Skerðingargildra eldra fólks Viðar Eggertsson skrifar 25. júní 2024 18:02 Hið árlega uppgjör við eldra fólk er nú komið af hálfu almannatrygginga sem byggist á skattframtali ársins 2023. Eins og síðustu verðbólguár þá kemur í ljós að þúsundir skulda Tryggingastofnun vegna ofgreidds ellilífeyris síðasta ár. Langoftast er þetta vegna þess að fólk hefur vanáætlað fjármagnstekjur síðasta verðbólguárs. Ég kalla þetta „verðbólguár“ því þegar verðbólga ríkir eins og hefur verið hér síðustu ár þá eru innlánsvextir af sparifé hærri en ella og skila því hærri ávöxtun í krónum talið, en eru þó yfirleitt neikvæðir vextir samt. Á heimasíðu TR segir: „Endurútreikningur á lífeyrisgreiðslum þínum frá Tryggingastofnum fer almennt fram í lok maí eftir skil á skattframtali. Þá er farið yfir hvort þú hafir fengið rétt greitt frá TR á síðasta ári miðað við þín réttindi.“ Það er nánast útilokað fyrir fólk að sjá fyrir fram þegar það gerir tekjuáætlun sem skilað er inn til TR í upphafi árs hverjar fjármagnstekjur verða í lok árs af venjulegum sparireikningum. Þessir neikvæðu vextir af venjulegum sparnaði valda því nú, eins og svo oft áður, að við uppgjör ársins 2023 eru þúsundir ellilífeyristaka í skuld við Tryggingastofnun ríkisins og ellilífeyrir þeirra verður skertur frá 1. september nk. þar til meint skuld er uppgreidd. Hér er um að ræða venjulegan sparnað eldra fólks sem það hefur sér til halds og trausts ef það þarf að mæta óvæntum útgjöldum eins og fara gerir. Enda geta óvænt útgjöld vegna ýmissa brýnna mála sett afkomu eldra fólks í uppnám því oft má lítið út af bregða til að svo verði, því fjöldi eldri borgara býr við skertari afkomumöguleika en fólk sem enn er á vinnumarkaði. Í skattalöggjöfinni er viðurkennt að ávöxtun af venjulegum sparireikningum getur verið neikvæð þótt þeir skili einhverjum krónum. Því er frítekjumark fjármagnstekna í skattalöggjöfinni 300.000 kr. á ári. Þessa frítekjumarks njóta allir að sjálfsögðu. En þegar kemur að almannatryggingum er ekkert slíkt frítekjumark. Þar er hver einasta króna af neikvæðum vöxtum sparireikninga talin til tekna og kemur til fullrar skerðingar á ellilífeyri frá TR. Eldri borgarar greiða eins og aðrir 22% fjármagnstekjuskatt sem yfirleitt er innheimtur af bönkum og öðrum fjármálastofnunum í lok hvers árs. Þegar staðfest skattskýrsla liggur fyrir greiðir skatturinn til baka oftekinn fjármagnstekjuskatt upp að 300.000 kr. en þessi sama upphæð kemur af fullum þunga til skerðingar á ellilífeyri því þar er ekkert frítekjumark. Það er brýnt réttlætismál að lög um almannatryggingar og skattalög verði samræmd þannig að frítekjumark vegna fjármagnstekna verði einnig 300.000 kr. í lögum um almannatryggingar eins og er vegna fjármagnstekjuskatts. Eldra fólk getur ekki beðið lengur eftir réttlæti! Höfundur er leikstjóri og varaþingmaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Viðar Eggertsson Eldri borgarar Lífeyrissjóðir Mest lesið Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Gerum betur Hilmar Björnsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Hið árlega uppgjör við eldra fólk er nú komið af hálfu almannatrygginga sem byggist á skattframtali ársins 2023. Eins og síðustu verðbólguár þá kemur í ljós að þúsundir skulda Tryggingastofnun vegna ofgreidds ellilífeyris síðasta ár. Langoftast er þetta vegna þess að fólk hefur vanáætlað fjármagnstekjur síðasta verðbólguárs. Ég kalla þetta „verðbólguár“ því þegar verðbólga ríkir eins og hefur verið hér síðustu ár þá eru innlánsvextir af sparifé hærri en ella og skila því hærri ávöxtun í krónum talið, en eru þó yfirleitt neikvæðir vextir samt. Á heimasíðu TR segir: „Endurútreikningur á lífeyrisgreiðslum þínum frá Tryggingastofnum fer almennt fram í lok maí eftir skil á skattframtali. Þá er farið yfir hvort þú hafir fengið rétt greitt frá TR á síðasta ári miðað við þín réttindi.“ Það er nánast útilokað fyrir fólk að sjá fyrir fram þegar það gerir tekjuáætlun sem skilað er inn til TR í upphafi árs hverjar fjármagnstekjur verða í lok árs af venjulegum sparireikningum. Þessir neikvæðu vextir af venjulegum sparnaði valda því nú, eins og svo oft áður, að við uppgjör ársins 2023 eru þúsundir ellilífeyristaka í skuld við Tryggingastofnun ríkisins og ellilífeyrir þeirra verður skertur frá 1. september nk. þar til meint skuld er uppgreidd. Hér er um að ræða venjulegan sparnað eldra fólks sem það hefur sér til halds og trausts ef það þarf að mæta óvæntum útgjöldum eins og fara gerir. Enda geta óvænt útgjöld vegna ýmissa brýnna mála sett afkomu eldra fólks í uppnám því oft má lítið út af bregða til að svo verði, því fjöldi eldri borgara býr við skertari afkomumöguleika en fólk sem enn er á vinnumarkaði. Í skattalöggjöfinni er viðurkennt að ávöxtun af venjulegum sparireikningum getur verið neikvæð þótt þeir skili einhverjum krónum. Því er frítekjumark fjármagnstekna í skattalöggjöfinni 300.000 kr. á ári. Þessa frítekjumarks njóta allir að sjálfsögðu. En þegar kemur að almannatryggingum er ekkert slíkt frítekjumark. Þar er hver einasta króna af neikvæðum vöxtum sparireikninga talin til tekna og kemur til fullrar skerðingar á ellilífeyri frá TR. Eldri borgarar greiða eins og aðrir 22% fjármagnstekjuskatt sem yfirleitt er innheimtur af bönkum og öðrum fjármálastofnunum í lok hvers árs. Þegar staðfest skattskýrsla liggur fyrir greiðir skatturinn til baka oftekinn fjármagnstekjuskatt upp að 300.000 kr. en þessi sama upphæð kemur af fullum þunga til skerðingar á ellilífeyri því þar er ekkert frítekjumark. Það er brýnt réttlætismál að lög um almannatryggingar og skattalög verði samræmd þannig að frítekjumark vegna fjármagnstekna verði einnig 300.000 kr. í lögum um almannatryggingar eins og er vegna fjármagnstekjuskatts. Eldra fólk getur ekki beðið lengur eftir réttlæti! Höfundur er leikstjóri og varaþingmaður Samfylkingarinnar.
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun