Kristján Loftsson skilur ekkert hvað hvalveiðar koma alls kyns samtökum við Jakob Bjarnar skrifar 29. júní 2024 07:14 Mat Kristjáns á umhverfisverndarsamtökum kemur Árna ekki á óvart. En engu að síður sérkennilegt að sjá það svona svart á hvítu í bréfi til ráðuneytisins. vísir/vilhelm Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, kallaði eftir öllum gögnum sem Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra hafði til grundvallar ákvörðun sinni sem var að leyfa hvalveiðar. Í öllum þeim bunka leyndist upplýsandi bréf frá Kristjáni Loftssyni hjá Hval ehf. „Já, hann hefur ákveðnar skoðanir hann Kristján. Það er bara þannig,“ segir Árni í samtali við Vísi. Þó bréfið sé ítarlegt, það er í 29 liðum, er það að sama skapi flausturslegt, upp að ákveðnu marki. Í það minnsta liggur Kristján ekki á skoðun sinni. „Þetta er sent deginum áður en matvælaráðherra upplýsir um sína ákvörðun. Ég býst við að þetta hafi verið gert með hraði. En þetta endurspeglar afstöðu Kristjáns til samtaka eins og okkar. Bréf Kristjáns upplýsandi Í 12. og 13. lið bréfsins víkur Kristján að öllum þessum samtökum sem hann segir að komi bara málið hreint ekki við. Öðru máli gegnir um hagsmunasamtök eins og VLFA, Akraneskaupsstað og Félag skipstjórnarmanna og fleiri slíkra. „Já, við erum utangarðsmenn í hans huga. En þó hann sé nú kannski mest áberandi í svoleiðis umræðu þá hefur þessi afstaða til frjálsra félagasamtaka eða almennings, lengi verið mjög neikvæði í atvinnulífinu á Íslandi,“ segir Árni. Umhverfissamtök pirra atvinnulífið Hann segir að einatt sé talað um mat á umhverfisáhrifum sem kæruleiðir og eitthvað slíkt. Alltaf þegar almenningur hefur tækifæri til að veita umsögn um eitthvað. „Það pirrar marga í atvinnulífinu, því miður. Svo eru aðrir eins og Landsvirkjun sem hefur sett sér þá stefnu að eiga góð samskipti við almenning.“ Árni segir þetta hafa verið mikið magn gagna sem honum barst frá ráðuneytinu. En hann hjó í fyrstu sérstaklega eftir þessu bréfi frá Kristjáni. „Þetta hafa verið hans rök frá upphafi. Að þeir sem eru á móti þessum veiðum séu hálfgerðir villimenn úti í heimi. Hann hefur kallað þá, í samtölum við erlenda fjölmiða, „the crazies“,“ segir Árni. Hvalveiðar Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Stjórnsýsla Félagasamtök Sjávarútvegur Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Sjá meira
„Já, hann hefur ákveðnar skoðanir hann Kristján. Það er bara þannig,“ segir Árni í samtali við Vísi. Þó bréfið sé ítarlegt, það er í 29 liðum, er það að sama skapi flausturslegt, upp að ákveðnu marki. Í það minnsta liggur Kristján ekki á skoðun sinni. „Þetta er sent deginum áður en matvælaráðherra upplýsir um sína ákvörðun. Ég býst við að þetta hafi verið gert með hraði. En þetta endurspeglar afstöðu Kristjáns til samtaka eins og okkar. Bréf Kristjáns upplýsandi Í 12. og 13. lið bréfsins víkur Kristján að öllum þessum samtökum sem hann segir að komi bara málið hreint ekki við. Öðru máli gegnir um hagsmunasamtök eins og VLFA, Akraneskaupsstað og Félag skipstjórnarmanna og fleiri slíkra. „Já, við erum utangarðsmenn í hans huga. En þó hann sé nú kannski mest áberandi í svoleiðis umræðu þá hefur þessi afstaða til frjálsra félagasamtaka eða almennings, lengi verið mjög neikvæði í atvinnulífinu á Íslandi,“ segir Árni. Umhverfissamtök pirra atvinnulífið Hann segir að einatt sé talað um mat á umhverfisáhrifum sem kæruleiðir og eitthvað slíkt. Alltaf þegar almenningur hefur tækifæri til að veita umsögn um eitthvað. „Það pirrar marga í atvinnulífinu, því miður. Svo eru aðrir eins og Landsvirkjun sem hefur sett sér þá stefnu að eiga góð samskipti við almenning.“ Árni segir þetta hafa verið mikið magn gagna sem honum barst frá ráðuneytinu. En hann hjó í fyrstu sérstaklega eftir þessu bréfi frá Kristjáni. „Þetta hafa verið hans rök frá upphafi. Að þeir sem eru á móti þessum veiðum séu hálfgerðir villimenn úti í heimi. Hann hefur kallað þá, í samtölum við erlenda fjölmiða, „the crazies“,“ segir Árni.
Hvalveiðar Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Stjórnsýsla Félagasamtök Sjávarútvegur Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Sjá meira