Um 220 einstaklingar verið flaggaðir vegna ógnandi hegðunar á spítalanum Lovísa Arnardóttir skrifar 28. júní 2024 12:01 Ólafur segir nauðsynlegt að geta flaggað til að auka viðbragð og tryggja öryggi allra á bráðamóttökunni. Aðsend og Vísir/Vilhelm Frá árinu 2005 hafa kennitölur 220 einstaklinga verið flaggaðar á Landspítalanum vegna ógnandi hegðunar við komu á bráðamóttöku í Fossvogi, bráðamóttöku geðsviðs og Hjartagátt. Framkvæmdastjóri hjúkrunar segir fyrirkomulagið nauðsynlegt til að tryggja öryggi starfsfólks og sjúklinga. Alls eru skráðar 223 flagganir vegna þessara 220 kennitalna sem þýðir að einhverjir hafi verið flaggaðir oftar en einu sinni. Í dag eru 63 einstaklingar flaggaðir. Af þeim eru 49 karlar og 14 konur eða kynsegin. 223 flagganir á 19 árum gera tæplega eina flöggun á mánuði. Alls eru skráðar 223 flagganir vegna þessara 220 kennitalna sem þýðir að einhverjir hafi verið flaggaðir oftar en einu sinni. Í dag eru alls 63 einstaklingar með flöggun. Af þeim eru 49 karlar og 14 konur eða kynsegin. „Gripið er til flöggunar af illri nauðsyn og hefur hún þann tilgang einan að tryggja öryggi. Flöggunin gerir starfsmönnum kleift að gera viðeigandi ráðstafanir svo tryggja megi öryggi starfsmanna og annarra skjólstæðinga spítalans þegar viðsjárverður eða hættulegur einstaklingur leitar þjónustu á þessum einingum,“ segir í svari til fréttastofu um málið. Á bráðamóttöku geðdeildar má flagga kennitölur fólks sem sýna af sér ofbeldisfulla hegðun eða beita ofbeldi.Vísir/Vilhelm „Þetta virkar yfirleitt mjög vel og eykur bæði öryggi annarra sjúklinga og starfsfólks. Það hefur ekki komið upp neitt vandamál þegar þetta er gert, þannig já, ágætlega,“ segir Ólafur Guðbjörn Skúlason, framkvæmdastjóri hjúkrunar á Landspítalanum. Ólafur segir að þó svo að búið sé að flagga einhverri kennitölu í kerfinu spítalans þýði það ekki að fólk fái ekki þjónustu. „Þetta þýðir bara að það er aukið eftirlit og öðruvísi aðstæður en ef þú ert ekki flaggaður. Þetta er aðallega gert til að tryggja öryggi, skjólstæðingsins sjálfs og annarra sem eru að leita á bráðamóttökuna. Hann fær alveg þjónustu. Það þarf að gera öðruvísi undirbúning og við höfum þá starfsmann sem að í auknu eftirliti með viðkomandi.“ Ólafur segir að það geti tafið þegar mikið er að gera en þau séu vön að endurraða og forgangsraða eftir því sem fólk kemur á bráðamóttökuna. „Vissulega er þetta flækjustig en við leysum það yfirleitt bara ágætlega.“ Ekki skráð í sjúkrakrá Ekki liggur fyrir í gögnum spítalans hvar nákvæmlega þessi atvik eiga sér stað en flöggunin er aðeins sýnileg í afgreiðslukerfum þessara deilda. Flöggunin er hvorki sýnileg í afgreiðslu annarra deilda eða í sjúkraskrá einstaklingsins. „Það sést bara á bráðamóttökunum okkar og hvergi annars staðar. Það er svo við getum aukið starfsfólk og mætt þessu þannig að við getum tryggt þetta öryggi. En alls ekki þannig að við séum að reyna að vísa fólki frá eða skerða þjónustu. Alls ekki. Þetta er til að tryggja öryggi og við gerum allt sem við getum svo fólk fái þá þjónustu sem þau þurfa.“ Flöggunin er aðeins sýnileg í tölvukerfum þriggja deilda spítalans.Mynd/Landspítali Almennt er kennitala á listanum í fjögur ár ef henni er flaggað. „Ef það verður einhver breyting hjá viðkomandi getur hann óskað eftir því við matsnefnd flöggunar að hann sé tekinn af þessum lista. Það er hægt að endurskoða það en almennt er reglan fjögur ár.“ Hann segir misjafnt hvort málin endi á borði lögreglunnar. „Auðvitað getur þetta orðið að lögreglumáli en yfirleitt er þetta þannig að við skráum þetta bara og sjúklingurinn nýtur vafans.