Fótbolti

Logi og fé­lagar tóku stig af liði við toppinn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Logi Tómasson lék áður með Víkingi.
Logi Tómasson lék áður með Víkingi. Vísir/Diego

Logi Tómasson og félagar í Strömsgodset sóttu stig til Bergen í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld.

Strömsgodset gerði þá markalaust jafntefli við heimamenn í Brann. Brann var fyrir leikinn í öðru sæti með jafnmörg stig og topplið Bodö/Glimt. Bodö vann sinn leik í kvöld og er nú með tveggja stiga forskot.

Strömsgodset hefur nú leikið fjóra leiki í röð án þess að tapa og situr i sjötta sæti deildarinnar.

Logi Tómasson lék allan leikinn sem vinstri vængbakvörður og stóð sig vel. Hann reyndi meðal annars þrjú skot en tókst ekki að skora frekar en liðsfélagar hans.

Kristiansund komst yfir á móti Odd en varð að sætta sig við 1-1 jafntefli. Liðin eru með jafnmörg stig.

Hilmir Rafn Mikaelsson var í byrjunarliði Kristiansund og spilaði fram á 90. mínútu leiksins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×