Uppgjör: Stjarnan-Keflavík 1-0 | Sigur í fyrsta leik nýja þjálfarans Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 2. júlí 2024 17:31 Úlfa Dís Kreye Úlfarsdóttir skoraði eina mark leiksins. Vísir/Diego Stjarnan vann mikilvægan og langþráðan 1-0 sigur er liðið tók á móti Keflavík í Bestu-deild kvenna í knattspyrnu í kvöld, í fyrsta leik liðsins undir stjórn Jóhannesar Karls Sigursteinssonar. Leikurinn var nokkuð fjörugur í fyrri hálfleik og fengu bæði lið sín færi til að skora. Stjörnukonur ógnuðu meira til að byrja með, en Saorla Miller kom þó boltanum í netið fyrir Keflvíkinga á 18. mínútu. Hún átti þá skot á nærstöngina sem Erin varði, en Miller hrifsaði svo boltann af Mcleod og setti boltann í netið. Guðmundur Páll Friðbertsson, dómari leiksins, var þó vel staðsettur og sá að Erin var með hönd á boltanum og markið fékk því ekki að standa. Saorla fékk svo aftur færi á 35. mínútu og í þetta skipti átti hún að skora. Erin fór þá í skógarhlaup út úr markinu og hitti ekki boltann þegar hún reyndi að kýla hann í burtu. Boltinn skoppaði þá á Saorlu sem reyndi skot þegar aðeins einn varnarmaður var á milli hennar og marksins, en mokaði boltanum yfir þverslána. Hvorugu liðinu tókst því að skora löglegt mark fyrir hlé og var staðan 0-0 þegar flautað var til hálfleiks og liðin gengu til búningsherbergja. Stjörnukonur voru heldur sterkari lengst af í síðari hálfleik, en færin létu þó að miklu leyti á sér standa. Úlfa Dís Kreye Úlfarsdóttir þurfti þó ekkert dauðafæri eftir rétt tæplega klukkutíma leik þegar boltinn barst til hennar rétt fyrir utan hægra vítateigshornið þar sem hún lét vaða og þrumuskot hennar fann fjærhornið, 1-0. Stjarnan hélt áfram að sækja og heimakonur komu boltanum aftur í netið á 64. mínútu eftir darraðardans í teignum. Gestirnir sluppu þó með skrekkinn þar sem Hulda Hrund Arnarsdóttir var rangstæð áður en hún fór í baráttu um boltann og markið því dæmt af. Keflvíkingar fengu þó einnig sín færi til að jafna metin. Þegar um stundarfjórðungur var eftir af leiknum lögðust heimakonur mjög aftarlega á völlinn og Keflavíkurliðið sótti stíft. Inn vildi boltinn þó ekki og niðurstaðan varð að lokum 1-0 sigur Stjörnunnar. Þetta var fyrsti deildarsigur Stjörnunnar síðan liðið vann 2-1 sigur gegn Fylki þann 24. maí síðastliðinn og í fyrsta skipti í sumar sem liðið heldur hreinu í Bestu-deildinni. Stjarnan er nú með 12 stig í 6. sæti deildarinnar, sex stigum meira en Keflavík sem situr í næstneðsta sæti. Atvik leiksins Mark Úlfu Dísar verður að fá að vera atvik leiksins. Þrumuskot fyrir utan teig sem Vera Varis átti ekki möguleika í. Stjörnur og skúrkar Stjörnukonurnar Úlfa Dís og Anna María Baldúrsdóttir, fyrirliði, eru stjörnur leiksins. Úlfa Dís tryggði liðinu sigur með fallegu marki og Anna María fórnaði sér í hvern boltann á fætur öðrum á hinum enda vallarins. Anna María Baldursdóttir á stóran þátt í sigri Stjörnunnar.Vísir/Diego Skúrkarnir eru hins vegar leikmenn Keflavíkur sem nýttu ekki færin sín. Þá gerði Erin Mcleod, markvörður Stjörnunnar, einnig tvær til þrjár tilraunir til að verða skúrkur leiksins með vafasömum úthlaupum, en slapp með skrekkinn. Dómarinn Guðmundur Páll Friðbertsson og hans teymi áttu góðan leik í kvöld. Dæmdu tvö mörk af og höfðu, að ég held alveg örugglega, rétt fyrir sér í bæði skiptin. Jonathan Glenn, þjálfari Keflavíkur, sagði þó í viðtali eftir leik að hann hefði viljað sjá dómarana verja leikmenn meira. Umgjörð og stemning Stjörnufólk kann alveg að setja á svið einn fótboltaleik. Umgjörðin og stemningin á vellinum var góð og í raun ekkert að setja út á. Besta deild kvenna Stjarnan Keflavík ÍF
