Mesta hviðan meira en fimmtíu metrar á sekúndu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 28. júní 2024 11:03 Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur. Vísir Gular veðurviðvaranir eru í gildi vegna hvassviðris á Austfjörðum og Suðausturlandi, en vindhviður hafa náð allt að 54 metrum á sekúndu. Veðrið ætti að ganga niður í fyrramálið, en þá er útlit fyrir blíðskaparveður víðast hvar á landinu. Á miðnætti í dag, 28. júní, sem á að heita hásumar, tóku gildi gular veðurviðvaranir á Austfjörðum og Suðausturlandi. Í báðum landshlutum er von á norðvestan hvassviðri og 15 til 20 metrum á sekdúndu, en hviður geta náð allt að 35 metrum á sekúndu. Fólki á svæðinu er ráðlagt að huga að lausamunum og minnt á að aðstæður geti verið varasamar fyrir ökumenn með aftanívagna eða á ökutækjum sem taka á sig mikinn vind. Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur segir orðið mjög hvasst á Austurlandi. „Þetta er að ná frá Eldhrauni austan Kirkjubæjarklausturs, frá Núpahóteli eins og við segjum, þar er vindmælir, og alveg austur í Berufjörð. Hvassast hefur verið á þessum þekktu stöðum eins og í Hamarsfirði. Þar fór hviða í 54 metra á sekúndu fyrr í morgun,“ segir Einar. Veðrið eigi ekki að ganga niður fyrr en seint í kvöld. Vonandi að erlendir ferðamenn fái skilaboðin Einar segir að ferðafólk á svæðinu ætti að íhuga að breyta ferðaáætlunum sínum. „Allavega að fara varlega. Þetta tekur vel í. Sérstaklega í stærri bíla, húsbíla og annað slíkt. Svo hefur maður alltaf áhyggjur af því að þessar upplýsingar sem skipta miklu máli komist ekki til ferðamannanna sem eru að ferðast á eigin vegum.“ Eftir að veðrinu slotar er útlit fyrir fínasta veður víðast hvar um landið um helgina. „Sérstaklega á morgun. Með vaxandi hlýindum. Svo fer að rigna vestanlands seinnipartinn á sunnudaginn.“ Þannig að landið allt má búast við ágætis veðri núna um helgina. „Já það lítur bara vel út með veður þegar þetta er gengið niður,“ sagði veðurfræðingurinn Einar Sveinbjörnsson. Veður Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent Nýtt met slegið í fjölda giftinga Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Fleiri fréttir Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Sjá meira
Á miðnætti í dag, 28. júní, sem á að heita hásumar, tóku gildi gular veðurviðvaranir á Austfjörðum og Suðausturlandi. Í báðum landshlutum er von á norðvestan hvassviðri og 15 til 20 metrum á sekdúndu, en hviður geta náð allt að 35 metrum á sekúndu. Fólki á svæðinu er ráðlagt að huga að lausamunum og minnt á að aðstæður geti verið varasamar fyrir ökumenn með aftanívagna eða á ökutækjum sem taka á sig mikinn vind. Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur segir orðið mjög hvasst á Austurlandi. „Þetta er að ná frá Eldhrauni austan Kirkjubæjarklausturs, frá Núpahóteli eins og við segjum, þar er vindmælir, og alveg austur í Berufjörð. Hvassast hefur verið á þessum þekktu stöðum eins og í Hamarsfirði. Þar fór hviða í 54 metra á sekúndu fyrr í morgun,“ segir Einar. Veðrið eigi ekki að ganga niður fyrr en seint í kvöld. Vonandi að erlendir ferðamenn fái skilaboðin Einar segir að ferðafólk á svæðinu ætti að íhuga að breyta ferðaáætlunum sínum. „Allavega að fara varlega. Þetta tekur vel í. Sérstaklega í stærri bíla, húsbíla og annað slíkt. Svo hefur maður alltaf áhyggjur af því að þessar upplýsingar sem skipta miklu máli komist ekki til ferðamannanna sem eru að ferðast á eigin vegum.“ Eftir að veðrinu slotar er útlit fyrir fínasta veður víðast hvar um landið um helgina. „Sérstaklega á morgun. Með vaxandi hlýindum. Svo fer að rigna vestanlands seinnipartinn á sunnudaginn.“ Þannig að landið allt má búast við ágætis veðri núna um helgina. „Já það lítur bara vel út með veður þegar þetta er gengið niður,“ sagði veðurfræðingurinn Einar Sveinbjörnsson.
Veður Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent Nýtt met slegið í fjölda giftinga Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Fleiri fréttir Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Sjá meira