Rak mann og annan á innan við tveimur vikum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 26. júní 2024 12:01 Freyr tók til hendinni. Getty Images/Nico Vereecken Freyr Alexandersson vann þrekvirki þegar hann hélt belgíska efstu deildarliðinu KV Kortrijk uppi eftir að liðið var svo gott sem fallið þegar hann tók við því um mitt síðasta tímabil. Freyr tók svo sannarlega til hendinni og var á innan við tveimur vikum búinn að reka tvo starfsmenn félagsins sem hann taldi ekki vera róa í sömu átt og aðrir sem vildu halda liðinu uppi. Freyr mætti í útvarpsþáttinn Fótbolti.net á X977 um liðna helgi. Þar fór hann yfir víðan völl og meðal annars hvað þurfti að gera til að halda Kortrijk í deild þeirra bestu í Belgíu. Freyr Alexandersson er eðlilega vinsæll meðal stuðningsfólks.Getty Images „Ef ég hefði vitað það sem ég veit í dag, þá hefði ég ekki tekið þetta að mér,“ sagði Freyr um stöðu mála hjá félaginu þegar hann mætti. Hann sagði að í samningaviðræðum við félagið þá hefði það ekki falið neitt en ef til vill ekki áttað sig á hversu slæmum málum það var í. „Það var engin samheldni í liðinu og starfsmenn voru ráðvilltir. Það var algjört kaos og það er svo sem langur aðdragandi að því,“ bætti Freyr við en Kortrijk hafði farið í gegnum tvö söluferli sem hvorugt gekk upp. Stemmningin var því heldur súr ásamt því að leikmannahópur liðsins var hreinlega illa samsettur og starfsliðið óreynt. „Á fyrstu vikunni minni rek ég vallarstjórann og eftir tíu daga rek ég kokkinn, ég þurfti að taka til alls staðar. Það voru alls konar hlutir líka sem komu upp á leiðinni sem voru miklu erfiðari að díla við en ég gerði mér grein fyrir,“ sagði Freyr jafnframt og þakkaði hreinlega fyrir að hafa tekið Jonathan Hartmann, aðstoðarmann sinn hjá Lyngby, með til Belgíu. Freyr verður áfram með liðið á næstu leiktíð og hefur þegar hafist handa. Félagið hefur verið orðað við Loga Tómasson, leikmann Strømsgodset í Noregi, sem og fyrrum leikmann Freys hjá Lyngby, Kolbein Birgi Finnsson. Það verður áhugavert að sjá hvað liðið gerir í sumar en Freyr var duglegur að sækja Íslendinga til Lyngby og gæti haldið því áfram. Fótbolti Belgíski boltinn Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Fleiri fréttir „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Sjá meira
Freyr tók svo sannarlega til hendinni og var á innan við tveimur vikum búinn að reka tvo starfsmenn félagsins sem hann taldi ekki vera róa í sömu átt og aðrir sem vildu halda liðinu uppi. Freyr mætti í útvarpsþáttinn Fótbolti.net á X977 um liðna helgi. Þar fór hann yfir víðan völl og meðal annars hvað þurfti að gera til að halda Kortrijk í deild þeirra bestu í Belgíu. Freyr Alexandersson er eðlilega vinsæll meðal stuðningsfólks.Getty Images „Ef ég hefði vitað það sem ég veit í dag, þá hefði ég ekki tekið þetta að mér,“ sagði Freyr um stöðu mála hjá félaginu þegar hann mætti. Hann sagði að í samningaviðræðum við félagið þá hefði það ekki falið neitt en ef til vill ekki áttað sig á hversu slæmum málum það var í. „Það var engin samheldni í liðinu og starfsmenn voru ráðvilltir. Það var algjört kaos og það er svo sem langur aðdragandi að því,“ bætti Freyr við en Kortrijk hafði farið í gegnum tvö söluferli sem hvorugt gekk upp. Stemmningin var því heldur súr ásamt því að leikmannahópur liðsins var hreinlega illa samsettur og starfsliðið óreynt. „Á fyrstu vikunni minni rek ég vallarstjórann og eftir tíu daga rek ég kokkinn, ég þurfti að taka til alls staðar. Það voru alls konar hlutir líka sem komu upp á leiðinni sem voru miklu erfiðari að díla við en ég gerði mér grein fyrir,“ sagði Freyr jafnframt og þakkaði hreinlega fyrir að hafa tekið Jonathan Hartmann, aðstoðarmann sinn hjá Lyngby, með til Belgíu. Freyr verður áfram með liðið á næstu leiktíð og hefur þegar hafist handa. Félagið hefur verið orðað við Loga Tómasson, leikmann Strømsgodset í Noregi, sem og fyrrum leikmann Freys hjá Lyngby, Kolbein Birgi Finnsson. Það verður áhugavert að sjá hvað liðið gerir í sumar en Freyr var duglegur að sækja Íslendinga til Lyngby og gæti haldið því áfram.
Fótbolti Belgíski boltinn Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Fleiri fréttir „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Sjá meira