Lífið

Freyja snýr sér að þáttastjórnun

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Útvapsþátturinn Við eldhúsborðið verður á dagskrá á Rás 1 í sumar. 
Útvapsþátturinn Við eldhúsborðið verður á dagskrá á Rás 1 í sumar.  Vísir/Bjarni Einars

Freyja Haraldsdóttir baráttukona og doktorsnemi er þáttastjórnandi nýrra útvarpsþátta sem verða á dagskrá Rásar 1 í sumar. Þættirnir heita Við eldhúsborðið og fjalla um málefni fatlaðs fólks.

Frá þessu greinir Freyja á Facebook síðu sinni. Þar kemur fram að í Við eldhúsborðið verði rætt við langveikt og fatlað fólk um fötlunarréttlæti sem eigi sér stað í litlum og stórum skrefum, í gegnum baráttustarf og listsköpun, og í hversdagsleikanum, stundum við eldhúsborðið.

Hún segist hafa sótt innblástur í breska og bandaríska útvarpsþætti sem var stýrt af fötluðu fólki. „Það var svo hressandi að heyra fatlað fólk stjórna dagskránni og spurningunum og tala við annað fólk,“ segir í færslu Freyju. Í kjölfarið hafi hugmyndin um útvarpsþáttinn kviknað. 

Þá útskýrir Freyja hvers vegna þátturinn heiti Við eldhúsborðið. 

„Í gegnum þau 20 ár sem ég hef verið í einhverskonar aktivisma, persónulega og pólitískt, hef ég eytt ófáum stundum við eldhúsborðið, mitt eigið og annarra. Við eldhúsborðið höfum við skipulagt aðgerðir og skrifað greinar og yfirlýsingar, við höfum drukkið mikið kaffi, undirbúið dómsmál á þremur stigum og átt samtöl sem hafa breytt okkur. Við höfum grátið og hlegið og verið andlaus og full af krafti. Þar gerast töfrar.“

Þátturinn er á dagskrá næstu fimm mánudaga klukkan þrjár mínútur yfir fimm á Rás 1. 


Tengdar fréttir

Freyja orðin fósturmamma: „Ég elska hann mjög mikið“

Freyja Haraldsdóttir, baráttukona og réttindagæslumaður fatlaðs fólks, er orðin fósturforeldri eftir margra ára baráttu við kerfið. Hún segir biðina hafa verið langa og stranga en það hafi verið þess virði og það sé magnað að vera móðir unglingsins Steve.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.