Enski boltinn

Manchester United hefur gengið frá kaupum á yfir­manni knattspyrnumála

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Ashworth starfaði áður hjá Newcastle, Brighton, West Brom og enska knattspyrnusambandinu og þykir fær á sínu sviði.
Ashworth starfaði áður hjá Newcastle, Brighton, West Brom og enska knattspyrnusambandinu og þykir fær á sínu sviði. Serena Taylor/Newcastle United via Getty Images

Manchester United og Newcastle hafa loks gengið frá samkomulagi um kaupverð á yfirmanninum Dan Ashworth.

The Athletic greinir frá, verðið er ekki gefið upp gefið upp en vitað er að Manchester United þarf að greiða fyrir krafta Ashworth, sem hefur verið hjá Newcastle síðan 2022 og var samningsbundinn til næstu tveggja ára.

Greint var frá því fyrr í vetur að hann væri ofarlega á óskalista Jim Ratcliffe, sem gekk frá kaupum á eignarhluta og tók yfir rekstur Manchester United undir lok árs 2023.

Man. Utd. setti sig í samband við Ashworth í febrúar og hann var í kjölfarið sendur í launað leyfi frá Newcastle. Þá var greint frá því að Newcastle vildi 20 milljónir punda fyrir Ashworth. 

Hann mun starfa samhliða nýjum framkvæmdastjóra félagsins, Omar Berrada, sem kemur frá Manchester City 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×