Stjarnan vann mikilvægan og langþráðan 1-0 sigur er liðið tók á móti Keflavík í Bestu-deild kvenna í knattspyrnu í kvöld, í fyrsta leik liðsins undir stjórn Jóhannesar Karls Sigursteinssonar. Leikurinn var nokkuð fjörugur í fyrri hálfleik og fengu bæði lið sín færi til að skora. Stjörnukonur ógnuðu meira til að byrja með, en Saorla Miller kom þó boltanum í netið fyrir Keflvíkinga á 18. mínútu. Hún átti þá skot á nærstöngina sem Erin varði, en Miller hrifsaði svo boltann af Mcleod og setti boltann í netið. Guðmundur Páll Friðbertsson, dómari leiksins, var þó vel staðsettur og sá að Erin var með hönd á boltanum og markið fékk því ekki að standa. Saorla fékk svo aftur færi á 35. mínútu og í þetta skipti átti hún að skora. Erin fór þá í skógarhlaup út úr markinu og hitti ekki boltann þegar hún reyndi að kýla hann í burtu. Boltinn skoppaði þá á Saorlu sem reyndi skot þegar aðeins einn varnarmaður var á milli hennar og marksins, en mokaði boltanum yfir þverslána. Hvorugu liðinu tókst því að skora löglegt mark fyrir hlé og var staðan 0-0 þegar flautað var til hálfleiks og liðin gengu til búningsherbergja. Stjörnukonur voru heldur sterkari lengst af í síðari hálfleik, en færin létu þó að miklu leyti á sér standa. Úlfa Dís Kreye Úlfarsdóttir þurfti þó ekkert dauðafæri eftir rétt tæplega klukkutíma leik þegar boltinn barst til hennar rétt fyrir utan hægra vítateigshornið þar sem hún lét vaða og þrumuskot hennar fann fjærhornið, 1-0. Stjarnan hélt áfram að sækja og heimakonur komu boltanum aftur í netið á 64. mínútu eftir darraðardans í teignum. Gestirnir sluppu þó með skrekkinn þar sem Hulda Hrund Arnarsdóttir var rangstæð áður en hún fór í baráttu um boltann og markið því dæmt af. Keflvíkingar fengu þó einnig sín færi til að jafna metin. Þegar um stundarfjórðungur var eftir af leiknum lögðust heimakonur mjög aftarlega á völlinn og Keflavíkurliðið sótti stíft. Inn vildi boltinn þó ekki og niðurstaðan varð að lokum 1-0 sigur Stjörnunnar. Þetta var fyrsti deildarsigur Stjörnunnar síðan liðið vann 2-1 sigur gegn Fylki þann 24. maí síðastliðinn og í fyrsta skipti í sumar sem liðið heldur hreinu í Bestu-deildinni. Stjarnan er nú með 12 stig í 6. sæti deildarinnar, sex stigum meira en Keflavík sem situr í næstneðsta sæti. Atvik leiksins Mark Úlfu Dísar verður að fá að vera atvik leiksins. Þrumuskot fyrir utan teig sem Vera Varis átti ekki möguleika í. Stjörnur og skúrkar Stjörnukonurnar Úlfa Dís og Anna María Baldúrsdóttir, fyrirliði, eru stjörnur leiksins. Úlfa Dís tryggði liðinu sigur með fallegu marki og Anna María fórnaði sér í hvern boltann á fætur öðrum á hinum enda vallarins. Anna María Baldursdóttir á stóran þátt í sigri Stjörnunnar.Vísir/Diego Skúrkarnir eru hins vegar leikmenn Keflavíkur sem nýttu ekki færin sín. Þá gerði Erin Mcleod, markvörður Stjörnunnar, einnig tvær til þrjár tilraunir til að verða skúrkur leiksins með vafasömum úthlaupum, en slapp með skrekkinn. Dómarinn Guðmundur Páll Friðbertsson og hans teymi áttu góðan leik í kvöld. Dæmdu tvö mörk af og höfðu, að ég held alveg örugglega, rétt fyrir sér í bæði skiptin. Jonathan Glenn, þjálfari Keflavíkur, sagði þó í viðtali eftir leik að hann hefði viljað sjá dómarana verja leikmenn meira. Umgjörð og stemning Stjörnufólk kann alveg að setja á svið einn fótboltaleik. Umgjörðin og stemningin á vellinum var góð og í raun ekkert að setja út á.
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti