Brutu rúður og gengu berserksgang um klaustrið í Garðabæ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 1. júlí 2024 14:23 Umtalsverð eignaspjöll voru framin á klaustrinu. Vísir/Vilhelm Brotist var inn í klaustrið við Holtsbúð í Garðabæ og gengið berserksgang þar um seint í gærkvöldi. Umtalsverð eignaspjöll voru framin en fjölmargar rúður eru brotnar. Skúli Jónsson, stöðvarstjóri hjá lögreglunni í Garðabæ, staðfestir þetta í samtali við Vísi. „Jú jú það var gengið þarna um allt húsið það má segja það að það hafi verið gengið berserksgang,“ segir hann og bætir við að þeir sem bera sök á eignaspjöllunum fari enn huldu höfði. Lögreglan rannsakar nú atvikið en Skúli biðlar til þeirra sem kunna að hafa einhverjar upplýsingar um málið að hafa samband við lögregluna. Fjölmargar rúður voru brotnar í klaustrinu er lögreglu bar að garði.Vísir/Vilhelm Ungmenna keimur af málinu Athygli var vakin á málinu á Facebook-hóp fyrir íbúa í Garðabæ en þar er tekið fram að slökkvitækjum hafi verið hent í gegnum rúður klaustursins sem liggja nú fyrir utan húsið. Einn íbúi í grennd við klaustrið sagðist hafa séð hóp af ungmennum á mótorhjólum og skellinöðrum hjá húsinu undanfarin kvöld og að í gærkvöldi hafi verið tuttugu manna hópur við húsið. Unnið er að viðgerðum í klaustrinu í dag.Vísir/Vilhelm Skúli segir að hópamyndun ungmenna við Klaustrið sé ekki algeng en tekur þó fram „að málið beri keim af ungmennum“. Hann hvetur þá sem kunna að hafa átt hlut að máli eða orðið vitni að eignaspjöllunum að hafa samband við lögreglu. Engu stolið Engu var stolið úr klaustrinu en húsið stendur að mestu autt núna. Garðabær auglýsir núna eftir einstaklingum eða fyrirtækjum sem hafa áhuga að taka þátt í samstarfsverkefni um kaup eða leigu, endurbætur, viðhald og rekstur á húsnæðinu. Klaustrið við Holtsbúð í Garðabæ.Vísir/Vilhelm „[Klaustrið] var áður í eigu Sankti Jósefssystra. Í kaupsamningi Garðabæjar og systranna er kvöð, sem gildir til ársins 2028, um að húsnæðið verði nýtt fyrir starfsemi í þágu aldraðra eða annarrar sambærilegrar starfsemi á sviði mannúðar, heilbrigðismála, barna eða unglinga,“ segir í tilkynningu á vefsíðu Garðabæjar. Vísir/Vilhelm Lögreglumál Garðabær Tengdar fréttir Hafa áhyggjur af hópamyndun ungra karlmanna Heilt yfir hefur ofbeldisbrotum ungmenna ekki fjölgað hér á landi frá árinu 2007. Hins vegar hefur tilkynningum til lögreglu um alvarleg ofbeldisbrot fjölgað og hafa þau aldrei verið fleiri. Þá hefur lögregla sérstakar áhyggjur af hópamyndun ungmenna og ungra karlmanna í ofbeldismálum. 24. júní 2024 10:28 Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Innlent „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Erlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Fleiri fréttir Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Sjá meira
Skúli Jónsson, stöðvarstjóri hjá lögreglunni í Garðabæ, staðfestir þetta í samtali við Vísi. „Jú jú það var gengið þarna um allt húsið það má segja það að það hafi verið gengið berserksgang,“ segir hann og bætir við að þeir sem bera sök á eignaspjöllunum fari enn huldu höfði. Lögreglan rannsakar nú atvikið en Skúli biðlar til þeirra sem kunna að hafa einhverjar upplýsingar um málið að hafa samband við lögregluna. Fjölmargar rúður voru brotnar í klaustrinu er lögreglu bar að garði.Vísir/Vilhelm Ungmenna keimur af málinu Athygli var vakin á málinu á Facebook-hóp fyrir íbúa í Garðabæ en þar er tekið fram að slökkvitækjum hafi verið hent í gegnum rúður klaustursins sem liggja nú fyrir utan húsið. Einn íbúi í grennd við klaustrið sagðist hafa séð hóp af ungmennum á mótorhjólum og skellinöðrum hjá húsinu undanfarin kvöld og að í gærkvöldi hafi verið tuttugu manna hópur við húsið. Unnið er að viðgerðum í klaustrinu í dag.Vísir/Vilhelm Skúli segir að hópamyndun ungmenna við Klaustrið sé ekki algeng en tekur þó fram „að málið beri keim af ungmennum“. Hann hvetur þá sem kunna að hafa átt hlut að máli eða orðið vitni að eignaspjöllunum að hafa samband við lögreglu. Engu stolið Engu var stolið úr klaustrinu en húsið stendur að mestu autt núna. Garðabær auglýsir núna eftir einstaklingum eða fyrirtækjum sem hafa áhuga að taka þátt í samstarfsverkefni um kaup eða leigu, endurbætur, viðhald og rekstur á húsnæðinu. Klaustrið við Holtsbúð í Garðabæ.Vísir/Vilhelm „[Klaustrið] var áður í eigu Sankti Jósefssystra. Í kaupsamningi Garðabæjar og systranna er kvöð, sem gildir til ársins 2028, um að húsnæðið verði nýtt fyrir starfsemi í þágu aldraðra eða annarrar sambærilegrar starfsemi á sviði mannúðar, heilbrigðismála, barna eða unglinga,“ segir í tilkynningu á vefsíðu Garðabæjar. Vísir/Vilhelm
Lögreglumál Garðabær Tengdar fréttir Hafa áhyggjur af hópamyndun ungra karlmanna Heilt yfir hefur ofbeldisbrotum ungmenna ekki fjölgað hér á landi frá árinu 2007. Hins vegar hefur tilkynningum til lögreglu um alvarleg ofbeldisbrot fjölgað og hafa þau aldrei verið fleiri. Þá hefur lögregla sérstakar áhyggjur af hópamyndun ungmenna og ungra karlmanna í ofbeldismálum. 24. júní 2024 10:28 Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Innlent „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Erlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Fleiri fréttir Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Sjá meira
Hafa áhyggjur af hópamyndun ungra karlmanna Heilt yfir hefur ofbeldisbrotum ungmenna ekki fjölgað hér á landi frá árinu 2007. Hins vegar hefur tilkynningum til lögreglu um alvarleg ofbeldisbrot fjölgað og hafa þau aldrei verið fleiri. Þá hefur lögregla sérstakar áhyggjur af hópamyndun ungmenna og ungra karlmanna í ofbeldismálum. 24. júní 2024 10:28