Ekki hægt að sitja bara á Bessastöðum og bíða Vésteinn Örn Pétursson skrifar 26. júní 2024 23:13 Guðni gróðursetti tré með börnunum. Vísir/Vésteinn Fráfarandi forseti lýðveldisins segir heimsóknir á leikskóla og hjúkrunarheimili mikilvægan hluta af verkefnum forseta, ekki síður en fundi með mikilsmetnum þjóðhöfðingjum. Guðni Th. Jóhannesson forseti lýðveldisins er 56 ára í dag og leit af því tilefni við á leikskólanum Brekkuborg til að heilsa upp á krakkana og gróðursetja svokallað lýðveldistré. Guðni segir að sér hafi þótt viðeigandi, á síðasta afmælisdeginum í embætti, að heilsa upp á ungu kynslóðina. Síðar í dag muni hann heimsækja annað afmælisbarn, sem fagnar 100 ára afmæli. „Þannig að þegar þetta kom til tals, að ég gæti heimsótt leikskóla og líka 100 ára öldung, þá fannst mér gott að ramma inn íslenskt samfélag á þennan hátt,” segir forsetinn fráfarandi. Hann segir verkefni sem þessi mikilvæg, þó ekki í stjórnskipulegum skilningi. „Ef maður fer að setja einhverja mælistiku á það, að það sé ekkert voðalega flott að heilsa upp á einhverja krakka þegar maður ætti að vera að heilsa upp á einhverja þjóðhöfðingja, þá er maður á villigötum.” Í aðdraganda forsetakosninga fór lítið fyrir umræðum um þessi verkefni forseta, en meira var rætt um völd forseta, rödd hans út á við og hlutverk hans í erfiðum málum, sem Guðni segir vissulega geta komið upp. „Maður getur ekki bara setið á Bessastöðum og beðið í angist eftir því að þurfa að takast á við það, eða eftirvæntingu, eftir því hvernig á það er litið. Þess á milli getur maður notið þess að finna takt samfélagsins, vera á meðal fólks.” Forseti Íslands Tímamót Leikskólar Guðni Th. Jóhannesson Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Innlent Fleiri fréttir Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Sjá meira
Guðni Th. Jóhannesson forseti lýðveldisins er 56 ára í dag og leit af því tilefni við á leikskólanum Brekkuborg til að heilsa upp á krakkana og gróðursetja svokallað lýðveldistré. Guðni segir að sér hafi þótt viðeigandi, á síðasta afmælisdeginum í embætti, að heilsa upp á ungu kynslóðina. Síðar í dag muni hann heimsækja annað afmælisbarn, sem fagnar 100 ára afmæli. „Þannig að þegar þetta kom til tals, að ég gæti heimsótt leikskóla og líka 100 ára öldung, þá fannst mér gott að ramma inn íslenskt samfélag á þennan hátt,” segir forsetinn fráfarandi. Hann segir verkefni sem þessi mikilvæg, þó ekki í stjórnskipulegum skilningi. „Ef maður fer að setja einhverja mælistiku á það, að það sé ekkert voðalega flott að heilsa upp á einhverja krakka þegar maður ætti að vera að heilsa upp á einhverja þjóðhöfðingja, þá er maður á villigötum.” Í aðdraganda forsetakosninga fór lítið fyrir umræðum um þessi verkefni forseta, en meira var rætt um völd forseta, rödd hans út á við og hlutverk hans í erfiðum málum, sem Guðni segir vissulega geta komið upp. „Maður getur ekki bara setið á Bessastöðum og beðið í angist eftir því að þurfa að takast á við það, eða eftirvæntingu, eftir því hvernig á það er litið. Þess á milli getur maður notið þess að finna takt samfélagsins, vera á meðal fólks.”
Forseti Íslands Tímamót Leikskólar Guðni Th. Jóhannesson Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Innlent Fleiri fréttir Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Sjá meira