Körfubolti

Gerir nýjan 44 milljarða risa­samning við Boston

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Tatum verður áfram í grænu.
Tatum verður áfram í grænu. Elsa/Getty Images

Jayson Tatum, leikmaður meistaraliðs Boston Celtics í NBA-deildinni í körfubolta, ætti að eiga fyrir salti í grautinn næstu árin en hann er við það að skrifa undir stærsta samning í sögu deildarinnar.

Hinn 26 ára gamli Tatum vann sinn fyrsta meistaratitil á nýafstaðinni leiktíð þegar Boston var án efa besta lið deildarinnar. Skoraði Tatum að meðaltali 27 stig í leik, tók 8 fráköst og gaf 5 stoðsendingar.

Boston hefur engan áhuga á að missa kappann frá sér og hefur gefið honum nýjan fimm ára ofursamning. Þar sem hann hefur verið hjá Boston allan sinn feril getur félagið boðið honum mestan pening og það hefur það svo sannarlega gert.

Um er að ræða samning sem hljóðar upp á 315 milljónir Bandaríkjadala yfir fimm ár eða tæplega 44 milljarða íslenskra króna. Samningurinn tekur gildi eftir næstu leiktíð og heldur Tatum hjá Boston til ársins 2030.

Með þessu hefur Boston gert tvo stærstu samninga í sögu deildarinnar en á síðasta ári skrifaði Jaylen Brown, kollegi Tatum, undir glænýjan fimm ára samning upp á 304 milljónir Bandaríkjadala. Brown skoraði 23 stig að meðaltali í leik á síðustu leiktíð ásamt því að taka 5,5 fráköst og gefa 3,5 stoðsendingar.


Tengdar fréttir

NBA meistarar Boston Celtics til sölu

Fjárfestingahópurinn sem á meirihluta í Boston Celtics ætlar að selja félagið aðeins nokkrum dögum eftir að liðið varð meistari.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×