Margrét Mist hjá Regn segir að tískugleðin hafi verið við völd.
„Við fengum vel valda aðila í lið með okkur til að setja upp bása og selja fötin sín. Úrvalið var frábært og gátu gestir og gangandi nælt sér í fjölbreyttar vörur, allt frá Gucci og Burberry yfir í eldri fatnað og íslenska hönnun. Kaup og sölur fóru í gegnum Regn forritið sem gekk eins og í sögu.
Fatamarkaðurinn stóð yfir laugardag og sunnudag og voru nýir seljendur og vörur báða dagana og því stöðugt flæði af nýjungum.“
Plötusnúðurinn Elísa þeytti skífum og bauð upp á alvöru tískupartý.
„Þetta var fullkomið tilefni til að skella sér í miðbæinn en stemningin var frábær þar sem gestir spjölluðu, fengu sér bolla eða bjór og versluðu elskuð föt. Við hlökkum til að endurtaka leikinn von bráðar.“
Hér má sjá skvísumyndir frá viðburðinum:



















