Guðmundur Elís í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Ólafur Björn Sverrisson skrifar 1. júlí 2024 18:23 Guðmundur Elís í haldi lögreglu árið 2020 þegar hann var grunaður um tilraun til manndráps. Guðmundur Elís Briem Sigurvinsson hefur verið dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun sem átti sér stað í Vestmannaeyjum í september árið 2021. Hann hefur áður komist í kast við lögin vegna grófs ofbeldis. Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur, þar sem Guðmundur er sakfelldur, féll þann 5. júní en var birtur á vefsíðu dómstólanna í dag. Ofbeldisbrot Guðmundar hafa áður ratað í fjölmiðla. Fyrrverandi kærasta hans greindi frá miklu ofbeldi í sambandi þeirra og vöktu myndir, sem sýndu áverka stúlkunnar mikla athygli. Sömuleiðis tólf mánaða fangelsisdómur Guðmundar fyrir brotin, sem mörgum þótti of mildur. Í apríl í fyrra var Guðmundur síðan handtekinn við höfnina í Reykjanesbæ eftir að tilkynning barst lögreglu um að 15 ára stúlka væri með honum í för á bát sem var á leið í róður um morguninn. Greint var frá þeirri nauðgun, sem Guðmundur er dæmdur fyrir nú, þann 3. september árið 2021. Þá var Guðmundur á skilorði vegna dóms sem hann hlaut fyrir líkamsárás gegn þáverandi kærustu. Í dómsmálinu var dæmt í tveimur sakamálum sem voru sameinuð en hann var einnig ákærður fyrir brot í nánu sambandi fyrir að hafa veist að þáverandi kærustu, Kamillu Ívarsdóttur, í Hafnarfirði árið 2020. Guðmundur var sýknaður af þeirri ákæru en niðurstaða um sýknu var meðal annars reist á því að áverkar hennar voru ekki taldir passa við lýsingu hennar á atvikum. Þá var auk þess langt liðið frá því að meint brot áttu sér stað og skýrslutaka fór fram. Hittust á bar og fóru í eftirpartí Varðandi nauðgunarbrotið segir í dómi héraðsdóms að tilkynning hafi borist lögreglu um nauðgun og líkamsárás aðfararanótt 2. september 2021. Brotaþoli hafi mætt á lögreglustöð ásamt vitni og móður en Guðmundur var handtekinn klukkutíma síðar á bryggju á Vestmannaeyjahöfn þar sem hann og annar skipverji biðu þess að verða sóttir. Brotaþoli kvaðst hafa hitt Guðmund ásamt hinum skipverjanum á bar með vinkonu og farið heim til hennar eftir lokun staðarins. Þau hefðu setið saman í sófa að kyssast og ákveðið að fara saman niður í svefnherbergi til að hafa samfarir. Brotaþoli kvað hann hafa bryjað að vera „fullgrófur“ og hún beðið hann að róa sig en hann slegið hana með flötum lófa fjórum til fimm sinnum utan undir og sagt henni að hún væri hans. Kvaðst hún hafa beðið Guðmund að hætta samförunum og ofbeldinu og hefði hann þá tekið hana hálstaki með hægri hendi svo hún komst ekki burt frá honum. Þá hefði hann ekki leyft henni að fara á klósettið og hún loks síðan hlaupið nakin upp stigann og inn í herbergi vinkonunnar sem hefði komið þangað inn og klætt hana í föt. Þau hringdu í kjölfarið í móður vinkonunnar sem skutlaði þeim á lögreglustöð. Kæran sé til komin vegna „haturs í samfélaginu“ Í móttökuskýrslu hjúkrunarfræðings segir að stúlkan hafi verið í losti við komu til hjúkrunarfræðingsins, grátið og verið rauð, þrútin og þreytt að sjá. Við skoðun lýsti hún verki í hársverði, verkjum við leggöng og eymslum í hálsi. Þá var hún með marbletti víða á líkamanum. Guðmundur kvaðst hafa verið ölvaður, reykt mikið kannabis og tekið kókaín eða amfetamín. Hann kannaðist ekki við lýsingu