Erlent

Efna til allsherjarleitar að Slater

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Leit að Jay Slater hefur enn ekki borið árangur. 
Leit að Jay Slater hefur enn ekki borið árangur. 

Allsherjarleit að Bretanum Jay Slater, sem hefur verið týndur á Kanaríeyjunni Tenerife í tæpar tvær vikur, fer fram í dag. Sjálfboðaliðar víða af eyjunni hafa verið kallaðir út til að aðstoða við leitina. 

Spænska lögreglan hefur kallað út sjálfboðaliða og hjálparsamtök á eyjunni til þess að taka þátt í leitinni í dag. Leitin fer fram við gönguleiðir nærri bænum Masca og í Rural de Teno þjóðgarðinum, þar sem síðast er vitað um ferðir Slater. BBC greinir frá. 

Hinn nítján ára gamli Jay Slater var mættur til Tenerife ásamt vinum sínum til að fara á tónlistarhátíðina NRC. Ekki hefur spurst til hans frá morgni 17. júní, þegar hann hringdi í vin sinn, sagði honum að hann ætlaði að ganga heim á leið af hátíðinni og að síminn hans væri við það að verða rafmagnslaus. 

Almannavarnir á Tenerife, sem sjá um leitina, kölluðu í gær eftir sjálfboðaliðum sérhæfðum í að leita við erfiðar aðstæður. Fjörutíu þúsund pund, eða rúmar sjö milljónir króna, hafa safnast í sjóð gerðan til að fjármagna leitina. 

Notast hefur verið við dróna, þyrlur og leitarhunda en sem fyrr segir hefur leitin ekki borið árangur. 


Tengdar fréttir

Óttast að nettröll tefji rann­sókn með sam­særis­kenningum

Fjölskylda Jay Slater, unga breska mannsins sem er týndur á Tenerife, segja áhugann á máli hans á Internetinu valda þeim miklum kvíða. Þegar sé hvarf hans versta martröð allra foreldra. Þau óttast að hávaðinn á Internetinu geti tafið rannsóknina.

Flytja inn sérhæfða leitarhunda í leitinni að Slater

Enn hefur ekkert spurst til hins nítján ára gamla Jay Slater sem hefur verið týndur í níu daga á ferðamannaeyjunni Tenerife á Kanaríeyjum. Leitarhundar frá Madríd voru fluttir til eyjunnar í dag.

Enn ekkert spurst til týnda unga mannsins á Tenerife

Vinir Jay Slater, nítján ára gamals manns sem hefur verið týndur á Tenerife síðan á mánudagsmorgun, hafa beðið bresku og spænsku lögreglurnar um að veita þeim liðsauka í leitinni. Hann var í sínu fyrsta fríi án foreldra sinna þegar hann týndist.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×