yfirvöld rannsaki netárásar á miðla Árvakurs í gær. Gera þurfi ráðstafanir til að verja mikilvæga samfélagslega innviði á borð við fréttamiðla. 24. júní 2024 16:29
„Mikið þrekvirki“ að koma Morgunblaðinu út í morgun Árvakur er fjórða fórnarlamb rússneska netglæpahópsins Akira á Íslandi á skömmum tíma. Hópurinn virðist komast upp með að stunda glæpastarfsemi sína óáreittur í Rússlandi að sögn netöryggissérfræðings. Árásin sem gerð var á Árvakur í gær er litin grafalvarlegum augum og litlu mátti muna að Morgunblaðið kæmi ekki út í morgun, sem sjaldan eða aldrei hefur gerst í yfir hundrað ára sögu blaðsins að sögn aðstoðarritstjóra. 24. júní 2024 12:48