Lesbíska dragdrottningin sem er að sigra tónlistarheiminn Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 2. júlí 2024 07:00 Chappell Roan er að slá í gegn um þessar mundir. Hér er hún á tónlistarhátíðinni Bonnaroo í Tennesee í júní. Erika Goldring/Getty Images Tónlistarkonan Chappell Roan kom sem stormsveipur inn í tónlistarheiminn í fyrra þegar hún gaf út plötuna The Rise And Fall of a Midwest Princess. Tvö lög af plötunni klífa nú vinsældarlista um allan heim og Chappell, sem á mjög áhugaverða sögu, skín skærar en nokkru sinni fyrr. Chappell er fædd árið 1998, alin upp í smábæ í Missouri fylki í Bandaríkjunum og kemur frá strangtrúaðri fjölskyldu. Hún sótti messur þrisvar í viku en dreymdi alltaf um að vera poppstjarna. Á uppvaxtarárunum leið henni alltaf eins og hún væri öðruvísi og þorði ekki að gangast við draumum sínum. View this post on Instagram A post shared by ・゚: *✧ Chappell Roan ✧*:・゚ (@chappellroan) Popptónlistin heillaði hana alltaf og voru tónlistarkonurnar Kesha og Lady Gaga þá sérstaklega í uppáhaldi. Í æsku hélt Chappell að hinseginleikinn væri eitthvað sem væri rangt en eftir að hún fluttist til Los Angeles fékk hún frelsið til þess að finna sjálfa sig og koma út úr skápnum. Þrátt fyrir það segist hún enn glíma við hugmyndir um hómófóbíu úr æsku og til dæmis finnst henni enn erfitt að kyssa stelpu fyrir framan ókunnugt fólk en hún segist vera að vinna sig í gegnum það. Síðastliðin ár hefur hún átt í ástarsamböndum við stelpur og kom út sem lesbía en virðist þó ekki vera í opinberu sambandi um þessar mundir. View this post on Instagram A post shared by ・゚: *✧ Chappell Roan ✧*:・゚ (@chappellroan) Hún hefur sömuleiðis rætt opinskátt um andleg veikindi en Chappell er greind með geðhvarfasýki eða bipolar 2. Fyrir tveimur árum skrifaði hún Instagram færslu þar sem hún sagði að veikindin hefðu áhrif á hennar daglega líf og tónlist hennar en hún leggi sig alla fram við að halda jafnvægi og fara vel með andlega heilsu og henni þyki mikilvægt að geta rætt það opinskátt. View this post on Instagram A post shared by ・゚: *✧ Chappell Roan ✧*:・゚ (@chappellroan) Það tók nokkrar tilraunir fyrir Chappell að láta poppstjörnudrauminn ganga upp þrátt fyrir að hafa gefið út tónlist í mörg ár. Fyrsti plötusamningurinn hennar fór ekki sem skyldi og þurfti hún að flytja aftur heim til Missouri, með brotið hjarta. Hún gafst þó ekki upp, vann ýmsar vinnur til að safna sér pening og náði að koma sér aftur til Los Angeles. Í þetta skipti var hún algjörlega óhrædd við að vera hún sjálf, klæða sig upp sem dragdrottning og þróa sinn eigin persónulega tónlistarstíl sem hefur svona líka slegið í gegn. Chappell er með tæplega 27 milljón mánaðarlega hlustendur á streymisveitunni Spotify og stærsta lagið hennar Good Luck Babe! er með um 252 milljón spilanir eins og er. Þá hefur hún hitað upp á tónleikaferðalagi fyrir Oliviu Rodrigo, komið fram á ýmsum stórum tónlistarhátíðum og er sjálf á leið í tónleikaferðalag. Hún er rísandi stjarna sem virðist vera rétt að byrja. View this post on Instagram A