Lesbíska dragdrottningin sem er að sigra tónlistarheiminn Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 2. júlí 2024 07:00 Chappell Roan er að slá í gegn um þessar mundir. Hér er hún á tónlistarhátíðinni Bonnaroo í Tennesee í júní. Erika Goldring/Getty Images Tónlistarkonan Chappell Roan kom sem stormsveipur inn í tónlistarheiminn í fyrra þegar hún gaf út plötuna The Rise And Fall of a Midwest Princess. Tvö lög af plötunni klífa nú vinsældarlista um allan heim og Chappell, sem á mjög áhugaverða sögu, skín skærar en nokkru sinni fyrr. Chappell er fædd árið 1998, alin upp í smábæ í Missouri fylki í Bandaríkjunum og kemur frá strangtrúaðri fjölskyldu. Hún sótti messur þrisvar í viku en dreymdi alltaf um að vera poppstjarna. Á uppvaxtarárunum leið henni alltaf eins og hún væri öðruvísi og þorði ekki að gangast við draumum sínum. View this post on Instagram A post shared by ・゚: *✧ Chappell Roan ✧*:・゚ (@chappellroan) Popptónlistin heillaði hana alltaf og voru tónlistarkonurnar Kesha og Lady Gaga þá sérstaklega í uppáhaldi. Í æsku hélt Chappell að hinseginleikinn væri eitthvað sem væri rangt en eftir að hún fluttist til Los Angeles fékk hún frelsið til þess að finna sjálfa sig og koma út úr skápnum. Þrátt fyrir það segist hún enn glíma við hugmyndir um hómófóbíu úr æsku og til dæmis finnst henni enn erfitt að kyssa stelpu fyrir framan ókunnugt fólk en hún segist vera að vinna sig í gegnum það. Síðastliðin ár hefur hún átt í ástarsamböndum við stelpur og kom út sem lesbía en virðist þó ekki vera í opinberu sambandi um þessar mundir. View this post on Instagram A post shared by ・゚: *✧ Chappell Roan ✧*:・゚ (@chappellroan) Hún hefur sömuleiðis rætt opinskátt um andleg veikindi en Chappell er greind með geðhvarfasýki eða bipolar 2. Fyrir tveimur árum skrifaði hún Instagram færslu þar sem hún sagði að veikindin hefðu áhrif á hennar daglega líf og tónlist hennar en hún leggi sig alla fram við að halda jafnvægi og fara vel með andlega heilsu og henni þyki mikilvægt að geta rætt það opinskátt. View this post on Instagram A post shared by ・゚: *✧ Chappell Roan ✧*:・゚ (@chappellroan) Það tók nokkrar tilraunir fyrir Chappell að láta poppstjörnudrauminn ganga upp þrátt fyrir að hafa gefið út tónlist í mörg ár. Fyrsti plötusamningurinn hennar fór ekki sem skyldi og þurfti hún að flytja aftur heim til Missouri, með brotið hjarta. Hún gafst þó ekki upp, vann ýmsar vinnur til að safna sér pening og náði að koma sér aftur til Los Angeles. Í þetta skipti var hún algjörlega óhrædd við að vera hún sjálf, klæða sig upp sem dragdrottning og þróa sinn eigin persónulega tónlistarstíl sem hefur svona líka slegið í gegn. Chappell er með tæplega 27 milljón mánaðarlega hlustendur á streymisveitunni Spotify og stærsta lagið hennar Good Luck Babe! er með um 252 milljón spilanir eins og er. Þá hefur hún hitað upp á tónleikaferðalagi fyrir Oliviu Rodrigo, komið fram á ýmsum stórum tónlistarhátíðum og er sjálf á leið í tónleikaferðalag. Hún er rísandi stjarna sem virðist vera rétt að byrja. View this post on Instagram A post shared by ・゚: *✧ Chappell Roan ✧*:・゚ (@chappellroan) Sömuleiðis virðist hún eiga góða vini í tónlistarheiminum en sjálfur Elton John birti mynd af honum og Chappell á skemmtilegu pizzakvöldi. Elton John var klæddur í bláan flauels Gucci kósí galla og skrifaði að hann algjörlega elskaði Chappell. View this post on Instagram A post shared by Elton John (@eltonjohn) Tónlist Hinsegin Hollywood Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fleiri fréttir Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira
