Í dagbókarfærslu lögreglu fyrir gærkvöldið og nóttina segir að húsráðandi hafi sjálfur hringt til lögreglu. Mennirnir grímuklæddu hafi yfirgefið vettvang á bifreið en lögregla stöðvað akstur þeirra skömmu síðar.
Allir í bifreiðinni hafi verið handteknir og vistaðir í fangaklefa vegna gruns um þjófnað og húsbrot. Málið sé í rannsókn.