„Það er mikilvægt að fólk hlýði þessum boðum“ Árni Sæberg skrifar 26. júní 2024 12:34 Jón Viðar er slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Vilhelm Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu, segir enn ekki vitað hvað orsakaði eldinn sem kviknaði á Höfðatorgi um klukkan 11:30. Slökkvistarf hafi gengið vel og þar hafi hjálpað til hversu vel húsið er hólfað niður og hannað. Eldurinn kviknaði á veitingastaðnum Intro í glerskálanum í Turninum á Höfðatorgi. „Við vitum í raun og veru ekki hvað orsakaði brunann en megnið af brunanum er í glerskála bakatil, vestanmegin í byggingunni,“ sagði Jón Viðar þegar Bjarki Sigurðsson fréttamaður ræddi við hann fyrir utan Höfðatorg. Mikilvægt að fólk fari út Hann segir að eldurinn hafi verið á nokkuð afmörkuðum stað en reykur hafi dreifst víða um húsið. „Húsið er nú ágætlega hólfað niður og hannað, það er að vinna með okkur.“ Hvernig gekk að rýma? „Eins og þetta blasir við okkur hefur rýmingin gengið afskaplega vel. Það er náttúrulega alveg gífurlega mikilvægt fyrir okkur að fá allt fólk út svo að við þurfum ekki að vera að aðstoða við rýminguna. En við erum í smá aðstoð við rýmingu fyrir þá sem þurfað aðstoð og að sjálfsögðu gerum við það. En það er mikilvægt að fólk hlýði þessum boðum.“ Jón Viðar segir að honum sé ekki kunnugt um að nokkur hafi verið fluttur á sjúkrahús eftir brunann. Verða að fram eftir degi Þá segir hann að gengið hafi ágætlega að slökkva eldinn og talið sé að búið sé slökkva megnið af eldinum. Reykurinn sé þó enn mikill og í glerhýsinu sé töluvert af brotnum rúðum. „Þannig að við erum ekki alveg komin á þann stað að við séum búin að ná utan um þetta.“ Slökkvilið verði að störfum fram eftir degi, eftir þörfum. Uppfært: Fréttamaður ræddi aftur við Jón Viðar eftir að tekist hafði að slökkva eldinn. Slökkvilið Reykjavík Eldsvoði á Höfðatorgi Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Innlent Fleiri fréttir Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Sjá meira
Eldurinn kviknaði á veitingastaðnum Intro í glerskálanum í Turninum á Höfðatorgi. „Við vitum í raun og veru ekki hvað orsakaði brunann en megnið af brunanum er í glerskála bakatil, vestanmegin í byggingunni,“ sagði Jón Viðar þegar Bjarki Sigurðsson fréttamaður ræddi við hann fyrir utan Höfðatorg. Mikilvægt að fólk fari út Hann segir að eldurinn hafi verið á nokkuð afmörkuðum stað en reykur hafi dreifst víða um húsið. „Húsið er nú ágætlega hólfað niður og hannað, það er að vinna með okkur.“ Hvernig gekk að rýma? „Eins og þetta blasir við okkur hefur rýmingin gengið afskaplega vel. Það er náttúrulega alveg gífurlega mikilvægt fyrir okkur að fá allt fólk út svo að við þurfum ekki að vera að aðstoða við rýminguna. En við erum í smá aðstoð við rýmingu fyrir þá sem þurfað aðstoð og að sjálfsögðu gerum við það. En það er mikilvægt að fólk hlýði þessum boðum.“ Jón Viðar segir að honum sé ekki kunnugt um að nokkur hafi verið fluttur á sjúkrahús eftir brunann. Verða að fram eftir degi Þá segir hann að gengið hafi ágætlega að slökkva eldinn og talið sé að búið sé slökkva megnið af eldinum. Reykurinn sé þó enn mikill og í glerhýsinu sé töluvert af brotnum rúðum. „Þannig að við erum ekki alveg komin á þann stað að við séum búin að ná utan um þetta.“ Slökkvilið verði að störfum fram eftir degi, eftir þörfum. Uppfært: Fréttamaður ræddi aftur við Jón Viðar eftir að tekist hafði að slökkva eldinn.
Slökkvilið Reykjavík Eldsvoði á Höfðatorgi Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Innlent Fleiri fréttir Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Sjá meira