post shared by ・゚: *✧ Chappell Roan ✧*:・゚ (@chappellroan) Sömuleiðis virðist hún eiga góða vini í tónlistarheiminum en sjálfur Elton John birti mynd af honum og Chappell á skemmtilegu pizzakvöldi. Elton John var klæddur í bláan flauels Gucci kósí galla og skrifaði að hann algjörlega elskaði Chappell. View this post on Instagram A post shared by Elton John (@eltonjohn) Tónlist Hinsegin Hollywood Mest lesið Er endaþarmsörvun bara fyrir homma? Lífið Töpuðu dómsmáli vegna húss sem reyndist fullt af myglu Lífið Dóttir Sunnevu og Baltasars ber nafnið Kormákur Lífið Nær dauða en lífi eftir svæsna matareitrun á Michelin stað Lífið Teri Garr látin Lífið Héldu skírnarveislu á Hótel Borg Lífið Skagastelpan sem gerðist menntaskólakennari í Flórída Lífið Kenningin sem knúði valdaránstilraunina Lífið Bündchen 44 ára og ólétt Lífið Magnað að aðdáendur flúri textana á sig Lífið Fleiri fréttir „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Reyna að eyða minningum um hvort annað í sturluðum dansi Frumsýning á Vísi: Rokkað á miðju gólfi komin sjö mánuði á leið „Þetta er sem betur fer ekki upp á líf og dauða“ Ævintýrin hófust þegar hann hafnaði Juilliard Enginn súr í sætu teiti í Ásmundarsal „Ég fæ morgnana til að vera bara ég“ Rokkþyrstir geta tekið gleði sína á ný Sigga Ózk verður Ariana Grande og flytur til Noregs Ávísun á eilíf vonbrigði að elta góða veðrið Frumsýning á Vísi: Landsliðsmaður gefur út lag með pabba sínum Taylor Swift jafnaði met Beyoncé á VMA Myndaveisla: Ofurfjör á Októberfest Sáu ekki fyrir sér vinsældirnar en fagna nú 36 árum Sergio Mendes höfundur Mas Que Nada látinn Gáfu tóndæmi af Barfly í beinni Aldrei séð annað eins: IceGuys seldi nítján þúsund miða Herra Hnetusmjör stoltur eftir tryllta afmælishelgi Samtalið órjúfanlegur hluti af sköpuninni Sjá meira
Chappell er fædd árið 1998, alin upp í smábæ í Missouri fylki í Bandaríkjunum og kemur frá strangtrúaðri fjölskyldu. Hún sótti messur þrisvar í viku en dreymdi alltaf um að vera poppstjarna. Á uppvaxtarárunum leið henni alltaf eins og hún væri öðruvísi og þorði ekki að gangast við draumum sínum. View this post on Instagram A post shared by ・゚: *✧ Chappell Roan ✧*:・゚ (@chappellroan) Popptónlistin heillaði hana alltaf og voru tónlistarkonurnar Kesha og Lady Gaga þá sérstaklega í uppáhaldi. Í æsku hélt Chappell að hinseginleikinn væri eitthvað sem væri rangt en eftir að hún fluttist til Los Angeles fékk hún frelsið til þess að finna sjálfa sig og koma út úr skápnum. Þrátt fyrir það segist hún enn glíma við hugmyndir um hómófóbíu úr æsku og til dæmis finnst henni enn erfitt að kyssa stelpu fyrir framan ókunnugt fólk en hún segist vera að vinna sig í gegnum það. Síðastliðin ár hefur hún átt í ástarsamböndum við stelpur og kom út sem lesbía en virðist þó ekki vera í opinberu sambandi um þessar mundir. View this post on Instagram A post shared by ・゚: *✧ Chappell Roan ✧*:・゚ (@chappellroan) Hún hefur sömuleiðis rætt opinskátt um andleg veikindi en Chappell er greind með geðhvarfasýki eða bipolar 2. Fyrir tveimur árum skrifaði hún Instagram