brotaþola og velti því fyrir sér við skýrslutöku hvort brotaþoli hafi viljað sofa hjá honum en séð eftir því af því að hann væri hataður í samfélaginu og því lagt fram kæru. Í niðurstöðu héraðsdóms kemur fram að framburður hennar fái stoð í þeim gögnum sem lögð hafi verið fram við meðferð máls. Hún hafi strax leitað til lögreglu sem og framburður hennar verið stöðugur í gegnum alla meðferð málsins. Þá hafi ekkert fram komið sem bendir til þess að brotaþoli hafi vitað hver ákærði hafi verið þegar meint brot átti sér stað og þekkt forsögu hans heldur einungis þekkt hann undir millinafni. Með vísan til framangreinds var talið sannað að Guðmundur hefði sýnt af sér þá háttsemi gagnvart brotaþola sem lýst var í ákæru. Guðmundur var því dæmdur í óskilorðsbundið fangelsi til þriggja ára og gert að greiða henni tvær milljónir króna í miskabætur. Lögreglumál Vestmannaeyjar Dómsmál Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Hótaði að drepa Kamillu og fjölskyldu hennar ef hún færi Kamilla Ívarsdóttir hefur þurft að þola gróft ofbeldi af hendi fyrrverandi kærasta síns. Hann var í mars á þessu dæmdur í 12 mánaða fangelsi fyrir fólskulega líkamsárás á hana í október síðastliðinn. Kamilla var þá 17 ára. Hún hefur nú kært hann fyrir aðra árás. 10. september 2020 20:12 Guðmundi sleppt eftir skýrslutöku í gær Ekki verður farið fram á gæsluvarðhald yfir Guðmundi Elís Sigurvinssyni sem handtekinn var við höfnina í Reykjanesbæ í gær eftir að tilkynnt var að fimmtán ára stúlka í Vestmannaeyjum hefði ekki skilað sér heim í gær. Stúlkan fannst um borð í bát við veiðar á Suðurnesjum. Guðmundur var látinn laus að loknum skýrslutökum. 3. apríl 2023 10:06 Guðmundur rekinn Guðmundur Elís Sigurvinsson mun ekki starfa áfram á Grímsnesi GK-555 eftir að fimmtán ára stúlka fannst um borð. Skipstjórinn segist hafa rekið hann í gærkvöldi. Guðmundur á sögu um gróft ofbeldi en var sleppt að lokinni skýrslutöku í gær. 3. apríl 2023 17:07 Of ung til að átta sig á að hún væri í ofbeldissambandi Kamilla Ívarsdóttir þurfti að þola gróft ofbeldi af hendi fyrrverandi kærasta síns. Hún var fyrsti gestur nýs hlaðvarpsþáttar, Eigin konur, sem er í umsjón Eddu Falak og Fjólu Sigurðardóttur. Í þættinum ræðir Kamilla ítarlega um ofbeldissamband sem hófst snemma á táningsárum hennar. Þegar fram líða stundir vill hún hjálpa konum í sömu sporum. 27. mars 2021 13:08 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Mæðgur látnar eftir árásina í München Erlent Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Innlent Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Innlent Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Erlent Fleiri fréttir Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Hefur áhyggjur af börnum í strætó Börnin líði fyrir „á meðan stjórnvöld fljóta sofandi að feigðarósi“ Bændasamtökin fordæma illa meðferð á hrossum Bregst við gagnrýni Brakkasamtakanna á gjaldtöku Sjá meira
Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur, þar sem Guðmundur er sakfelldur, féll þann 5. júní en var birtur á vefsíðu dómstólanna í dag. Ofbeldisbrot Guðmundar hafa áður ratað í fjölmiðla. Fyrrverandi kærasta hans greindi frá miklu ofbeldi í sambandi þeirra og vöktu myndir, sem sýndu áverka stúlkunnar mikla athygli. Sömuleiðis tólf mánaða fangelsisdómur Guðmundar fyrir brotin, sem mörgum þótti of mildur. Í apríl í fyrra var Guðmundur síðan handtekinn við höfnina í Reykjanesbæ eftir að tilkynning barst lögreglu um að 15 ára stúlka væri með honum í för á bát sem var á leið í róður um morguninn. Greint var frá þeirri nauðgun, sem Guðmundur er dæmdur fyrir nú, þann 3. september árið 2021. Þá var Guðmundur á skilorði vegna dóms sem hann hlaut fyrir líkamsárás gegn þáverandi kærustu. Í dómsmálinu var dæmt í tveimur sakamálum sem voru sameinuð en hann var einnig ákærður fyrir brot í nánu sambandi fyrir að hafa veist að þáverandi kærustu, Kamillu Ívarsdóttur, í Hafnarfirði árið 2020. Guðmundur var sýknaður af þeirri ákæru en niðurstaða um sýknu var meðal annars reist á því að áverkar hennar voru ekki taldir passa við lýsingu hennar á atvikum. Þá var auk þess langt liðið frá því að meint brot áttu sér stað og skýrslutaka fór fram. Hittust á bar og fóru í eftirpartí Varðandi nauðgunarbrotið segir í dómi héraðsdóms að tilkynning hafi borist lögreglu um nauðgun og líkamsárás aðfararanótt 2. september 2021. Brotaþoli hafi mætt á lögreglustöð ásamt vitni og móður en Guðmundur var handtekinn klukkutíma síðar á bryggju á Vestmannaeyjahöfn þar sem hann og annar skipverji biðu þess að verða sóttir. Brotaþoli kvaðst hafa hitt Guðmund ásamt hinum skipverjanum á bar með vinkonu og farið heim til hennar eftir lokun staðarins. Þau hefðu setið saman í sófa að kyssast og ákveðið að fara saman niður í svefnherbergi til að hafa samfarir. Brotaþoli kvað hann hafa bryjað að vera „fullgrófur“ og hún beðið hann að róa sig en hann slegið hana með flötum lófa fjórum til fimm sinnum utan undir og sagt henni að hún væri hans. Kvaðst hún hafa beðið Guðmund að hætta samförunum og ofbeldinu og hefði hann þá tekið hana hálstaki með hægri hendi svo hún komst ekki burt frá honum. Þá hefði hann ekki leyft henni að fara á klósettið og hún loks síðan hlaupið nakin upp stigann og inn í herbergi vinkonunnar sem hefði komið þangað inn og klætt hana í föt. Þau hringdu í kjölfarið í móður vinkonunnar sem skutlaði þeim á lögreglustöð. Kæran sé til komin vegna „haturs í samfélaginu“ Í móttökuskýrslu hjúkrunarfræðings segir að stúlkan hafi verið í losti við komu til hjúkrunarfræðingsins, grátið og verið rauð, þrútin og þreytt að sjá. Við skoðun lýsti hún verki í hársverði, verkjum við leggöng og eymslum í hálsi. Þá var hún með marbletti víða á líkamanum. Guðmundur kvaðst hafa verið ölvaður, reykt mikið kannabis og tekið kókaín eða amfetamín. Hann kannaðist ekki við lýsingu brotaþola og velti því fyrir sér við skýrslutöku hvort brotaþoli hafi viljað sofa hjá honum en séð eftir því af því að hann væri hataður í samfélaginu og því lagt fram kæru. Í niðurstöðu héraðsdóms kemur fram að framburður hennar fái stoð í þeim gögnum sem lögð hafi verið fram við meðferð máls. Hún hafi strax leitað til lögreglu sem og framburður hennar verið stöðugur í gegnum alla meðferð málsins. Þá hafi ekkert fram komið sem bendir til þess að brotaþoli hafi vitað hver ákærði hafi verið þegar meint brot átti sér stað og þekkt forsögu hans heldur einungis þekkt hann undir millinafni. Með vísan til framangreinds var talið sannað að Guðmundur hefði sýnt af sér þá háttsemi gagnvart brotaþola sem lýst var í ákæru. Guðmundur var því dæmdur í óskilorðsbundið fangelsi til þriggja ára og gert að greiða henni tvær milljónir króna í miskabætur.
