Erlent

Vill varúðarmerkingar á gjörunna mat­vöru

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Gjörunnin matvara verður sí stærri þáttur í mataræði jarðarbúa.
Gjörunnin matvara verður sí stærri þáttur í mataræði jarðarbúa. Dan Kitwood/Getty Images

Gjörunnin matvara ætti að lúta sömu reglum og tóbaksvörur og setja ætti greinileg varnaðarorð á umbúðir slíkra vara.

Þetta segir Carlos Monteiro prófessor við háskólann í Saó Paulo í Brasilíu en hann er á meðal ræðumanna á Alþjóðlegu þingi gegn offitu sem fram fer þar í borg um helgina.

Í umfjöllun Guardian um málið segir Monteiro að mikið unnin matvara sé nú að koma í staðinn fyrir heilbrigða næringu allstaðar í heiminum og það þrátt fyrir að hættan af þeim sé ljós. Slíkar vörur eigi því stóran þátt í offituvandamálum heimsbyggðarinnar og sykursýkisfaraldrinum, sem prófessorinn segir að nú gangi yfir heiminn. Þá er talið að slík matvæli geti verið krabbameinsvaldandi.

Í Bandaríkjunum og Bretlandi svo dæmi séu tekin, er rúmur helmingur allra matvæla sem landsmenn neyta af þessari gerð, en með mjög unnum matvælum er meðal annars átt við morgunkorn, prótein stykki, gosdrykki, frosnar máltíðir og skyndibita.

Og í sumum þjóðfélagshópum, sérstaklega hjá þeim sem yngri eru eða þeim sem búa við fátækt, er neyslumynstrið þannig að rúm áttatíu prósent allrar næringar er af þessum toga.

Gera út­tekt á mat í skólum Ár­borgar: Gjörunnin mat­væli þrisvar í viku Sjö af hverjum tíu Íslendingum í yfirþyngd eða offitu Gjörunnin matvæli í lagi stöku sinnum 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×