Innlent

Allt morandi í dular­fullum froskum í Garða­bæ

Jón Þór Stefánsson skrifar
Hér má sjá froskana sem enginn veit hvaðan koma.
Hér má sjá froskana sem enginn veit hvaðan koma. Askur

„Það er allt morandi í villtum froskum í garðinum mínum,“ segir Askur Hrafn Hannesson, íbúi í Garðabæ. Hann og fjölskylda hans urðu fyrst vör við froskana árið 2017, en síðan hafa þeir stækkað umtalsvert.

„Þeir virðast einhvern veginn alltaf lifa veturinn af og koma aftur,“ segir Askur, sem bætir við að það sé honum hulin ráðgáta hvernig froskarnir fari að því.

Að sögn Asks láta froskarnir oft á sér kræla á sumrin, en í mismiklu magni.

Froskarnir voru umtalsvert minni þegar þeir fundust fyrstAskur

Hann segist ekki hafa hugmynd um hvaðan froskarnir séu. „Þeir geta nú varla verið hérna af náttúrunnar hendi,“ segir hann.

„Engu að síður er rosalega dularfullt hvernig þeir komust hingað.“

Froskarnir geta varla verið af náttúrunnar hendi í Garðabænum.Askur

Askur viðurkennir að hann og aðrir hafi velt froskunum og uppruna þeirra fyrir sér. Ýmsar kenningar hafi orðið til, en engin þeirra hafi verið sannreynd.

„Það er allt morandi í villtum froskum í garðinum mínum,“ segir Askur Hrafn Garðbæingur.Askur

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem fjallað er um froskana í fjölmiðlum, en það var gert þegar þeir uppgötvuðust árið 2017.

„Þetta hlýtur að vera fyrsta alíslenska froskakynið,“ sagði Karen Kjartansdóttir, fjölmiðlakona og móðir Asks, þá um froskana sem virðast ekki vera að hugsa sér til hreyfings.


Tengdar fréttir

Froskafár í Garðabæ

Íbúi við Melás í Garðabæ vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið í kvöld þegar börn hennar færðu henni frosk sem þau höfðu fundið í garðinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×