Sport

Egill Sigurðs­son Ís­lands­meistari í tennis eftir bráða­bana í úr­slita­leik

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Egill hampar bikarinn með bros á vör.
Egill hampar bikarinn með bros á vör. stöð 2 sport

Spennan var mikil í úrslitaleiknum í karlaflokki á Íslandsmótinu í utanhúss tennis. Þar mættust Raj Kumar Bonifacius og Egill Sigurðsson en báðir keppa þeir undir merkjum Víkings. 

Raj sópaði völlinn á mótorhjóli milli úrslitaleikjanna.stöð 2 sport

Eftir fremur jafna byrjun í fyrsta setti tókst Agli að herða tökin og fór svo að hann tók það sett með sex vinningum gegn tveimur vinningum Raj.

Egill byrjaði annað settið betur og kom sér í góða forystu en reynslan sem býr í Raj skein svo í gegn og tókst honum að jafna stöðuna í settinu 5-5 og svo komast yfir í stöðuna 6-5.

Egill var hins vegar ekki af baki dottinn og tókst að jafna á nýjan leik og knýja fram bráðabana um sigur í settinu. Þar náði Egill að tryggja sér sigur í settinu og þar með Íslandsmeistaratitilinn með 2-0 sigri á Raj.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×