Íslenski boltinn

Fagnaði markinu með því að þykjast kasta vatnsbrúsa

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Daniej Dejan Djuric hefur verið stórkostlegur síðan hann sneri úr banni fyrir vatnsbrúsakast. Stoðsendingaþrenna gegn Stjörnunni og mark í gær gegn Fram. 
Daniej Dejan Djuric hefur verið stórkostlegur síðan hann sneri úr banni fyrir vatnsbrúsakast. Stoðsendingaþrenna gegn Stjörnunni og mark í gær gegn Fram.  Vísir/Hulda Margrét

Víkingur hélt út gegn Fram og vann 2-1 sigur í 13. umferð Bestu deildar karla. Mörkin úr leiknum og sérstakt fagn Danijels Dejan Djuric má sjá hér fyrir neðan.

Fyrsta mark leiksins kom á 20. mínútu og þar var að verkum Valdimar Þór Ingimundarson eftir frábæra fyrirgjöf frá Færeyingnum knáa Gunnari Vatnhamar. Dómari leiksins gerði vel að stöðva ekki leikinn þegar brotið var á Danijel Dejan Djuric í aðdragandanum.

Danijel tvöfaldaði svo forystu Víkings á 38. mínútu, verðskuldað mark eftir stórkostlega endurkomu úr tveggja leikja banni fyrir að kasta vatnsbrúsa. Hann fagnaði svo með því að þykjast kasta vatnsbrúsa upp í stúku.

Tveimur mörkum undir kom Fram af krafti út í seinni hálfleikinn. Guðmundur Magnússon minnkaði muninn þegar hann stangaði boltann í netið eftir flotta fyrirgjöf frá Magnúsi Þórðarsyni.

Framarar herjuðu á Víkinga það sem eftir lifði leiks en uppskáru ekki annað mark. 

Klippa: Víkingur-Fram 2-1



Fleiri fréttir

Sjá meira


×