Innlent

Rændi fötum fyrir nánast hundrað þúsund

Jón Ísak Ragnarsson skrifar
Talsvert var um þjófnað úr verslunum í dag
Talsvert var um þjófnað úr verslunum í dag Vísir/Vilhelm

Tilkynnt var í dag um þjófnað í verslun í hverfi 101, þar sem fatnaði að verðmæti 92 þúsund krónum var stolið. Gerandi er ókunnur.

Þetta var á meðal verkefna lögreglunnar í dag, að því er kemur fram í dagbók lögreglu.

Þar segir einnig að tilkynnt hafi verið um þjófnað á skóm úr Laugardalslaug, og þjófnað úr verslun í hverfi 103.

Þá var tilkynnt um umferðarslys í hverfi 221, þar sem bifreið hafði verið ekið á staur og ökumaður flúið á brott.

Einnig var tilkynnt um húsbrot og skemmdarverk í leikskóla í hverfi 112, gerandi ókunnur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×