Chappell er fædd árið 1998, alin upp í smábæ í Missouri fylki í Bandaríkjunum og kemur frá strangtrúaðri fjölskyldu. Hún sótti messur þrisvar í viku en dreymdi alltaf um að vera poppstjarna. Á uppvaxtarárunum leið henni alltaf eins og hún væri öðruvísi og þorði ekki að gangast við draumum sínum. View this post on Instagram A post shared by ・゚: *✧ Chappell Roan ✧*:・゚ (@chappellroan) Popptónlistin heillaði hana alltaf og voru tónlistarkonurnar Kesha og Lady Gaga þá sérstaklega í uppáhaldi. Í æsku hélt Chappell að hinseginleikinn væri eitthvað sem væri rangt en eftir að hún fluttist til Los Angeles fékk hún frelsið til þess að finna sjálfa sig og koma út úr skápnum. Þrátt fyrir það segist hún enn glíma við hugmyndir um hómófóbíu úr æsku og til dæmis finnst henni enn erfitt að kyssa stelpu fyrir framan ókunnugt fólk en hún segist vera að vinna sig í gegnum það. Síðastliðin ár hefur hún átt í ástarsamböndum við stelpur og kom út sem lesbía en virðist þó ekki vera í opinberu sambandi um þessar mundir. View this post on Instagram A post shared by ・゚: *✧ Chappell Roan ✧*:・゚ (@chappellroan) Hún hefur sömuleiðis rætt opinskátt um andleg veikindi en Chappell er greind með geðhvarfasýki eða bipolar 2. Fyrir tveimur árum skrifaði hún Instagram færslu þar sem hún sagði að veikindin hefðu áhrif á hennar daglega líf og tónlist hennar en hún leggi sig alla fram við að halda jafnvægi og fara vel með andlega heilsu og henni þyki mikilvægt að geta rætt það opinskátt. View this post on Instagram A post shared by ・゚: *✧ Chappell Roan ✧*:・゚ (@chappellroan) Það tók nokkrar tilraunir fyrir Chappell að láta poppstjörnudrauminn ganga upp þrátt fyrir að hafa gefið út tónlist í mörg ár. Fyrsti plötusamningurinn hennar fór ekki sem skyldi og þurfti hún að flytja aftur heim til Missouri, með brotið hjarta. Hún gafst þó ekki upp, vann ýmsar vinnur til að safna sér pening og náði að koma sér aftur til Los Angeles. Í þetta skipti var hún algjörlega óhrædd við að vera hún sjálf, klæða sig upp sem dragdrottning og þróa sinn eigin persónulega tónlistarstíl sem hefur svona líka slegið í gegn. Chappell er með tæplega 27 milljón mánaðarlega hlustendur á streymisveitunni Spotify og stærsta lagið hennar Good Luck Babe! er með um 252 milljón spilanir eins og er. Þá hefur hún hitað upp á tónleikaferðalagi fyrir Oliviu Rodrigo, komið fram á ýmsum stórum tónlistarhátíðum og er sjálf á leið í tónleikaferðalag. Hún er rísandi stjarna sem virðist vera rétt að byrja. View this post on Instagram A post shared by ・゚: *✧ Chappell Roan ✧*:・゚ (@chappellroan) Sömuleiðis virðist hún eiga góða vini í tónlistarheiminum en sjálfur Elton John birti mynd af honum og Chappell á skemmtilegu pizzakvöldi. Elton John var klæddur í bláan flauels Gucci kósí galla og skrifaði að hann algjörlega elskaði Chappell. View this post on Instagram A post shared by Elton John (@eltonjohn)
Tónlist Hinsegin Hollywood Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fleiri fréttir Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira