Viðskipti innlent

Tekur við fjár­málunum hjá Securitas

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Einar Péturson er nýr framkvæmdastjóri fjármálasviðs hjá Securitas.
Einar Péturson er nýr framkvæmdastjóri fjármálasviðs hjá Securitas.

Einar Pétursson hefur verið ráðinn nýr framkvæmdastjóri fjármálasviðs hjá Securitas. Einar starfaði áður við fyrirtækjaráðgjöf hjá Landsbankanum.

Einar Pétursson hefur verið ráðinn nýr framkvæmdastjóri fjármálasviðs hjá Securitas. Einar starfaði áður við fyrirtækjaráðgjöf hjá Landsbankanum. Hann er með B.Sc. gráðu í fjármálaverkfræði frá Háskólanum í Reykjavík og meistaragráðu í fjármálum frá Háskólanum í Lundi, Svíþjóð. 

„Þekking hans og reynsla mun efla starfsemina í þeim spennandi verkefnum sem fram undan eru hjá félaginu,“ segir í tilkynningu frá Securitas. Einar hefur störf á næstu vikum.

Einnig hefur sú breyting verið gerð á skipuriti félagsins að Guðrún Inga Guðlaugsdóttir, sem starfað hefur sem mannauðsstjóri frá árinu 2019 hefur verið ráðin framkvæmdastjóri yfir nýju sviði Mannauðs og menningar. Undir mannauði og menningu falla mannauðsmál ásamt umbóta- og gæðamál og sjálfbærnimálefni félagsins. 

„Með breytingunni leggur félagið enn frekari áherslu á miðlægri nálgun mannauðsmála, umbótahugsun og samfélagslegri ábyrgð. Guðrún Inga er með B.Sc. gráðu í viðskiptafræði frá Háskólanum á Akureyri, Stjórnendamarkþjálfi frá Opna Háskólanum í Reykjavík og diploma í stjórnun og starfsmannamálum frá Háskólanum í Reykjavík,“ segir í tilkynningunni.

„Það er ákaflega spennandi að fá Einar til liðs við okkur og erum við sannfærð um að reynsla hans og þekking komi til með að reynast Securitas vel. Mannauður og menning eru mikilvægir innviðir í starfsemi félagsins og með þá víðtæku reynslu innan félagsins sem Guðrún Inga hefur erum við að koma þessum málaflokkum í góðar hendur,“ segir Jóhann Gunnar Jóhannsson, forstjóri Securitas.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×