“ Ekki bara fólk með fíknivanda á listanum Í skýrslu Ríkisendurskoðunar um ópíóíða kom fram í samtölum við hagsmunasamtök fíknisjúkra og aðstandenda þeirra að þjónustan sem er veitt á bráðamóttökunni og aðstæður þar séu ekki alltaf í samræmi við þarfir þeirra sem langt leiddir eru af fíknisjúkdómi. Það eigi sinn þátt í að aðgengi fólks með ópíóíðafíkn sé stundum takmarkað. Einstaklingum sé einnig í einhverjum tilfellum vísað burt á grundvelli svokallaðrar flöggunar í kerfinu. Ólafur segir ýmsar ástæður fyrir því að búið sé að flagga kennitölu í kerfinu. Það sé ekki alltaf tengt við fíknivanda en það geti verið samhljómur þar á milli. „Vissulega hefur það örugglega komið fyrir, en það er þá ekki endilega út af þessu, út af flöggun. Það getur þá verið önnur ástæða fyrir því að fólki er vísað frá. Við vísum fólki almennt ekki frá nema það sé eitthvað mjög sérstakt. Við tökum á móti öllum eins vel og við getum.“ Ólafur segir mikið þurfa til að komast á listann. Eitt atvik sé ekki nóg „Það er ekki þannig að þú slærð til starfsmanns og það er bara á listann með þennan. Heldur er það nefnd sem fer yfir af hverju ég vil flagga þennan og hvort það séu forsendur fyrir því. Vissulega er einhver fylgni á milli fíknivanda og þessa en það er ekki eina ástæðan. Það er ekki eins og þeir séu einir á þessum lista,“ segir Ólafur og nefnir sem dæmi að fólk beiti stundum ofbeldi þegar það er í óráði og hjá gömlu fólki geti það gerst reglulega. Þá þurfi aukið viðbragð. Þversnið samfélagsins „Þetta er algengara en maður heldur en eins og við vitum þá leita til okkar allir í samfélaginu og fólk er allskonar með allskonar veikindi og sögu á bakinu sem veldur þessari hegðun. En þetta er algengara en maður heldur. Þetta er þversnið samfélagsins sem við fáum og þá lendum við í þessu.“ Í svörum til fréttastofu um það hvernig fólk geti komist af listanum segir að flöggun gildi í fjögur ár nema sjúklingur hafi gefið tilefni til endurflöggunar. „Forsendur þess að mál sé tekið fyrir hjá matsnefnd flöggunar er að atvik vegna ofbeldishegðunar hafi verið skráð í atvikagagnagrunn spítalans. Hvert mál er metið og áhætta vegna ofbeldis er metin með stöðluðu matstæki. Ákvörðun er tekin út frá niðurstöðu áhættumats,“ segir en engin dæmi eru gefin um það hvernig fólk hafi hagað sér til að komast á þennan lista. Gert með leyfi Persónuverndar Samkvæmt svörum Landspítala hefur spítalinn fengið leyfi Persónuverndar til að auðkenna sjúklinga sem hafa sýnt ógnandi hegðun við komu á bráðamóttöku í Fossvogi, bráðamóttöku geðsviðs og Hjartagátt. Slík skráning er háð ákveðnum skilyrðum, svo sem að sjúklingur hafi sögu um ofbeldishegðun. Skráningin gildir í fjögur ár og hefur það markmið að tryggja öryggi á bráðamóttöku og forgangsraða sjúklingum. Einnig þurfa einstaklingar með ópíóíðafíkn stundum að vera á einbýli vegna ástands síns, fyrri ofbeldishegðunar, sýkinga eða annarra ástæðna. Slík úrræði séu hins vegar af skornum skammti og því geti bið eftir að komast inn á bráðamóttöku eða innlögn í einbýli orðið lengri. „Það þarf ekki einbýli, en vinnureglan er sú að við reynum að setja fólk á einbýli. Það geta verið umhverfisaðstæður sem veldur því að fólk bregst svona við og því er oft betra að hafa þau þar sem er rólegra. Það er líka auðveldara að hafa eftirlit með fólki þegar það er á einbýli en með mörgum á stofu. Það er minna áreiti. Þannig við reynum að setja viðkomandi á einbýli ef það er hægt. Þess vegna getur verið að fólk tali um tafir á þjónustu. Við þurfum stundum að púsla aðeins öðruvísi inn á deildina til að losa slíkt einbýli,“ segir Ólafur að lokum. Veistu meira um málið? Sendu okkur endilega ábendingar á ritstjorn@visir.is eða netfang blaðamanns. Landspítalinn Fíkn Heilbrigðismál Geðheilbrigði Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent Útgöngubann í borginni í nótt Erlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Fleiri fréttir Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Sjá meira
Alls eru skráðar 223 flagganir vegna þessara 220 kennitalna sem þýðir að einhverjir hafi verið flaggaðir oftar en einu sinni. Í dag eru 63 einstaklingar flaggaðir. Af þeim eru 49 karlar og 14 konur eða kynsegin. 223 flagganir á 19 árum gera tæplega eina flöggun á mánuði. Alls eru skráðar 223 flagganir vegna þessara 220 kennitalna sem þýðir að einhverjir hafi verið flaggaðir oftar en einu sinni. Í dag eru alls 63 einstaklingar með flöggun. Af þeim eru 49 karlar og 14 konur eða kynsegin. „Gripið er til flöggunar af illri nauðsyn og hefur hún þann tilgang einan að tryggja öryggi. Flöggunin gerir starfsmönnum kleift að gera viðeigandi ráðstafanir svo tryggja megi öryggi starfsmanna og annarra skjólstæðinga spítalans þegar viðsjárverður eða hættulegur einstaklingur leitar þjónustu á þessum einingum,“ segir í svari til fréttastofu um málið. Á bráðamóttöku geðdeildar má flagga kennitölur fólks sem sýna af sér ofbeldisfulla hegðun eða beita ofbeldi.Vísir/Vilhelm „Þetta virkar yfirleitt mjög vel og eykur bæði öryggi annarra sjúklinga og starfsfólks. Það hefur ekki komið upp neitt vandamál þegar þetta er gert, þannig já, ágætlega,“ segir Ólafur Guðbjörn Skúlason, framkvæmdastjóri hjúkrunar á Landspítalanum. Ólafur segir að þó svo að búið sé að flagga einhverri kennitölu í kerfinu spítalans þýði það ekki að fólk fái ekki þjónustu. „Þetta þýðir bara að það er aukið eftirlit og öðruvísi aðstæður en ef þú ert ekki flaggaður. Þetta er aðallega gert til að tryggja öryggi, skjólstæðingsins sjálfs og annarra sem eru að leita á bráðamóttökuna. Hann fær alveg þjónustu. Það þarf að gera öðruvísi undirbúning og við höfum þá starfsmann sem að í auknu eftirliti með viðkomandi.“ Ólafur segir að það geti tafið þegar mikið er að gera en þau séu vön að endurraða og forgangsraða eftir því sem fólk kemur á bráðamóttökuna. „Vissulega er þetta flækjustig en við leysum það yfirleitt bara ágætlega.“ Ekki skráð í sjúkrakrá Ekki liggur fyrir í gögnum spítalans hvar nákvæmlega þessi atvik eiga sér stað en flöggunin er aðeins sýnileg í afgreiðslukerfum þessara deilda. Flöggunin er hvorki sýnileg í afgreiðslu annarra deilda eða í sjúkraskrá einstaklingsins. „Það sést bara á bráðamóttökunum okkar og hvergi annars staðar. Það er svo við getum aukið starfsfólk og mætt þessu þannig að við getum tryggt þetta öryggi. En alls ekki þannig að við séum að reyna að vísa fólki frá eða skerða þjónustu. Alls ekki. Þetta er til að tryggja öryggi og við gerum allt sem við getum svo fólk fái þá þjónustu sem þau þurfa.“ Flöggunin er aðeins sýnileg í tölvukerfum þriggja deilda spítalans.Mynd/Landspítali Almennt er kennitala á listanum í fjögur ár ef henni er flaggað. „Ef það verður einhver breyting hjá viðkomandi getur hann óskað eftir því við matsnefnd flöggunar að hann sé tekinn af þessum lista. Það er hægt að endurskoða það en almennt er reglan fjögur ár.“ Hann segir misjafnt hvort málin endi á borði lögreglunnar. „Auðvitað getur þetta orðið að lögreglumáli en yfirleitt er þetta þannig að við skráum þetta bara og sjúklingurinn nýtur vafans.