Innlent

Al­var­legar auka­verkanir af brúnkunefspreyjum og brott­vísun Yazans Tamimi

Jón Ísak Ragnarsson skrifar
STÍNA ÞULUR v2

Fjölskylda palestínsks drengs með skæðan vöðvarýrnunarsjúkdóm segir heim hans hafa hrunið þegar honum var tilkynnt endanlega nýverið að fjölskyldunni yrði vísað úr landi. Hundruð sýndu samstöðu með fjölskyldunni á Austurvelli í dag en drengurinn dvelur nú á Barnaspítalanum. Við fjöllum um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30 í opinni dagskrá.

Í kvöldfréttum tökum við einnig fyrir svokölluð brúnku-nefsprey. Alvarlegum aukaverkunum hefur verið lýst í kjölfar notkunar á spreyjunum, sem fullyrt er í auglýsingum hér á landi að auki og viðhaldi sólbrúnku. Neytendastofa hyggst taka málið til skoðunar.

Þá tökum við stöðuna á æsispennandi og líklega sögulegum kosningum í Frakklandi sem haldnar verða á morgun - og tökum púlsinn á áhyggjufullum kjósendum í Bandaríkjunum sem líst illa á forsetaframbjóðendur þar í landi eftir kappræðurnar í fyrrinótt.

Formaður foreldrafélags leikskóla á Selfossi segir það sjálfsagða kröfu að börn í Árborg fái næringarríkan mat. Mikið sé um unnar kjötvörur í leikskólum og skólum sveitarfélagsins, sem hafi slæm áhrif á börnin. Nýjasti bæjarfulltrúi meirihlutans segist ætla að fylgja málinu fast eftir. Þá verðum við í beinni frá undirbúningi Landsmóts hestamanna og Magnús Hlynur heimsækir afkastamikinn heklara í Hafnarfirði.

Klippa: Kvöldfréttir 29. júní 2024



Fleiri fréttir

Sjá meira


×