Innlent

Efndu til gjörnings við Lækjar­torg

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Hjólastól var komið fyrir á Lækjartorgi þar sem stuðningsmenn Yazans skiptust á að sitja.
Hjólastól var komið fyrir á Lækjartorgi þar sem stuðningsmenn Yazans skiptust á að sitja. Vísir

Stuðningsmenn Yazans Tamimi, ellefu ára palestínsks drengs með vöðvahrörnunarsjúkdóm, efndu í dag til gjörnings við Lækjartorg til að mótmæla fyrirhugaðri brottvísun hans úr landi.

Hjólastól var komið fyrir á torginu og úr honum liðast rætur, sem eiga að tákna ræturnar sem Yazan og fjölskylda hafa skotið hér á landi.

Stuðningsfólk Yazans skiptist svo á að sitja í stólnum, og hyggst halda gjörningnum gangandi næstu daga.

Efnt var til fjölmennra mótmæla á Austurvelli vegna máls Yazans um nýliðna helgi, eftir að umsókn hans alþjóðlega vernd var endanlega synjað í síðustu viku.


Tengdar fréttir

Mótmæla brottvísun Yazans á Austurvelli

Fjöldi fólks kom saman á Austurvelli í dag til að mótmæla brottvísun Yazans Tamimi, ellefu ára palestínsks drengs með vöðvarýrnunarsjúkdóm.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×