“ Ekki bara fólk með fíknivanda á listanum Í skýrslu Ríkisendurskoðunar um ópíóíða kom fram í samtölum við hagsmunasamtök fíknisjúkra og aðstandenda þeirra að þjónustan sem er veitt á bráðamóttökunni og aðstæður þar séu ekki alltaf í samræmi við þarfir þeirra sem langt leiddir eru af fíknisjúkdómi. Það eigi sinn þátt í að aðgengi fólks með ópíóíðafíkn sé stundum takmarkað. Einstaklingum sé einnig í einhverjum tilfellum vísað burt á grundvelli svokallaðrar flöggunar í kerfinu. Ólafur segir ýmsar ástæður fyrir því að búið sé að flagga kennitölu í kerfinu. Það sé ekki alltaf tengt við fíknivanda en það geti verið samhljómur þar á milli. „Vissulega hefur það örugglega komið fyrir, en það er þá ekki endilega út af þessu, út af flöggun. Það getur þá verið önnur ástæða fyrir því að fólki er vísað frá. Við vísum fólki almennt ekki frá nema það sé eitthvað mjög sérstakt. Við tökum á móti öllum eins vel og við getum.“ Ólafur segir mikið þurfa til að komast á listann. Eitt atvik sé ekki nóg „Það er ekki þannig að þú slærð til starfsmanns og það er bara á listann með þennan. Heldur er það nefnd sem fer yfir af hverju ég vil flagga þennan og hvort það séu forsendur fyrir því. Vissulega er einhver fylgni á milli fíknivanda og þessa en það er ekki eina ástæðan. Það er ekki eins og þeir séu einir á þessum lista,“ segir Ólafur og nefnir sem dæmi að fólk beiti stundum ofbeldi þegar það er í óráði og hjá gömlu fólki geti það gerst reglulega. Þá þurfi aukið viðbragð. Þversnið samfélagsins „Þetta er algengara en maður heldur en eins og við vitum þá leita til okkar allir í samfélaginu og fólk er allskonar með allskonar veikindi og sögu á bakinu sem veldur þessari hegðun. En þetta er algengara en maður heldur. Þetta er þversnið samfélagsins sem við fáum og þá lendum við í þessu.“ Í svörum til fréttastofu um það hvernig fólk geti komist af listanum segir að flöggun gildi í fjögur ár nema sjúklingur hafi gefið tilefni til endurflöggunar. „Forsendur þess að mál sé tekið fyrir hjá matsnefnd flöggunar er að atvik vegna ofbeldishegðunar hafi verið skráð í atvikagagnagrunn spítalans. Hvert mál er metið og áhætta vegna ofbeldis er metin með stöðluðu matstæki. Ákvörðun er tekin út frá niðurstöðu áhættumats,“ segir en engin dæmi eru gefin um það hvernig fólk hafi hagað sér til að komast á þennan lista. Gert með leyfi Persónuverndar Samkvæmt svörum Landspítala hefur spítalinn fengið leyfi Persónuverndar til að auðkenna sjúklinga sem hafa sýnt ógnandi hegðun við komu á bráðamóttöku í Fossvogi, bráðamóttöku geðsviðs og Hjartagátt. Slík skráning er háð ákveðnum skilyrðum, svo sem að sjúklingur hafi sögu um ofbeldishegðun. Skráningin gildir í fjögur ár og hefur það markmið að tryggja öryggi á bráðamóttöku og forgangsraða sjúklingum. Einnig þurfa einstaklingar með ópíóíðafíkn stundum að vera á einbýli vegna ástands síns, fyrri ofbeldishegðunar, sýkinga eða annarra ástæðna. Slík úrræði séu hins vegar af skornum skammti og því geti bið eftir að komast inn á bráðamóttöku eða innlögn í einbýli orðið lengri. „Það þarf ekki einbýli, en vinnureglan er sú að við reynum að setja fólk á einbýli. Það geta verið umhverfisaðstæður sem veldur því að fólk bregst svona við og því er oft betra að hafa þau þar sem er rólegra. Það er líka auðveldara að hafa eftirlit með fólki þegar það er á einbýli en með mörgum á stofu. Það er minna áreiti. Þannig við reynum að setja viðkomandi á einbýli ef það er hægt. Þess vegna getur verið að fólk tali um tafir á þjónustu. Við þurfum stundum að púsla aðeins öðruvísi inn á deildina til að losa slíkt einbýli,“ segir Ólafur að lokum. Veistu meira um málið? Sendu okkur endilega ábendingar á ritstjorn@visir.is eða netfang blaðamanns.
Landspítalinn Fíkn Heilbrigðismál Geðheilbrigði Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent Útgöngubann í borginni í nótt Erlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Fleiri fréttir Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Sjá meira