Lögreglumál Vestmannaeyjar Dómsmál Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Hótaði að drepa Kamillu og fjölskyldu hennar ef hún færi Kamilla Ívarsdóttir hefur þurft að þola gróft ofbeldi af hendi fyrrverandi kærasta síns. Hann var í mars á þessu dæmdur í 12 mánaða fangelsi fyrir fólskulega líkamsárás á hana í október síðastliðinn. Kamilla var þá 17 ára. Hún hefur nú kært hann fyrir aðra árás. 10. september 2020 20:12 Guðmundi sleppt eftir skýrslutöku í gær Ekki verður farið fram á gæsluvarðhald yfir Guðmundi Elís Sigurvinssyni sem handtekinn var við höfnina í Reykjanesbæ í gær eftir að tilkynnt var að fimmtán ára stúlka í Vestmannaeyjum hefði ekki skilað sér heim í gær. Stúlkan fannst um borð í bát við veiðar á Suðurnesjum. Guðmundur var látinn laus að loknum skýrslutökum. 3. apríl 2023 10:06 Guðmundur rekinn Guðmundur Elís Sigurvinsson mun ekki starfa áfram á Grímsnesi GK-555 eftir að fimmtán ára stúlka fannst um borð. Skipstjórinn segist hafa rekið hann í gærkvöldi. Guðmundur á sögu um gróft ofbeldi en var sleppt að lokinni skýrslutöku í gær. 3. apríl 2023 17:07 Of ung til að átta sig á að hún væri í ofbeldissambandi Kamilla Ívarsdóttir þurfti að þola gróft ofbeldi af hendi fyrrverandi kærasta síns. Hún var fyrsti gestur nýs hlaðvarpsþáttar, Eigin konur, sem er í umsjón Eddu Falak og Fjólu Sigurðardóttur. Í þættinum ræðir Kamilla ítarlega um ofbeldissamband sem hófst snemma á táningsárum hennar. Þegar fram líða stundir vill hún hjálpa konum í sömu sporum. 27. mars 2021 13:08 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Mæðgur látnar eftir árásina í München Erlent Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Innlent Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Innlent Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Erlent Fleiri fréttir Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Hefur áhyggjur af börnum í strætó Börnin líði fyrir „á meðan stjórnvöld fljóta sofandi að feigðarósi“ Bændasamtökin fordæma illa meðferð á hrossum Bregst við gagnrýni Brakkasamtakanna á gjaldtöku Sjá meira
Hótaði að drepa Kamillu og fjölskyldu hennar ef hún færi Kamilla Ívarsdóttir hefur þurft að þola gróft ofbeldi af hendi fyrrverandi kærasta síns. Hann var í mars á þessu dæmdur í 12 mánaða fangelsi fyrir fólskulega líkamsárás á hana í október síðastliðinn. Kamilla var þá 17 ára. Hún hefur nú kært hann fyrir aðra árás. 10. september 2020 20:12
Guðmundi sleppt eftir skýrslutöku í gær Ekki verður farið fram á gæsluvarðhald yfir Guðmundi Elís Sigurvinssyni sem handtekinn var við höfnina í Reykjanesbæ í gær eftir að tilkynnt var að fimmtán ára stúlka í Vestmannaeyjum hefði ekki skilað sér heim í gær. Stúlkan fannst um borð í bát við veiðar á Suðurnesjum. Guðmundur var látinn laus að loknum skýrslutökum. 3. apríl 2023 10:06
Guðmundur rekinn Guðmundur Elís Sigurvinsson mun ekki starfa áfram á Grímsnesi GK-555 eftir að fimmtán ára stúlka fannst um borð. Skipstjórinn segist hafa rekið hann í gærkvöldi. Guðmundur á sögu um gróft ofbeldi en var sleppt að lokinni skýrslutöku í gær. 3. apríl 2023 17:07
Of ung til að átta sig á að hún væri í ofbeldissambandi Kamilla Ívarsdóttir þurfti að þola gróft ofbeldi af hendi fyrrverandi kærasta síns. Hún var fyrsti gestur nýs hlaðvarpsþáttar, Eigin konur, sem er í umsjón Eddu Falak og Fjólu Sigurðardóttur. Í þættinum ræðir Kamilla ítarlega um ofbeldissamband sem hófst snemma á táningsárum hennar. Þegar fram líða stundir vill hún hjálpa konum í sömu sporum. 27. mars 2021 13:08