Erlent

Gerðu á­rásir á tvo skóla og heimili fjöl­skyldu Haniyeh

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Heilbrigðisyfirvöld á Gasa segja 45 hafa látist í árásum Ísraela bara í dag.
Heilbrigðisyfirvöld á Gasa segja 45 hafa látist í árásum Ísraela bara í dag. AP

Minnst 24 Palestínumenn létust í þremur loftárásum Ísraelshers á Gasa í nótt og í morgun. Þá hefur herinn aukið hernað sinn í Rafah-borg og sprengt heimili í loft upp. 

Heilbrigðisyfirvöld á Gasa tilkynntu að fjórtán hafi látist þegar Ísraelsher sprengdi upp tvo skóla í Gasaborg í nótt. Síðar hafi tíu látist þegar herinn sprengdi upp hús í Shati flóttamannabúðunum skömmu eftir. 

Í húsinu bjó stórfjölskylda pólitíska Hamas-leiðtogans Ismail Haniyeh, sem áður var forsætisráðherra palestínsku heimastjórnarinnar en er nú búsettur í Katar. 

Þá tilkynntu heilbrigðisyfirvöld á Gasa að sjö hafi látist í sprenginum Ísraelshers á tjaldbúðir í borginni Khan Younis. Í heildina hafi 45 látist á Gasasvæðinu bara í dag. 

Ísraelsher lýsti því yfir að Hamas-liðar sem tekið hafa þátt í árásum á Ísrael hafi verið skotmörk árása næturinnar. Samtökin haldi til í skólum og sjúkrahúsum til að verja sig frá árásum Ísraelshers.

Hamas-samtökin hafa hafnað því að þau notist við skóla eða sjúkrahús undir hernaðaraðgerðir. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×