Segja eldsupptök ekki tengjast veitingastaðnum Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 26. júní 2024 16:28 Eldur kom upp í glerskála Turnsins á Höfðatorgi í dag. Vísir/Samsett Upp kom eldur í Turninum á Höfðatorgi um hádegisbilið í dag. Rýming gekk vel og var slökkviliðið fljótt á vettvang og náði tökum á eldinum. Guðríður María Jóhannesdóttir, framkvæmdastjóri Múlakaffis sem rekur veitingastaðinn Intro á Höfðatorgi, segir eldsupptök ekki hafa tengst veitingastaðnum á nokkurn hátt. Eldsvoðinn var að mestu leyti einskorðaður við veitingastaðinn. „Það er alltaf áfall þegar upp kemur eldur í fyrirtækjum eða á heimilum en við hjá Intro viljum koma því skýrt á framfæri að eldsupptök tengjast veitingastaðnum ekki á nokkurn hátt,” segir Guðríður María. Eldhúsið slapp Í tilkynningu frá stjórnendum Múlakaffis segir að eldurinn hafi komið upp í lagnaleið sem liggur úr kjallara Turnsins upp í glerskálann á Höfðatorgi, sem gegnir hlutverki veitingasalar Intro. Glerskálinn og innanstokksmunir í honum urðu því fyrir töluverðu tjóni. „Það sem skiptir mestu máli er að rýming hússins gekk vel og allir eru óhultir. Nú erum við, líkt og aðrir rekstraraðilar á jarðhæð Turnsins, að meta stöðuna og næstu skref. Eldhúsið okkar varð sem betur fer ekki fyrir teljandi tjóni og unnið verður að því að koma því af stað sem allra fyrst enda eru fjölmargir viðskiptavinir orðnir vanir því að koma til okkar í hádeginu,” er haft eftir Guðríði í tilkynningunni. Fréttastofa hafði samband við Jón Viðar Matthíasson slökkviliðsstjóra sem sagði enn of snemmt að segja til um nákvæm upptök eldsins. Eldurinn hafi þó verið, eins og fram kom, afmarkaður við sal veitingastaðarins. Enn verið að meta tjón Fasteignafélagið Heimar hf. sem eiga Höfðatorg hrósar viðbragðsaðilum og starfsfólki í húsinu fyrir skjót viðbrögð. „Enn er verið að meta umfang tjónsins sem orðið hefur á jarðhæð hússins en fyrsta mat félagsins bendir til þess að það sé takmarkað við þetta afmarkaða svæði í húsinu. Heimar eru vel tryggðir fyrir tjónum af þessu tagi og hefur tryggingafélag Heima þegar hafist handa við að meta tjónið,“ segir í tilkynningu frá félaginu. Enn sé verið að meta umfang tjónsins á jarðhæðinni en fyrsta mat félagsins bendi til þess að það sé takmarkað við þetta afmarkaða svæði í húsinu. Ekki sé talið að bruninn hafi veruleg áhrif á afkomuhorfur félagsins. Eldsvoði á Höfðatorgi Reykjavík Veitingastaðir Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Innlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Fleiri fréttir „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Sjá meira
„Það er alltaf áfall þegar upp kemur eldur í fyrirtækjum eða á heimilum en við hjá Intro viljum koma því skýrt á framfæri að eldsupptök tengjast veitingastaðnum ekki á nokkurn hátt,” segir Guðríður María. Eldhúsið slapp Í tilkynningu frá stjórnendum Múlakaffis segir að eldurinn hafi komið upp í lagnaleið sem liggur úr kjallara Turnsins upp í glerskálann á Höfðatorgi, sem gegnir hlutverki veitingasalar Intro. Glerskálinn og innanstokksmunir í honum urðu því fyrir töluverðu tjóni. „Það sem skiptir mestu máli er að rýming hússins gekk vel og allir eru óhultir. Nú erum við, líkt og aðrir rekstraraðilar á jarðhæð Turnsins, að meta stöðuna og næstu skref. Eldhúsið okkar varð sem betur fer ekki fyrir teljandi tjóni og unnið verður að því að koma því af stað sem allra fyrst enda eru fjölmargir viðskiptavinir orðnir vanir því að koma til okkar í hádeginu,” er haft eftir Guðríði í tilkynningunni. Fréttastofa hafði samband við Jón Viðar Matthíasson slökkviliðsstjóra sem sagði enn of snemmt að segja til um nákvæm upptök eldsins. Eldurinn hafi þó verið, eins og fram kom, afmarkaður við sal veitingastaðarins. Enn verið að meta tjón Fasteignafélagið Heimar hf. sem eiga Höfðatorg hrósar viðbragðsaðilum og starfsfólki í húsinu fyrir skjót viðbrögð. „Enn er verið að meta umfang tjónsins sem orðið hefur á jarðhæð hússins en fyrsta mat félagsins bendir til þess að það sé takmarkað við þetta afmarkaða svæði í húsinu. Heimar eru vel tryggðir fyrir tjónum af þessu tagi og hefur tryggingafélag Heima þegar hafist handa við að meta tjónið,“ segir í tilkynningu frá félaginu. Enn sé verið að meta umfang tjónsins á jarðhæðinni en fyrsta mat félagsins bendi til þess að það sé takmarkað við þetta afmarkaða svæði í húsinu. Ekki sé talið að bruninn hafi veruleg áhrif á afkomuhorfur félagsins.
Eldsvoði á Höfðatorgi Reykjavík Veitingastaðir Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Innlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Fleiri fréttir „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Sjá meira