Innlent

Boða til samstöðufundar með Yazan

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Yazan er með hrörnunarsjúkdóminn Duchenne. Til stendur að vísa honum og foreldrum hans úr landi.
Yazan er með hrörnunarsjúkdóminn Duchenne. Til stendur að vísa honum og foreldrum hans úr landi. Vísir/Arnar

Landssamtökin Þroskahjálp, Duchenne Samtökin á Íslandi, Réttur barna á flótta og Einstök börn hafa boðað til samstöðufundar með Yazan Tamimi, ellefu ára palestínskum dreng með hrörnunarsjúkdóm sem vísa á úr landi. 

Í fréttatilkynningu frá skipuleggjendum segir að brottvísun geti haft afgerandi áhrif á heilsu Yazans. Kærunefnd útlendinga neitaði Yazani endanlega um vernd hér á landi fyrr í mánuðinum. 

Fundurinn fer fram í dag klukkan tvö á Austurvelli. Hátt í átta hundruð manns hafa sýnt viðburðinum áhuga á Facebook. Fluttar verða ræður og tónlistaratriði. 


Tengdar fréttir

Yazan bíður enn svara

Algjör óvissa er enn í máli tólf ára palestínsks drengs, með hrörnunarsjúkdóm, sem senda á úr landi. Tæpar þrjár vikur eru síðan stoðdeild ríkislögreglustjóra heimsótti drenginn og foreldra hans til að undirbúa brottflutning en óskað hefur verið eftir endurupptöku málsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×