færslu þar sem hún sagði að veikindin hefðu áhrif á hennar daglega líf og tónlist hennar en hún leggi sig alla fram við að halda jafnvægi og fara vel með andlega heilsu og henni þyki mikilvægt að geta rætt það opinskátt. View this post on Instagram A post shared by ・゚: *✧ Chappell Roan ✧*:・゚ (@chappellroan) Það tók nokkrar tilraunir fyrir Chappell að láta poppstjörnudrauminn ganga upp þrátt fyrir að hafa gefið út tónlist í mörg ár. Fyrsti plötusamningurinn hennar fór ekki sem skyldi og þurfti hún að flytja aftur heim til Missouri, með brotið hjarta. Hún gafst þó ekki upp, vann ýmsar vinnur til að safna sér pening og náði að koma sér aftur til Los Angeles. Í þetta skipti var hún algjörlega óhrædd við að vera hún sjálf, klæða sig upp sem dragdrottning og þróa sinn eigin persónulega tónlistarstíl sem hefur svona líka slegið í gegn. Chappell er með tæplega 27 milljón mánaðarlega hlustendur á streymisveitunni Spotify og stærsta lagið hennar Good Luck Babe! er með um 252 milljón spilanir eins og er. Þá hefur hún hitað upp á tónleikaferðalagi fyrir Oliviu Rodrigo, komið fram á ýmsum stórum tónlistarhátíðum og er sjálf á leið í tónleikaferðalag. Hún er rísandi stjarna sem virðist vera rétt að byrja. View this post on Instagram A post shared by ・゚: *✧ Chappell Roan ✧*:・゚ (@chappellroan) Sömuleiðis virðist hún eiga góða vini í tónlistarheiminum en sjálfur Elton John birti mynd af honum og Chappell á skemmtilegu pizzakvöldi. Elton John var klæddur í bláan flauels Gucci kósí galla og skrifaði að hann algjörlega elskaði Chappell. View this post on Instagram A post shared by Elton John (@eltonjohn)
Tónlist Hinsegin Hollywood Mest lesið Er endaþarmsörvun bara fyrir homma? Lífið Töpuðu dómsmáli vegna húss sem reyndist fullt af myglu Lífið Dóttir Sunnevu og Baltasars ber nafnið Kormákur Lífið Nær dauða en lífi eftir svæsna matareitrun á Michelin stað Lífið Teri Garr látin Lífið Héldu skírnarveislu á Hótel Borg Lífið Skagastelpan sem gerðist menntaskólakennari í Flórída Lífið Kenningin sem knúði valdaránstilraunina Lífið Bündchen 44 ára og ólétt Lífið Magnað að aðdáendur flúri textana á sig Lífið Fleiri fréttir „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Reyna að eyða minningum um hvort annað í sturluðum dansi Frumsýning á Vísi: Rokkað á miðju gólfi komin sjö mánuði á leið „Þetta er sem betur fer ekki upp á líf og dauða“ Ævintýrin hófust þegar hann hafnaði Juilliard Enginn súr í sætu teiti í Ásmundarsal „Ég fæ morgnana til að vera bara ég“ Rokkþyrstir geta tekið gleði sína á ný Sigga Ózk verður Ariana Grande og flytur til Noregs Ávísun á eilíf vonbrigði að elta góða veðrið Frumsýning á Vísi: Landsliðsmaður gefur út lag með pabba sínum Taylor Swift jafnaði met Beyoncé á VMA Myndaveisla: Ofurfjör á Októberfest Sáu ekki fyrir sér vinsældirnar en fagna nú 36 árum Sergio Mendes höfundur Mas Que Nada látinn Gáfu tóndæmi af Barfly í beinni Aldrei séð annað eins: IceGuys seldi nítján þúsund miða Herra Hnetusmjör stoltur eftir tryllta afmælishelgi Samtalið órjúfanlegur hluti af sköpuninni Sjá meira