Þriggja ára dómi fyrir að nauðga eiginkonu snúið við Tómas Arnar Þorláksson skrifar 28. júní 2024 15:38 Maðurinn var sýknaður fyrir Landsrétti. Vísir/Vilhelm Maður sem var dæmdur til þriggja ára fangelsisvistar fyrir nauðganir og stórfelld brot í nánu sambandi gagnvart eiginkonu sinni fyrir héraðsdómi var sýknaður fyrir Landsrétti í gær. Einkaréttarkröfu brotaþola var jafnframt vísað frá héraðsdómi. Maðurinn var dæmdur sekur í tveimur ákæruliðum fyrir Héraðsdómi Reykjanes á síðasta ári. Hann hafði verið ákærður í þremur ákæruliðum árið 2022. Í fyrsta lagi var honum gefið að sök að hafa samræði og endaþarmsmök við þáverandi eiginkonu sína án samþykkis en hún hafi ekki getað spornað við verknaðinum sökum svefndrunga og ölvunar. Í öðru lagi var hann sakaður um að hafa beitt aflsmuni sínum ítrekað til að hafa samræði við hana í sumarbústað. Konan hlaut eymsl á hálsi og herðum og mar á ytri kynfærum. Í þriðja lagi var hann sakaður um að hafa með þessari háttsemi skapað viðvarandi ógnarástand í sambandinu sem olli henni andlegum þjáningum, kúgun og vanmætti. Aðeins maðurinn og eiginkonan til frásagnar Maðurinn var sýknaður af fyrsta ákæruliðnum fyrir héraðsdómi, ákæruvaldið undi þeirri niðurstöðu og kom sá þáttur málsins því ekki til endurskoðunar fyrir Landsrétti. Maðurinn var þó sakfelldur fyrir nauðgun í öðrum ákæruliði sem átti sér stað í sumarbústaðnum fyrir héraðsdómi. Hann var jafnframt sakfelldur í þriðja ákæruliði fyrir að hafa gerst sekur um stórfellt brot í nánu sambandi. Í dómi Landsréttar er rakið að til frásagnar um það sem gerðist í bústaðnum væru aðeins maðurinn og fyrrverandi eiginkona hans. Maðurinn neitaði staðfastlega sök og var ekki séð að mótsagna gætti í framburði hans. Framburður konunnar nægði ekki gegn neitun mannsins Maðurinn skýrði svo frá að hann hefði haft kynmök við konuna í umrætt sinn en það hafi verið með fullu samþykki hennar. Leit Landsréttur þá til þeirra krafna sem gerðar eru til sönnunar í sakamálum og komst að þeirri niðurstöðu að ef framburður hennar ætti að vera lagður til grundvallar sakfellingu þyrfti hann að eiga sér næga stoð í framburði annarra. „Með vísan til læknisfræðilegra gagna og vættis vitna þótti framburður A ekki eiga þá stoð í gögnum málsins að hann nægði til þess, gegn eindreginni neitun ákærða, að ákæruvaldið hafi axlað þá sönnunarbyrði sem á því hvíli,“ segir í dómi Landsréttar. Út frá þessu var maðurinn sýknaður af sakargiftum samkvæmt öðrum ákærulið. Saksókn fyrir ætlað brot í nánu sambandi var alfarið bundið við þessa háttsemi og kom sá ákæruliður því ekki til frekari skoðunar hjá Landsrétti og maðurinn sýknaður af öllum ákæruliðum. Lögreglumál Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Þriggja ára fangelsi fyrir að nauðga þáverandi eiginkonu í sumarbústað Maður var í dag dæmdur til þriggja ára fangelsisvistar fyrir nauðganir og stórfelld brot í nánu sambandi. Brotin voru framin gegn fyrrverandi eiginkonu hans í sumarbústað. 14. júlí 2023 13:30 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Sjá meira
Maðurinn var dæmdur sekur í tveimur ákæruliðum fyrir Héraðsdómi Reykjanes á síðasta ári. Hann hafði verið ákærður í þremur ákæruliðum árið 2022. Í fyrsta lagi var honum gefið að sök að hafa samræði og endaþarmsmök við þáverandi eiginkonu sína án samþykkis en hún hafi ekki getað spornað við verknaðinum sökum svefndrunga og ölvunar. Í öðru lagi var hann sakaður um að hafa beitt aflsmuni sínum ítrekað til að hafa samræði við hana í sumarbústað. Konan hlaut eymsl á hálsi og herðum og mar á ytri kynfærum. Í þriðja lagi var hann sakaður um að hafa með þessari háttsemi skapað viðvarandi ógnarástand í sambandinu sem olli henni andlegum þjáningum, kúgun og vanmætti. Aðeins maðurinn og eiginkonan til frásagnar Maðurinn var sýknaður af fyrsta ákæruliðnum fyrir héraðsdómi, ákæruvaldið undi þeirri niðurstöðu og kom sá þáttur málsins því ekki til endurskoðunar fyrir Landsrétti. Maðurinn var þó sakfelldur fyrir nauðgun í öðrum ákæruliði sem átti sér stað í sumarbústaðnum fyrir héraðsdómi. Hann var jafnframt sakfelldur í þriðja ákæruliði fyrir að hafa gerst sekur um stórfellt brot í nánu sambandi. Í dómi Landsréttar er rakið að til frásagnar um það sem gerðist í bústaðnum væru aðeins maðurinn og fyrrverandi eiginkona hans. Maðurinn neitaði staðfastlega sök og var ekki séð að mótsagna gætti í framburði hans. Framburður konunnar nægði ekki gegn neitun mannsins Maðurinn skýrði svo frá að hann hefði haft kynmök við konuna í umrætt sinn en það hafi verið með fullu samþykki hennar. Leit Landsréttur þá til þeirra krafna sem gerðar eru til sönnunar í sakamálum og komst að þeirri niðurstöðu að ef framburður hennar ætti að vera lagður til grundvallar sakfellingu þyrfti hann að eiga sér næga stoð í framburði annarra. „Með vísan til læknisfræðilegra gagna og vættis vitna þótti framburður A ekki eiga þá stoð í gögnum málsins að hann nægði til þess, gegn eindreginni neitun ákærða, að ákæruvaldið hafi axlað þá sönnunarbyrði sem á því hvíli,“ segir í dómi Landsréttar. Út frá þessu var maðurinn sýknaður af sakargiftum samkvæmt öðrum ákærulið. Saksókn fyrir ætlað brot í nánu sambandi var alfarið bundið við þessa háttsemi og kom sá ákæruliður því ekki til frekari skoðunar hjá Landsrétti og maðurinn sýknaður af öllum ákæruliðum.
Lögreglumál Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Þriggja ára fangelsi fyrir að nauðga þáverandi eiginkonu í sumarbústað Maður var í dag dæmdur til þriggja ára fangelsisvistar fyrir nauðganir og stórfelld brot í nánu sambandi. Brotin voru framin gegn fyrrverandi eiginkonu hans í sumarbústað. 14. júlí 2023 13:30 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Sjá meira
Þriggja ára fangelsi fyrir að nauðga þáverandi eiginkonu í sumarbústað Maður var í dag dæmdur til þriggja ára fangelsisvistar fyrir nauðganir og stórfelld brot í nánu sambandi. Brotin voru framin gegn fyrrverandi eiginkonu hans í sumarbústað. 14. júlí 2023 13:30