Yazan vísað úr landi eftir Verslunarmannahelgi Bjarki Sigurðsson skrifar 2. júlí 2024 13:01 Yazan ásamt móður sinni, Feryal Aburajab Tamimi. Vísir/Arnar Brottvísun Yazans Tamimi og fjölskyldu hans hefur verið frestað þar til eftir Verslunarmannahelgina. Lögmaður fjölskyldunnar mun seinna í dag senda inn beiðni til kærunefndar útlendingamála um að taka málið aftur upp. Yazan er ellefu ára gamall og með Duchenne-vöðvarýrnunarsjúkdóminn. Sjúkdómurinn er ólæknandi og smám saman rýrna allir meginvöðvar þeirra sem glíma við hann. Fjölskyldan kom til Íslands fyrir ári síðan frá Palestínu með millilendingu á Spáni. Kærunefnd útlendingamála vísaði máli þeirra frá og til stendur að vísa þeim úr landi á næstunni. Í vikunni tilkynnti lögreglan fjölskyldunni að þeim verði ekki vísað úr landi fyrr en eftir Verslunarmannahelgina. Albert Björn Lúðvígsson, lögmaður fjölskyldunnar, segir enga nákvæmari tímasetningu hafa verið gefna út. Á meðan heldur baráttan áfram. „Mál fjölskyldunnar er til meðferðar hjá ýmsum stjórnvöldum, þar á meðal réttindagæslumanni fatlaðra. Við teljum rétt að beina endurtekinni umsókn núna til kærunefndar útlendingamála a grundvelli þess að nýjar málsástæður séu uppi í máli Yazans. Meðal annars vegna skorts á rannsókn á fötlun hans og svo framvegis,“ segir Albert. Umsóknin verður lögð fram seinna í dag. Fordæmi eru fyrir því að kærunefndin taki mál aftur upp. „Hins vegar er þetta mál fordæmalaust. Ég hef verið í þessum geira í hátt í tíu ár en aldrei nokkurn tímann séð jafn afgerandi læknisfræðileg gögn þar sem hætta við brottflutning er metin töluverð af læknum, þar sem rof á þjónustu er talin töluverð af læknum,“ segir Albert. Yazan hefur legið inni á barnaspítalanum síðustu daga en var útskrifaður í gær. „Ég tel að þetta mál sé þannig vaxið að það nái ekki nokkurri átt að senda þennan dreng frá landinu. Þannig ég er extra bjartsýnn í þessu máli að þessu verði nú snúið að lokum,“ segir Albert. Palestína Flóttafólk á Íslandi Innflytjendamál Börn og uppeldi Mál Yazans Mest lesið Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Yazan er ellefu ára gamall og með Duchenne-vöðvarýrnunarsjúkdóminn. Sjúkdómurinn er ólæknandi og smám saman rýrna allir meginvöðvar þeirra sem glíma við hann. Fjölskyldan kom til Íslands fyrir ári síðan frá Palestínu með millilendingu á Spáni. Kærunefnd útlendingamála vísaði máli þeirra frá og til stendur að vísa þeim úr landi á næstunni. Í vikunni tilkynnti lögreglan fjölskyldunni að þeim verði ekki vísað úr landi fyrr en eftir Verslunarmannahelgina. Albert Björn Lúðvígsson, lögmaður fjölskyldunnar, segir enga nákvæmari tímasetningu hafa verið gefna út. Á meðan heldur baráttan áfram. „Mál fjölskyldunnar er til meðferðar hjá ýmsum stjórnvöldum, þar á meðal réttindagæslumanni fatlaðra. Við teljum rétt að beina endurtekinni umsókn núna til kærunefndar útlendingamála a grundvelli þess að nýjar málsástæður séu uppi í máli Yazans. Meðal annars vegna skorts á rannsókn á fötlun hans og svo framvegis,“ segir Albert. Umsóknin verður lögð fram seinna í dag. Fordæmi eru fyrir því að kærunefndin taki mál aftur upp. „Hins vegar er þetta mál fordæmalaust. Ég hef verið í þessum geira í hátt í tíu ár en aldrei nokkurn tímann séð jafn afgerandi læknisfræðileg gögn þar sem hætta við brottflutning er metin töluverð af læknum, þar sem rof á þjónustu er talin töluverð af læknum,“ segir Albert. Yazan hefur legið inni á barnaspítalanum síðustu daga en var útskrifaður í gær. „Ég tel að þetta mál sé þannig vaxið að það nái ekki nokkurri átt að senda þennan dreng frá landinu. Þannig ég er extra bjartsýnn í þessu máli að þessu verði nú snúið að lokum,“ segir Albert.
Palestína Flóttafólk á Íslandi Innflytjendamál Börn og uppeldi Mál Yazans Mest lesið Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent