Akureyringar komast loksins á Prikið Boði Logason skrifar 2. júlí 2024 07:00 Á toppnum í 25 ár. Strákarnir slógu í gegn í Laugardalshöllinni í maí og stútfylltu höllina. Núna ætla þeir að halda risatónleika fyrir Akureyringa þann 30. ágúst næstkomandi. Glitta má í barinn af Prikinu á bak við rapparana knáu. Mynd/Þorgeir Ólafsson „Við erum ógeðslega spenntir fyrir því að fara með þetta „show“ til Akureyrar. Síðan við spiluðum með BT músinni á þaki á Akureyri árið 2001 höfum við elskað þetta pleis,“ segir tónlistarmaðurinn Ágúst Bent. XXX Rottweiler stútfylltu Laugardalshöllina í maí síðastliðnum þegar þeir héldu risatónleika. Tónleikarnir fóru fram úr björtustu vonum og var stemmingin engri lík eins og sjá má í myndbandinu hér fyrir neðan. Klippa: XXX Rottweiler - Negla (LIVE í Laugardalshöll) Nú ætla strákarnir að endurtaka leikinn og það á Akureyri þann 30. ágúst. „Þetta er í rauninni fyrsta sinn sem við erum sjálfir að halda tónleika en ekki bara spila á giggum sem við erum bókaðir á. Þannig að við vildum fara all-in, hafa þetta á sama skala og Up In Smoke Tour og þetta bandaríska stöff sem maður dýrkaði þegar maður var unglingur. Hafa alvöru sviðsmynd, hafa alvöru show,“ segir Bent í samtali við Vísi. Tónleikarnir fara fram í íþróttahöllinni á Akureyri og því má búast við svipaðri stemmingu og í maí. Þeir ætla að tjalda öllu til. Það vakti mikla athygli á tónleikunum í Laugardalshöllinni að búið var að smíða eftirlíkingu af barnum á Prikinu. Bent segir að sjálfsögðu fylgi barinn norður í land. „Prikið hefur náttúrulega alltaf verið ákveðinn samnefnari fyrir hiphop á Íslandi og staðurinn þar sem ég drakk í mig kjarkinn sem ég er ennþá fullur af. Þó ég sé löngu hættur að drekka,“ segir hann. Erpur Eyvindarson, betur þekktur sem Blaz Roca, er fullur tilhlökkunar og segir í samtali við Vísi að Reykjavík sé brunarúst eftir „snarhalaða og sögulega afmælistónleika XXX Rottweilerhunda í mökkstappaðri Laugardalshöll,“ eins og hann orðar það. „Höfuðborg Norðurlands þarf líka sitt Prik, svo Rottweiler-rútan neglir nú norður og niður til að fýra upp í þessu festivali ásamt hiphopp-meistaraflokki Norðurlands. Með bjór í belgnum, bassa í botni, bossa í lofti; ballið aldrei búið,“ segir Erpur Eyvindarson, betur þekktur sem BlazRoca, í samtali við Vísi. Eins og áður segir þá fara tónleikarnir fram í Íþróttahöllinni á Akureyri þann 30. ágúst. „Ég veit að fólk mun koma allstaðar að á þessa tónleika. Það er líka Akureyrarvaka þessa helgi þannig að það er eiginlega bara rugl að fara ekki norður,“ segir Bent. Nálgast má miða á tónleikana hér. Tónleikar á Íslandi Tónlist Akureyri Mest lesið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Bæjarfjallið Esjan - gönguleiðir og hjólastígar Lífið samstarf Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Sjá meira
XXX Rottweiler stútfylltu Laugardalshöllina í maí síðastliðnum þegar þeir héldu risatónleika. Tónleikarnir fóru fram úr björtustu vonum og var stemmingin engri lík eins og sjá má í myndbandinu hér fyrir neðan. Klippa: XXX Rottweiler - Negla (LIVE í Laugardalshöll) Nú ætla strákarnir að endurtaka leikinn og það á Akureyri þann 30. ágúst. „Þetta er í rauninni fyrsta sinn sem við erum sjálfir að halda tónleika en ekki bara spila á giggum sem við erum bókaðir á. Þannig að við vildum fara all-in, hafa þetta á sama skala og Up In Smoke Tour og þetta bandaríska stöff sem maður dýrkaði þegar maður var unglingur. Hafa alvöru sviðsmynd, hafa alvöru show,“ segir Bent í samtali við Vísi. Tónleikarnir fara fram í íþróttahöllinni á Akureyri og því má búast við svipaðri stemmingu og í maí. Þeir ætla að tjalda öllu til. Það vakti mikla athygli á tónleikunum í Laugardalshöllinni að búið var að smíða eftirlíkingu af barnum á Prikinu. Bent segir að sjálfsögðu fylgi barinn norður í land. „Prikið hefur náttúrulega alltaf verið ákveðinn samnefnari fyrir hiphop á Íslandi og staðurinn þar sem ég drakk í mig kjarkinn sem ég er ennþá fullur af. Þó ég sé löngu hættur að drekka,“ segir hann. Erpur Eyvindarson, betur þekktur sem Blaz Roca, er fullur tilhlökkunar og segir í samtali við Vísi að Reykjavík sé brunarúst eftir „snarhalaða og sögulega afmælistónleika XXX Rottweilerhunda í mökkstappaðri Laugardalshöll,“ eins og hann orðar það. „Höfuðborg Norðurlands þarf líka sitt Prik, svo Rottweiler-rútan neglir nú norður og niður til að fýra upp í þessu festivali ásamt hiphopp-meistaraflokki Norðurlands. Með bjór í belgnum, bassa í botni, bossa í lofti; ballið aldrei búið,“ segir Erpur Eyvindarson, betur þekktur sem BlazRoca, í samtali við Vísi. Eins og áður segir þá fara tónleikarnir fram í Íþróttahöllinni á Akureyri þann 30. ágúst. „Ég veit að fólk mun koma allstaðar að á þessa tónleika. Það er líka Akureyrarvaka þessa helgi þannig að það er eiginlega bara rugl að fara ekki norður,“ segir Bent. Nálgast má miða á tónleikana hér.
Tónleikar á Íslandi Tónlist Akureyri Mest lesið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Bæjarfjallið Esjan - gönguleiðir og hjólastígar Lífið samstarf Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Sjá meira